Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2022 21:20 Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Egill Aðalsteinsson Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að áhyggjur atvinnuflugmanna lúta einkum að aðflugi og lendingum á austur-vestur braut flugvallarins, að nýtt íbúðahverfi við suðurjaðar brautarinnar muni skapa flugvélum hættu. „Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg, að þessi nýja byggð sem er áformuð hérna muni valda áður óþekktri ókyrrð og hættu. Það samræmist ekki þessu orðalagi, sem var alveg afdráttarlaust í samkomulaginu sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu í nóvember 2019, um að rekstraröryggi skuli tryggt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð. Hann vísar til skýrslu sem Isavia lét hollensku geimferðastofnunina gera. „Niðurstaða Hollendinganna, NLR, var alveg afdráttarlaus; að hættan kallar á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi.“ Ingvar segir reynsluna af hinni nýju Hlíðarendabyggð hafa verið slæma. Húsin þar valdi ókyrrð í ákveðnum vindáttum og það hafi verið fyrirséð. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, hefur lýst samskonar áhyggjum. „Isavia þarf að beita sér, augljóslega. Isavia þarf að setja fótinn niður og taka þátt í að tryggja flugöryggi. Og mér heyrist það á Sigrúnu Björk að það standi til,“ segir Ingvar. Hann segir þetta þó ekki snúast um hagsmuni flugmanna. „Við sjáum þetta fyrst og síðast út frá almannahagsmunum og sjúkraflugið vegur þar einna þyngst. Þarna er eina hátæknisjúkrahúsið sem íslensk þjóð hefur bolmagn til þess að reka. Og óháð búsetu þarf fólk að geta komist á þetta sjúkrahús. Íbúar höfuðborgarinnar geta orðið fyrir heilsubresti eða slysförum úti á landi. Þannig að þetta er meiriháttar hagsmunamál sem varðar alla íbúa þessa lands.“ Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember 2019. En er raunhæft að stöðva byggingaráform borgarinnar, í ljósi þess að ríkið seldi henni landið? „Já.. menn hafa farið svolítið fram úr sér. En vilji ríkisins kemur fram þarna í þessu samkomulagi um að rekstraröryggi skuli tryggt. Þannig að menn verða bara að halda að sér höndum - meðan flugvöllurinn er í notkun,“ segir formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að áhyggjur atvinnuflugmanna lúta einkum að aðflugi og lendingum á austur-vestur braut flugvallarins, að nýtt íbúðahverfi við suðurjaðar brautarinnar muni skapa flugvélum hættu. „Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg, að þessi nýja byggð sem er áformuð hérna muni valda áður óþekktri ókyrrð og hættu. Það samræmist ekki þessu orðalagi, sem var alveg afdráttarlaust í samkomulaginu sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu í nóvember 2019, um að rekstraröryggi skuli tryggt á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir íbúðabyggð. Hann vísar til skýrslu sem Isavia lét hollensku geimferðastofnunina gera. „Niðurstaða Hollendinganna, NLR, var alveg afdráttarlaus; að hættan kallar á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi.“ Ingvar segir reynsluna af hinni nýju Hlíðarendabyggð hafa verið slæma. Húsin þar valdi ókyrrð í ákveðnum vindáttum og það hafi verið fyrirséð. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, hefur lýst samskonar áhyggjum. „Isavia þarf að beita sér, augljóslega. Isavia þarf að setja fótinn niður og taka þátt í að tryggja flugöryggi. Og mér heyrist það á Sigrúnu Björk að það standi til,“ segir Ingvar. Hann segir þetta þó ekki snúast um hagsmuni flugmanna. „Við sjáum þetta fyrst og síðast út frá almannahagsmunum og sjúkraflugið vegur þar einna þyngst. Þarna er eina hátæknisjúkrahúsið sem íslensk þjóð hefur bolmagn til þess að reka. Og óháð búsetu þarf fólk að geta komist á þetta sjúkrahús. Íbúar höfuðborgarinnar geta orðið fyrir heilsubresti eða slysförum úti á landi. Þannig að þetta er meiriháttar hagsmunamál sem varðar alla íbúa þessa lands.“ Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember 2019. En er raunhæft að stöðva byggingaráform borgarinnar, í ljósi þess að ríkið seldi henni landið? „Já.. menn hafa farið svolítið fram úr sér. En vilji ríkisins kemur fram þarna í þessu samkomulagi um að rekstraröryggi skuli tryggt. Þannig að menn verða bara að halda að sér höndum - meðan flugvöllurinn er í notkun,“ segir formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53
Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22