Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2022 08:57 Starfshópur um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ var skipaður af rektor í mars í fyrra. Vísir/Baldur Hrafnkell Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. Þetta eru niðurstöður starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ. Skýrslan er dagsett 28. júní 2021 en var ekki birt á vef Háskólans fyrr en í gær. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir nýjar rannsóknir á mögulegum áhættuþáttum spilavanda, sem hafa sýnt tengsl milli depurðar, kvíða og streitu annars vegar og spilavanda hins vegar. Þá hafa rannsóknir sýnt að spilavandi hafi ekki eingöngu áhrif á einstaklinginn sjálfan heldur alla fjölskylduna en birtingamyndin sé til dæmis erfið samskipti, heilsufarsvandamál og fjárhagserfiðleikar. „Almennt má segja að niðurstöður flestra rannsókna hér á landi sýni að spilakassar, póker og þátttaka í peningaspilum á erlendum vefsíðum hafi sterkari tengsl við spilavanda en aðrar gerðir peningaspila, bæði meðal unglinga og fullorðinna,“ segir í skýrslunni. Þetta komi ekki á óvart þar sem erlendar rannsóknir bendi til þess að peningaspil sem byggjast á samfelldri spilamennsku með tiltölulega miklum spilahraða og tíðri endurgjöf vinninga séu frekar ánetjandi en önnur peningaspil. „Þessir eiginleikar spila eru mest áberandi í spilakössum og sýna niðurstöður flestallra rannsókna á bæði fullorðnum og unglingum að spilakassar eru vinsælasta peningaspilið meðal þeirra sem eiga við spilafíkn/spilavanda að stríða hér á landi.“ Erlendar rannsóknir bendi til þess að sá hópur sem eigi við spilavanda að stríða standi undir allt að 60 prósent af tekjum spilakassa. Snýst ekki bara um hvort heldur hvernig Í skýrslunni er farið yfir sögu tekjuöflunar HHÍ og hvernig HHÍ hefur frá stofnun fjármagnað nær allar byggingar skólans. Ljós sé að tekjur HHÍ séu mikilvægar fyrir uppbyggingu innviða HÍ en einnig sé ljóst að viðhorf almennings til spilakassa sé neikvætt og ætla megi að gagnrýnisraddir verði háværari. Þá er greint frá niðurstöðum könnunar Samtaka áhugafólks um spilafíkn frá 2020, þar sem í ljós kom að 86 prósent þjóðarinnar vildu banna rekstur spilakassa og 71 prósent sagðist vera ósátt við að starfsemi í almannaþágu væri fjármögnuð með rekstri spilakassa. Starfshópurinn segir í skýrslunni að það sé erfitt að skera úr um það með afgerandi hætti hvort HÍ ætti að standa að rekstri spilakassa en það útiloki ekki að skólinn ræði hvernig sé réttlætanlegt að standa að rekstrinum. „Þótt spurningin um það hvort reka eigi spilakassa sé torleyst, er þó óhætt að segja að ámælisvert væri að beita ekki öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja ábyrga spilun og grípa tafarlaust til slíkra aðgerða. Vandséð er að samkeppnissjónarmið og mögulegt tekjutap dugi sem rök til að slá þeim á frest,“ segir í skýrslunni. „Þótt enn séu uppi andstæð sjónarmið um hvort rekstur spilakassa falli ómögulega að hlutverki háskóla þá er það engum vafa undirorpið að þessi helsta menntastofnun þjóðarinnar getur ekki staðið að rekstrinum öðruvísi en að taka tillit til nýjustu rannsókna um áhrif spilakassa á tiltekna hópa samfélagsins og með því að taka upp allar mögulegar aðgerðir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild.“ Skýrsla starfshópsins. Háskólar Fíkn Tengdar fréttir Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20 Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Þetta eru niðurstöður starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ. Skýrslan er dagsett 28. júní 2021 en var ekki birt á vef Háskólans fyrr en í gær. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir nýjar rannsóknir á mögulegum áhættuþáttum spilavanda, sem hafa sýnt tengsl milli depurðar, kvíða og streitu annars vegar og spilavanda hins vegar. Þá hafa rannsóknir sýnt að spilavandi hafi ekki eingöngu áhrif á einstaklinginn sjálfan heldur alla fjölskylduna en birtingamyndin sé til dæmis erfið samskipti, heilsufarsvandamál og fjárhagserfiðleikar. „Almennt má segja að niðurstöður flestra rannsókna hér á landi sýni að spilakassar, póker og þátttaka í peningaspilum á erlendum vefsíðum hafi sterkari tengsl við spilavanda en aðrar gerðir peningaspila, bæði meðal unglinga og fullorðinna,“ segir í skýrslunni. Þetta komi ekki á óvart þar sem erlendar rannsóknir bendi til þess að peningaspil sem byggjast á samfelldri spilamennsku með tiltölulega miklum spilahraða og tíðri endurgjöf vinninga séu frekar ánetjandi en önnur peningaspil. „Þessir eiginleikar spila eru mest áberandi í spilakössum og sýna niðurstöður flestallra rannsókna á bæði fullorðnum og unglingum að spilakassar eru vinsælasta peningaspilið meðal þeirra sem eiga við spilafíkn/spilavanda að stríða hér á landi.“ Erlendar rannsóknir bendi til þess að sá hópur sem eigi við spilavanda að stríða standi undir allt að 60 prósent af tekjum spilakassa. Snýst ekki bara um hvort heldur hvernig Í skýrslunni er farið yfir sögu tekjuöflunar HHÍ og hvernig HHÍ hefur frá stofnun fjármagnað nær allar byggingar skólans. Ljós sé að tekjur HHÍ séu mikilvægar fyrir uppbyggingu innviða HÍ en einnig sé ljóst að viðhorf almennings til spilakassa sé neikvætt og ætla megi að gagnrýnisraddir verði háværari. Þá er greint frá niðurstöðum könnunar Samtaka áhugafólks um spilafíkn frá 2020, þar sem í ljós kom að 86 prósent þjóðarinnar vildu banna rekstur spilakassa og 71 prósent sagðist vera ósátt við að starfsemi í almannaþágu væri fjármögnuð með rekstri spilakassa. Starfshópurinn segir í skýrslunni að það sé erfitt að skera úr um það með afgerandi hætti hvort HÍ ætti að standa að rekstri spilakassa en það útiloki ekki að skólinn ræði hvernig sé réttlætanlegt að standa að rekstrinum. „Þótt spurningin um það hvort reka eigi spilakassa sé torleyst, er þó óhætt að segja að ámælisvert væri að beita ekki öllum tiltækum ráðum til þess að tryggja ábyrga spilun og grípa tafarlaust til slíkra aðgerða. Vandséð er að samkeppnissjónarmið og mögulegt tekjutap dugi sem rök til að slá þeim á frest,“ segir í skýrslunni. „Þótt enn séu uppi andstæð sjónarmið um hvort rekstur spilakassa falli ómögulega að hlutverki háskóla þá er það engum vafa undirorpið að þessi helsta menntastofnun þjóðarinnar getur ekki staðið að rekstrinum öðruvísi en að taka tillit til nýjustu rannsókna um áhrif spilakassa á tiltekna hópa samfélagsins og með því að taka upp allar mögulegar aðgerðir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild.“ Skýrsla starfshópsins.
Háskólar Fíkn Tengdar fréttir Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20 Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29
Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20
Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu til lögreglu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra. 22. september 2021 07:06