Spá þrjátíu sentímetra hækkun sjávarmáls fyrir 2050 Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2022 11:05 Flóðum mun fjölga mjög í Bandaríkjunum á næstu áratugum. AP/Jeff Gritchen Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og annarra stofnanna, spá því að sjávarmál við austurströnd Bandaríkjanna muni hækka um 25 til þrjátíu sentímetra fyrir árið 2050. Sú hækkun er sambærileg þeirri hækkun sjávarmáls sem hefur átt sér stað á síðustu hundrað árum. Samhliða þeirri hækkun mun þeim tilfellum þar sem sjór flæðir inn á land fara fjölgandi, með tilheyrandi skaða og tjóni og hafa umfangsmikil áhrif á lífið við strandlengju Bandaríkjanna. Búist er við því að hættulegustu og skaðlegustu flóðunum muni fjölga fimmfalt fyrir 2050. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu áðurnefndra stofnanna sem birt var í gær. Um er að ræða uppfærslu á skýrslu frá 2017 en höfundar nýju skýrslunnar segjast hafa mun betri skilning á þeim áhrifum sem bráðnun íss og veðurfarsbreytingar hafa á hækkun sjávarmáls en þeir gerðu á árum áður. Í skýrslunni segir að útblástur gróðurhúsalofttegunda skipti miklu máli fyrir hækkun sjávarmáls. Verði ekki dregið úr losuninni eins og hún er í dag, gæti sjávarmál hækkað um allt að 2,1 metra undir lok aldarinnar. Hækkun sjávarmáls mun hafa mikil áhrif á byggðir í Bandaríkjunum og víðar.AP/Ashraf Khalil Hækkun sjávarmáls er breytileg á hverju svæði fyrir sig en vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina gerðu einnig tól þar sem hægt er að sjá spár þeirra nánar. Tólið má sjá hér á vef NASA. „Þessi skýrsla styður fyrri rannsóknir og staðfestir það sem við höfum lengi vitað. Sjávarmál hækkar ískyggilega hratt og ógnar samfélögum víða um heim,“ segir Bill Nelson, yfirmaður NASA í tilkynningu. Hann sagði nauðsynlegt að fara sem fyrst í aðgerðir til að draga úr skaðanum. Umhverfismál Bandaríkin Veður Loftslagsmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Samhliða þeirri hækkun mun þeim tilfellum þar sem sjór flæðir inn á land fara fjölgandi, með tilheyrandi skaða og tjóni og hafa umfangsmikil áhrif á lífið við strandlengju Bandaríkjanna. Búist er við því að hættulegustu og skaðlegustu flóðunum muni fjölga fimmfalt fyrir 2050. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu áðurnefndra stofnanna sem birt var í gær. Um er að ræða uppfærslu á skýrslu frá 2017 en höfundar nýju skýrslunnar segjast hafa mun betri skilning á þeim áhrifum sem bráðnun íss og veðurfarsbreytingar hafa á hækkun sjávarmáls en þeir gerðu á árum áður. Í skýrslunni segir að útblástur gróðurhúsalofttegunda skipti miklu máli fyrir hækkun sjávarmáls. Verði ekki dregið úr losuninni eins og hún er í dag, gæti sjávarmál hækkað um allt að 2,1 metra undir lok aldarinnar. Hækkun sjávarmáls mun hafa mikil áhrif á byggðir í Bandaríkjunum og víðar.AP/Ashraf Khalil Hækkun sjávarmáls er breytileg á hverju svæði fyrir sig en vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina gerðu einnig tól þar sem hægt er að sjá spár þeirra nánar. Tólið má sjá hér á vef NASA. „Þessi skýrsla styður fyrri rannsóknir og staðfestir það sem við höfum lengi vitað. Sjávarmál hækkar ískyggilega hratt og ógnar samfélögum víða um heim,“ segir Bill Nelson, yfirmaður NASA í tilkynningu. Hann sagði nauðsynlegt að fara sem fyrst í aðgerðir til að draga úr skaðanum.
Umhverfismál Bandaríkin Veður Loftslagsmál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira