Blaðamönnum almennt frjálst að vinna úr illa fengnum gögnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 15. febrúar 2022 12:00 Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti. Vísir/Vilhelm Héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir ýmsar ástæður fyrir því að lögregla geti viljað fá blaðamenn í skýrslutökur og segir fordæmi fyrir því. Formanni Blaðamannafélagsins finnst rannsókn lögregu á fréttaflutningi af skæruliðadeild samherja tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi. Eins og greint var frá í gær bera fjórir blaðamenn réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fréttaflutningnum og hafa þeir verið boðaðir í skýrslutöku. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins með umfjöllun sinni um einkasamtöl þeirra sem skipuðu svokallaða skæruliðadeild Samherja. Blaðamönnum alla jafna frjálst að fjalla um mál þó gögn séu illa fengin Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segist ekki þekkja umrætt mál sérstaklega en segir þó fordæmi fyrir því að blaðamenn séu kallaðir í skýrslutöku. „Að jafnaði er blaðamönnum frjálst að fjalla um fréttir sem hafa þessa þjóðfélagslegu skírskotun jafnvel þó gögnin kunni að einhverju leyti að vera illa fengin,“ segir Halldóra. Á þessi séu þó alltaf einhverjar takmarkanir og hún geti ekkert sagt til um hvernig umræddu máli sé háttað. „Síðan eru dæmin auðvitað ólík eftir því hvort það er grunur um bein brot blaðamanns, sem kann auðvitað að koma til, eða hvort aðkoma blaðamanns lítur þá bara að því að hann fjalli um fréttir sem eru byggðar á gögnum sem einhver vafi liggur fyrir á að séu tilkomin með eðlilegum hætti,“ segir Halldóra. Gögnin hafi efalaust átt erindi við almenning Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir að þegar blaðamenn standi með gögn sem þessi verði þeir að spyrja sig hvort vegi meira: friðhelgi einkalífs þess gögnin varða eða hagsmunir almennings að fá þær upplýsingar sem þar koma fram. Og í þessu tilfelli telur Sigríður Dögg að gögnin hafi tvímælalaust átt erindi við almenning. „Við þurfum ekki einu sinni að ræða það. Samherji hefur komið fram og beðist afsökunar á því framferði sem þarna var lýst. Enginn hefur véfengt þær upplýsingar og þær fréttir og þær atburðarás og lýsingar sem þarna hafa komið fram,“ sagði Sigríður Dögg. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Eins og greint var frá í gær bera fjórir blaðamenn réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fréttaflutningnum og hafa þeir verið boðaðir í skýrslutöku. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins með umfjöllun sinni um einkasamtöl þeirra sem skipuðu svokallaða skæruliðadeild Samherja. Blaðamönnum alla jafna frjálst að fjalla um mál þó gögn séu illa fengin Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segist ekki þekkja umrætt mál sérstaklega en segir þó fordæmi fyrir því að blaðamenn séu kallaðir í skýrslutöku. „Að jafnaði er blaðamönnum frjálst að fjalla um fréttir sem hafa þessa þjóðfélagslegu skírskotun jafnvel þó gögnin kunni að einhverju leyti að vera illa fengin,“ segir Halldóra. Á þessi séu þó alltaf einhverjar takmarkanir og hún geti ekkert sagt til um hvernig umræddu máli sé háttað. „Síðan eru dæmin auðvitað ólík eftir því hvort það er grunur um bein brot blaðamanns, sem kann auðvitað að koma til, eða hvort aðkoma blaðamanns lítur þá bara að því að hann fjalli um fréttir sem eru byggðar á gögnum sem einhver vafi liggur fyrir á að séu tilkomin með eðlilegum hætti,“ segir Halldóra. Gögnin hafi efalaust átt erindi við almenning Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir að þegar blaðamenn standi með gögn sem þessi verði þeir að spyrja sig hvort vegi meira: friðhelgi einkalífs þess gögnin varða eða hagsmunir almennings að fá þær upplýsingar sem þar koma fram. Og í þessu tilfelli telur Sigríður Dögg að gögnin hafi tvímælalaust átt erindi við almenning. „Við þurfum ekki einu sinni að ræða það. Samherji hefur komið fram og beðist afsökunar á því framferði sem þarna var lýst. Enginn hefur véfengt þær upplýsingar og þær fréttir og þær atburðarás og lýsingar sem þarna hafa komið fram,“ sagði Sigríður Dögg.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02
Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07
Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19