„Veikindarétturinn verður ekki brotinn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. febrúar 2022 20:00 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Veikindarétturinn verður ekki brotinn. Þetta segir formaður Félags hjúkrunarfræðinga um þau ummæli að mögulega þurfi að kalla covid smitað heilbrigðisstarfsfólk til vinnu vegna mönnunarvanda. Félagið mun bregðast við því ef stofnanir brjóti á veikindarétti hjúkrunarfræðinga. Í fyrradag greindum við frá því að forsvarsmenn Landspítali skoði nú hvort þeir neyðist til að fá smitað starfsfólk til starfa í þeim tilgangi að leysa mönnunarvanda og geta haldið úti þjónustu. Formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðingar líst afar illa á þetta. „Við að sjálfsögðu mætum ekki veik til vinnu til að sinna fólki sem liggur inn á heilbrigðisstofnun og má ekki við því að smitast. Mér finnst það gefa augaleið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins. Gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga Þetta fari gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga og brjóti á veikindarétti sem tryggður er í kjarasamningum. „Það má heldur ekki gleyma því að veikindarétturinn er það sterkasta sem við höfum og ef að það á að fara að brjóta á veikindarétti sem tryggður er með kjarasamningi þá er eitthvað mikið að og við þurfum að skoða það sérstaklega.“ Félagið muni bregðast við því ef að veikindaréttur hjúkrunarfræðinga verður brotinn. Algjört neyðarúrræði Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að nú sé verið að útbúa leiðbeiningar fyrir forsvarsmenn þá vinnustaða sem þurfa að láta smitaða starfsmann mæta til vinnu, en beiðni um slíkt þarf að fara í gegn um sóttvarnalækni. Þetta sé algjört neyðarúrræði enda áhætta fólgin í því að fá smitaðan starfsmann inn á heilbrigðisstofnun. Hann minnir þó á að það sé líka áhætta að ekki séu til staðar starfsmenn til þess að sinna sjúkum. „Núna í enn eitt skiptið bítum við úr nálinni með það hér hafa ekki verið framkvæmdar tilhlýðilegar aðgerðir til þess að fjölga hjúkrunarfræðingum í starfi og halda þeim í starfi sem hafa flosnað upp úr því og þetta er bara enn ein birtingarmyndin af því.“ „Veikindarétturinn verður ekki brotinn.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Hjúkrunarheimili Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í fyrradag greindum við frá því að forsvarsmenn Landspítali skoði nú hvort þeir neyðist til að fá smitað starfsfólk til starfa í þeim tilgangi að leysa mönnunarvanda og geta haldið úti þjónustu. Formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðingar líst afar illa á þetta. „Við að sjálfsögðu mætum ekki veik til vinnu til að sinna fólki sem liggur inn á heilbrigðisstofnun og má ekki við því að smitast. Mér finnst það gefa augaleið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins. Gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga Þetta fari gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga og brjóti á veikindarétti sem tryggður er í kjarasamningum. „Það má heldur ekki gleyma því að veikindarétturinn er það sterkasta sem við höfum og ef að það á að fara að brjóta á veikindarétti sem tryggður er með kjarasamningi þá er eitthvað mikið að og við þurfum að skoða það sérstaklega.“ Félagið muni bregðast við því ef að veikindaréttur hjúkrunarfræðinga verður brotinn. Algjört neyðarúrræði Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að nú sé verið að útbúa leiðbeiningar fyrir forsvarsmenn þá vinnustaða sem þurfa að láta smitaða starfsmann mæta til vinnu, en beiðni um slíkt þarf að fara í gegn um sóttvarnalækni. Þetta sé algjört neyðarúrræði enda áhætta fólgin í því að fá smitaðan starfsmann inn á heilbrigðisstofnun. Hann minnir þó á að það sé líka áhætta að ekki séu til staðar starfsmenn til þess að sinna sjúkum. „Núna í enn eitt skiptið bítum við úr nálinni með það hér hafa ekki verið framkvæmdar tilhlýðilegar aðgerðir til þess að fjölga hjúkrunarfræðingum í starfi og halda þeim í starfi sem hafa flosnað upp úr því og þetta er bara enn ein birtingarmyndin af því.“ „Veikindarétturinn verður ekki brotinn.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Hjúkrunarheimili Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira