Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 15:30 Sýnatökum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað nokkuð eftir að sóttkví var afnumin. Vísir/Vilhelm Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. Fyrir helgi var greint frá því að biðtíminn gæti verið allt að þrír sólarhringar og virðist hann lítið hafa styst frá þeim tíma. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segir að enn sé verið að vinna upp þann hala sem myndaðist þegar hvað mest barst af sýnum en halinn er að styttast. Hún segir ómögulegt að segja til um það hvort að biðtímin komi til með að styttast verulega á næstu dögum. „Til að allt gangi að óskum má sýnum ekki fjölga, tækin mega ekki bila og starfsfólkið ekki að verða veikt svo einhverju nemi. Allt er þetta mjög óljóst,“ segir Guðrún. Fyrir helgi greindi Guðrún frá því að um eða yfir sjö þúsund sýni væru að berast á sólarhring en deildin ræður við að greina um fimm þúsund sýni á sólarhring. Þannig höfðu sýni safnast upp milli daga sem lengdi biðina enn frekar. „Það eina sem við getum sagt er að halinn lengist ekki,“ segir Guðrún í dag. Heilsugæslan tekur færri sýni en spítalinn fær fleiri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til síðastliðinn fimmtudag að hraðprófum yrði beitt í auknum mæli í ljósi mikils álags á veirufræðideildinni. Þannig yrði þak sett á fjölda PCR sýna sem yrðu tekin á dag og aðrir sendir í hraðpróf. Degi síðar var þó tilkynnt að sóttkví yrði ekki lengur beitt og þar með ætti sýnum að fækka. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að það hafi ekki komið til þess að beita hraðprófum líkt og sóttvarnalæknir lagði til. „Nú duttu sóttkvíarsýnin út og það eru ekki það mörg PCR hjá okkur, þetta eru á milli tvö til þrjú þúsund PCR sýni á dag hjá okkur og okkur er sagt að það eigi að ganga,“ segir Ragnheiður. Guðrún bendir þó á að Landspítali fái fleiri sýni en bara þau sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tekur, til að mynda frá Keflavíkurflugvelli, frá sjúklingum og starfsmönnum Landspítala, frá hjúkrunarheimilum og öðrum heilsugæslum á landinu. „Svo er mikilvægt að hafa í huga að við getum ekki haft áhrif að þann tíma sem líður frá því að sýnið er tekið, þangað til það kemur til okkar á deildina. Sá tími er stundum langur og bætist þá við vinnslutímann,“ segir Guðrún. Mögulega hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en þar tók hann undir að nokkuð löng bið væri eftir niðurstöðum. Eins og stendur greinast um 40 prósent þeirra sem mæta í einkennasýnatökur með Covid. „Enn sem komið er þá er það þannig að spítalinn ræður ekki alveg við þann fjölda sýna sem eru tekin daglega núna þannig það dregst aðeins að fá svar,“ sagði Óskar. Að sögn Óskars er mögulegt að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi sýnataka, til að mynda að hraðpróf yrðu tekin gild líkt og PCR sýnatökur. „Það eru sum lönd sem taka mark á hraðgreiningarprófum, þannig ef þú færð jákvætt úr hraðgreiningarprófi, sem þú tekur jafnvel sjálfur, þá tilkynnir þú það bara á ákveðinn stað og þá er það komið inn til jafngildis við aðrar rannsóknir,“ sagði Óskar. Það er þó ekki staðan hér á landi en Óskar segir að það sé vel mögulegt að það verði tekið upp. „Það er mjög lítið um falskt jákvætt sýni, það er að þú mælist eins og þú sért með Covid en ert það í raun ekki. En það er hins vegar eitthvað um falskt neikvætt sýni, þess vegna er enn mælst til að taka PCR sýni úr öllum sem eru með einkenni,“ sagði Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. 16. febrúar 2022 13:13 Nýtt met: 2.489 greindust innanlands í gær 2.489 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 106 á landamærum. Aldrei hafa fleiri greinst á einum degi. 16. febrúar 2022 10:24 Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar. 11. febrúar 2022 19:01 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Fleiri fréttir „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Sjá meira
