„Það svíður alveg helvíti mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 14:31 Hólmar Örn Eyjólfsson (næstlengst til hægri) ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu, svekktur eftir að Ísland féll úr keppni á HM 2018. Getty/Valery Matytsin Hólmar Örn Eyjólfsson er mættur aftur í íslenska fótboltann eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hann á að baki 19 A-landsleiki og var í mörg ár viðloðandi landsliðið en missti sæti sitt á ögurstundu sumarið 2016. „Það svíður alveg helvíti mikið, og tók þungt á mann,“ sagði Hólmar í viðtali í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni, um það þegar hann var ekki valinn í landsliðshópinn sem fór á EM í Frakklandi. Hólmar var í síðustu viku kynntur sem nýjasti leikmaður Vals og ljóst að þessi 31 árs gamli miðvörður, sem síðast lék með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni, kemur til með að styrkja Valsliðið mikið. Hólmar hefur á löngum ferli einnig leikið í Englandi, Belgíu, Þýskalandi, Ísrael og Búlgaríu, en hann var á fyrra skeiði sínu með Rosenborg í Noregi árið 2016 þegar kom að þá stærstu stund í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu þá leikmannahópinn sem færi á fyrsta stórmótið í sögu liðsins, EM í Frakklandi. SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur Hólmar hafði verið lykilmaður í U21-landsliðinu sem komst í fyrsta sinn í lokakeppni EM árið 2011, og verið í A-landsliðinu í aðdraganda EM. Hann var hins vegar ekki einn af þeim 23 leikmönnum sem valdir voru til að fara á mótið í Frakklandi, þar sem Ísland átti frábært ævintýri og komst í 8-liða úrslit. „Ég held ég hafi fengið SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur um að ég sé ekki í hópnum. Það var alvöru skellur, eftir að hafa verið í nánast öllum hópum fyrir mótið og öllum hópum eftir þetta líka. Að vera droppað út þarna, það sveið,“ sagði Hólmar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni á tal.is/vigtin. Klippa: Þungavigtin - Hólmar um að missa af EM Hólmar komst engu að síður á stórmót með íslenska landsliðinu því hann var valinn í hópinn sem fór á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann kom þó ekkert við sögu í leikjunum þremur. Hólmar Örn Eyjólfsson á að baki 19 A-landsleiki og er hér í baráttu við Jack Grealish í leik við England á Wembley í Þjóðadeildinni í nóvember 2018.Getty/Chloe Knott Fótbolti HM 2018 í Rússlandi EM 2016 í Frakklandi Valur Þungavigtin Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
„Það svíður alveg helvíti mikið, og tók þungt á mann,“ sagði Hólmar í viðtali í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni, um það þegar hann var ekki valinn í landsliðshópinn sem fór á EM í Frakklandi. Hólmar var í síðustu viku kynntur sem nýjasti leikmaður Vals og ljóst að þessi 31 árs gamli miðvörður, sem síðast lék með Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni, kemur til með að styrkja Valsliðið mikið. Hólmar hefur á löngum ferli einnig leikið í Englandi, Belgíu, Þýskalandi, Ísrael og Búlgaríu, en hann var á fyrra skeiði sínu með Rosenborg í Noregi árið 2016 þegar kom að þá stærstu stund í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu þá leikmannahópinn sem færi á fyrsta stórmótið í sögu liðsins, EM í Frakklandi. SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur Hólmar hafði verið lykilmaður í U21-landsliðinu sem komst í fyrsta sinn í lokakeppni EM árið 2011, og verið í A-landsliðinu í aðdraganda EM. Hann var hins vegar ekki einn af þeim 23 leikmönnum sem valdir voru til að fara á mótið í Frakklandi, þar sem Ísland átti frábært ævintýri og komst í 8-liða úrslit. „Ég held ég hafi fengið SMS klukkutíma áður en hópurinn var tilkynntur um að ég sé ekki í hópnum. Það var alvöru skellur, eftir að hafa verið í nánast öllum hópum fyrir mótið og öllum hópum eftir þetta líka. Að vera droppað út þarna, það sveið,“ sagði Hólmar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni á tal.is/vigtin. Klippa: Þungavigtin - Hólmar um að missa af EM Hólmar komst engu að síður á stórmót með íslenska landsliðinu því hann var valinn í hópinn sem fór á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann kom þó ekkert við sögu í leikjunum þremur. Hólmar Örn Eyjólfsson á að baki 19 A-landsleiki og er hér í baráttu við Jack Grealish í leik við England á Wembley í Þjóðadeildinni í nóvember 2018.Getty/Chloe Knott
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi EM 2016 í Frakklandi Valur Þungavigtin Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira