Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2022 07:14 Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku í Mjóafirði, skellihlæjandi. Einar Árnason „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. Í þættinum Um land allt, sem frumsýndur verður á Stöð 2 á mánudagskvöld, skyggnumst við inn í líf Mjófirðinga að vetri. Til að komast þangað förum við sjóleiðina frá Norðfirði en á bryggjunni í Brekkuþorpi tekur Sigfús á móti okkur. Úr Mjóafirði.Einar Árnason Mjóifjörður, sem liggur milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, var sjálfstætt sveitarfélag þar til hann sameinaðist Fjarðabyggð árið 2006. Sigfús var einmitt síðasti oddviti Mjófirðinga en hann er sonur frægasta Mjófirðings fyrr og síðar, Vilhjálms Hjálmarssonar, alþingismanns og ráðherra. Mjóafjarðarferjan Björgvin að leggja upp í áætlunarferð til Norðfjarðar.Einar Árnason Mjóifjörður hefur þá sérstöðu austfirskra byggða að þangað er ófært landleiðina yfir vetrarmánuði. Átta mánuði ársins búa íbúar við ferjusiglingar tvisvar í viku til Neskaupstaðar, sem jafnframt eru búðarferðir. Helena Lind Svansdóttir og sonur hennar, Alex Birgisson, dvöldu í Mjóafirði sem ferðamenn.Einar Árnason Við verðum hissa á að hitta á ferðamenn í firðinum um hávetur, mæðginin Helenu Lind Svansdóttur og sautján ára son hennar, Alex Birgisson. Þau dvelja í húsi sem afi hennar byggði og er núna ættaróðal fjölskyldunnar. „Þetta er bara paradís á jörðu að vera hérna,“ segir Helena Lind en þau létu ekki langt ferðalag að sunnan hindra sig. Fyrst var það flug til Egilsstaða, síðan rúta til Neskaupstaðar og loks ferjan til Mjóafjarðar. Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri.Einar Árnason Fjöldi báta í höfninni í þessari ellefu manna byggð vekur athygli okkar. Þar segir Sævar Egilsson okkur frá bátaeign Mjófirðinga. Sævar og eiginkona hans, Erna Óladóttir, gera bæði út fiskibát og ferjuna Björgvin og reka auk þess litla fiskvinnslu í Brekkuþorpi. Fjögur ár eru frá því síðast var kennt í grunnskóla Mjófirðinga í Sólbrekku. Dóttir þeirra Ernu og Sævars var síðasti nemandi skólans og Erna kenndi dóttur sinni. Erna Ólöf Óladóttir er vinnslustjóri Hafarnar SU, fiskvinnslunnar í Mjóafirði.Einar Árnason Í Mjóafirði hittum við líka íslensk-mexíkóska fjölskyldu. Hjónin Alexandra Dögg Sigurðardóttir frá Hornafirði og Alexis Tavera frá Mexíkó réðu sig til Sævars og Ernu í sjómennsku og fiskvinnslu og fluttu tímabundið austur ásamt fjögurra ára dóttur, Lunu Nótt. Vegna hennar var sett á stofn sérstök leikskóladeild í Mjóafirði. Alexandra Dögg Sigurðardóttir frá Hornafirði og Alexis Tavera frá Mexíkó ásamt dótturinni Lunu Nótt. Við heimsækjum Dalatanga, austasta byggða ból landsins, en þar búa mæðgurnar Marsibil Erlendsdóttir og dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir. Þær reka sauðfjárbú, rækta smalahunda og halda nokkur hross, auk þess að sinna vitavörslu og veðurþjónustu. Mæðgurnar á Dalatanga, Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir og Marsibil Erlendsdóttir.Einar Árnason Saga fjölskyldunnar sem vitavarða á Dalatanga er orðin býsna löng, nær aftur til ársins 1968 þegar foreldrar Marsibilar fluttu austur frá Siglunesi. Formlega er enginn lengur með starfsheitið vitavörður á Íslandi, Marsibil kallast vitagæslumaður. Þátturinn um Mjóafjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.05. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00 Minningarrit Villa á Brekku Hundrað ár eru í dag frá fæðingu Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku í Mjóafirði, ráðherra. Í tilefni þess kemur út bók eftir hann, Örnefni Mjóafjarðar. 20. september 2014 17:00 Vilhjálmur Hjálmarsson látinn Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést á Brekku í Mjóafirði í gær á sínu hundraðasta aldursári. 15. júlí 2014 11:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Í þættinum Um land allt, sem frumsýndur verður á Stöð 2 á mánudagskvöld, skyggnumst við inn í líf Mjófirðinga að vetri. Til að komast þangað förum við sjóleiðina frá Norðfirði en á bryggjunni í Brekkuþorpi tekur Sigfús á móti okkur. Úr Mjóafirði.Einar Árnason Mjóifjörður, sem liggur milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, var sjálfstætt sveitarfélag þar til hann sameinaðist Fjarðabyggð árið 2006. Sigfús var einmitt síðasti oddviti Mjófirðinga en hann er sonur frægasta Mjófirðings fyrr og síðar, Vilhjálms Hjálmarssonar, alþingismanns og ráðherra. Mjóafjarðarferjan Björgvin að leggja upp í áætlunarferð til Norðfjarðar.Einar Árnason Mjóifjörður hefur þá sérstöðu austfirskra byggða að þangað er ófært landleiðina yfir vetrarmánuði. Átta mánuði ársins búa íbúar við ferjusiglingar tvisvar í viku til Neskaupstaðar, sem jafnframt eru búðarferðir. Helena Lind Svansdóttir og sonur hennar, Alex Birgisson, dvöldu í Mjóafirði sem ferðamenn.Einar Árnason Við verðum hissa á að hitta á ferðamenn í firðinum um hávetur, mæðginin Helenu Lind Svansdóttur og sautján ára son hennar, Alex Birgisson. Þau dvelja í húsi sem afi hennar byggði og er núna ættaróðal fjölskyldunnar. „Þetta er bara paradís á jörðu að vera hérna,“ segir Helena Lind en þau létu ekki langt ferðalag að sunnan hindra sig. Fyrst var það flug til Egilsstaða, síðan rúta til Neskaupstaðar og loks ferjan til Mjóafjarðar. Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri.Einar Árnason Fjöldi báta í höfninni í þessari ellefu manna byggð vekur athygli okkar. Þar segir Sævar Egilsson okkur frá bátaeign Mjófirðinga. Sævar og eiginkona hans, Erna Óladóttir, gera bæði út fiskibát og ferjuna Björgvin og reka auk þess litla fiskvinnslu í Brekkuþorpi. Fjögur ár eru frá því síðast var kennt í grunnskóla Mjófirðinga í Sólbrekku. Dóttir þeirra Ernu og Sævars var síðasti nemandi skólans og Erna kenndi dóttur sinni. Erna Ólöf Óladóttir er vinnslustjóri Hafarnar SU, fiskvinnslunnar í Mjóafirði.Einar Árnason Í Mjóafirði hittum við líka íslensk-mexíkóska fjölskyldu. Hjónin Alexandra Dögg Sigurðardóttir frá Hornafirði og Alexis Tavera frá Mexíkó réðu sig til Sævars og Ernu í sjómennsku og fiskvinnslu og fluttu tímabundið austur ásamt fjögurra ára dóttur, Lunu Nótt. Vegna hennar var sett á stofn sérstök leikskóladeild í Mjóafirði. Alexandra Dögg Sigurðardóttir frá Hornafirði og Alexis Tavera frá Mexíkó ásamt dótturinni Lunu Nótt. Við heimsækjum Dalatanga, austasta byggða ból landsins, en þar búa mæðgurnar Marsibil Erlendsdóttir og dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir. Þær reka sauðfjárbú, rækta smalahunda og halda nokkur hross, auk þess að sinna vitavörslu og veðurþjónustu. Mæðgurnar á Dalatanga, Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir og Marsibil Erlendsdóttir.Einar Árnason Saga fjölskyldunnar sem vitavarða á Dalatanga er orðin býsna löng, nær aftur til ársins 1968 þegar foreldrar Marsibilar fluttu austur frá Siglunesi. Formlega er enginn lengur með starfsheitið vitavörður á Íslandi, Marsibil kallast vitagæslumaður. Þátturinn um Mjóafjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.05. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00 Minningarrit Villa á Brekku Hundrað ár eru í dag frá fæðingu Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku í Mjóafirði, ráðherra. Í tilefni þess kemur út bók eftir hann, Örnefni Mjóafjarðar. 20. september 2014 17:00 Vilhjálmur Hjálmarsson látinn Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést á Brekku í Mjóafirði í gær á sínu hundraðasta aldursári. 15. júlí 2014 11:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00
Minningarrit Villa á Brekku Hundrað ár eru í dag frá fæðingu Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku í Mjóafirði, ráðherra. Í tilefni þess kemur út bók eftir hann, Örnefni Mjóafjarðar. 20. september 2014 17:00
Vilhjálmur Hjálmarsson látinn Vilhjálmur Hjálmarsson, bóndi, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést á Brekku í Mjóafirði í gær á sínu hundraðasta aldursári. 15. júlí 2014 11:00