Fyrir helgi var greint frá því að biðtíminn gæti verið allt að þrír sólarhringar og virðist hann lítið hafa styst frá þeim tíma. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segir að enn sé verið að vinna upp þann hala sem myndaðist þegar hvað mest barst af sýnum en halinn er að styttast. Hún segir ómögulegt að segja til um það hvort að biðtímin komi til með að styttast verulega á næstu dögum. „Til að allt gangi að óskum má sýnum ekki fjölga, tækin mega ekki bila og starfsfólkið ekki að verða veikt svo einhverju nemi. Allt er þetta mjög óljóst,“ segir Guðrún. Fyrir helgi greindi Guðrún frá því að um eða yfir sjö þúsund sýni væru að berast á sólarhring en deildin ræður við að greina um fimm þúsund sýni á sólarhring. Þannig höfðu sýni safnast upp milli daga sem lengdi biðina enn frekar. „Það eina sem við getum sagt er að halinn lengist ekki,“ segir Guðrún í dag. Heilsugæslan tekur færri sýni en spítalinn fær fleiri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til síðastliðinn fimmtudag að hraðprófum yrði beitt í auknum mæli í ljósi mikils álags á veirufræðideildinni. Þannig yrði þak sett á fjölda PCR sýna sem yrðu tekin á dag og aðrir sendir í hraðpróf. Degi síðar var þó tilkynnt að sóttkví yrði ekki lengur beitt og þar með ætti sýnum að fækka. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að það hafi ekki komið til þess að beita hraðprófum líkt og sóttvarnalæknir lagði til. „Nú duttu sóttkvíarsýnin út og það eru ekki það mörg PCR hjá okkur, þetta eru á milli tvö til þrjú þúsund PCR sýni á dag hjá okkur og okkur er sagt að það eigi að ganga,“ segir Ragnheiður. Guðrún bendir þó á að Landspítali fái fleiri sýni en bara þau sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tekur, til að mynda frá Keflavíkurflugvelli, frá sjúklingum og starfsmönnum Landspítala, frá hjúkrunarheimilum og öðrum heilsugæslum á landinu. „Svo er mikilvægt að hafa í huga að við getum ekki haft áhrif að þann tíma sem líður frá því að sýnið er tekið, þangað til það kemur til okkar á deildina. Sá tími er stundum langur og bætist þá við vinnslutímann,“ segir Guðrún. Mögulega hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en þar tók hann undir að nokkuð löng bið væri eftir niðurstöðum. Eins og stendur greinast um 40 prósent þeirra sem mæta í einkennasýnatökur með Covid. „Enn sem komið er þá er það þannig að spítalinn ræður ekki alveg við þann fjölda sýna sem eru tekin daglega núna þannig það dregst aðeins að fá svar,“ sagði Óskar. Að sögn Óskars er mögulegt að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi sýnataka, til að mynda að hraðpróf yrðu tekin gild líkt og PCR sýnatökur. „Það eru sum lönd sem taka mark á hraðgreiningarprófum, þannig ef þú færð jákvætt úr hraðgreiningarprófi, sem þú tekur jafnvel sjálfur, þá tilkynnir þú það bara á ákveðinn stað og þá er það komið inn til jafngildis við aðrar rannsóknir,“ sagði Óskar. Það er þó ekki staðan hér á landi en Óskar segir að það sé vel mögulegt að það verði tekið upp. „Það er mjög lítið um falskt jákvætt sýni, það er að þú mælist eins og þú sért með Covid en ert það í raun ekki. En það er hins vegar eitthvað um falskt neikvætt sýni, þess vegna er enn mælst til að taka PCR sýni úr öllum sem eru með einkenni,“ sagði Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. 16. febrúar 2022 13:13 Nýtt met: 2.489 greindust innanlands í gær 2.489 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 106 á landamærum. Aldrei hafa fleiri greinst á einum degi. 16. febrúar 2022 10:24 Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar. 11. febrúar 2022 19:01 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Fleiri fréttir „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Sjá meira
Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. 16. febrúar 2022 13:13
Nýtt met: 2.489 greindust innanlands í gær 2.489 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 106 á landamærum. Aldrei hafa fleiri greinst á einum degi. 16. febrúar 2022 10:24
Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41
Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52
Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar. 11. febrúar 2022 19:01
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent