Guggugulur fannst á Listasafni Akureyrar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 13:18 Verkið Guggugulur fannst í Listasafninu á Akureyri. Aðsend Verkið Guggugulur, sem hvarf á Akureyri fyrir sex árum síðan, er komið í leitirnar og mun kannski skila sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman. Greint var frá því á Vísi í morgun að ljósmyndin Guggugulur hafi horfið á Akureyri árið 2016 og aldrei skilað sér heim til Ísafjarðar. Liturinn var á sínum tíma blandaður eftir gula litnum sem einkenndi togarann Guðbjörgina ÍS sem seld var frá Ísafirði til sjávarútvegsfélagsins Samherja árið 1997. Þrátt fyrir loforð um að Guðbjörgin yrði gerð út frá Ísafirði eftir kaupin fór svo að hún var seld til Þýskalands tveimur árum síðar og Guðbjörgin sigldi aldrei aftur í höfn á Ísafirði. Árið 2016 hélt myndlistarmaðurinn Gunnar Jónsson sýningu á Akureyri og sýndi þar verkið Flaggskip, sem ljósmyndin af málningunni er hluti af. Eftir að sýningunni lauk skilaði myndin sér þó aldrei aftur til Ísafjarðar og var týnd á Akureyri þar til í morgun. Ljósmyndin fannst nefnilega á Listasafninu á Akureyri en hún hafði horfið inn í geymslu eftir endurbætur á safninu. „Hún hafði týnst þarna á milli annarra verka, eins og mig grunaði, þegar þau voru að gera upp safnið. Svo hringdi safnstjórinn í mig strax í morgun. Hann sá fréttina og sagði við mig: Ég vissi ekki að þú hafir gert þetta, ég var búinn að velta þessu fyrir mér,“ segir Gunnar. Verk Gunnars Jónssonar, Guggugulur, sem hvarf á Akureyri.Gunnar Jónsson „Það er gott að vita að henni var ekki stolið. Þessi frétt greinilega skilaði sér vel.“ Gunnar segir í samtali við Vísi að hann sé hæstánægður með fundinn. Það liggi þó ekki fyrir hvort Guggugulur fari aftur heim á Ísafjörð og gæti verkið því fylgt í fótspor Guðbjargarinnar - Guggunnar - sjálfrar. Þannig að Guggugulur skilar sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman? „Það er aldrei að vita, kannski verður hún bara hjá tengdapabba fyrir norðan. En hún er allavega komin í réttar hendur.“ Myndlist Akureyri Ísafjarðarbær Söfn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í morgun að ljósmyndin Guggugulur hafi horfið á Akureyri árið 2016 og aldrei skilað sér heim til Ísafjarðar. Liturinn var á sínum tíma blandaður eftir gula litnum sem einkenndi togarann Guðbjörgina ÍS sem seld var frá Ísafirði til sjávarútvegsfélagsins Samherja árið 1997. Þrátt fyrir loforð um að Guðbjörgin yrði gerð út frá Ísafirði eftir kaupin fór svo að hún var seld til Þýskalands tveimur árum síðar og Guðbjörgin sigldi aldrei aftur í höfn á Ísafirði. Árið 2016 hélt myndlistarmaðurinn Gunnar Jónsson sýningu á Akureyri og sýndi þar verkið Flaggskip, sem ljósmyndin af málningunni er hluti af. Eftir að sýningunni lauk skilaði myndin sér þó aldrei aftur til Ísafjarðar og var týnd á Akureyri þar til í morgun. Ljósmyndin fannst nefnilega á Listasafninu á Akureyri en hún hafði horfið inn í geymslu eftir endurbætur á safninu. „Hún hafði týnst þarna á milli annarra verka, eins og mig grunaði, þegar þau voru að gera upp safnið. Svo hringdi safnstjórinn í mig strax í morgun. Hann sá fréttina og sagði við mig: Ég vissi ekki að þú hafir gert þetta, ég var búinn að velta þessu fyrir mér,“ segir Gunnar. Verk Gunnars Jónssonar, Guggugulur, sem hvarf á Akureyri.Gunnar Jónsson „Það er gott að vita að henni var ekki stolið. Þessi frétt greinilega skilaði sér vel.“ Gunnar segir í samtali við Vísi að hann sé hæstánægður með fundinn. Það liggi þó ekki fyrir hvort Guggugulur fari aftur heim á Ísafjörð og gæti verkið því fylgt í fótspor Guðbjargarinnar - Guggunnar - sjálfrar. Þannig að Guggugulur skilar sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman? „Það er aldrei að vita, kannski verður hún bara hjá tengdapabba fyrir norðan. En hún er allavega komin í réttar hendur.“
Myndlist Akureyri Ísafjarðarbær Söfn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira