Körfubolti

Strákarnir frá A­kron í stuði: Curry setti met og fékk fyrstur Kobe bikarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry með Kobe Bryant bikarinn sem hann fékk fyrir að vera mikilvægasti leikmaður Stjörnuleiks NBA í ár.
Stephen Curry með Kobe Bryant bikarinn sem hann fékk fyrir að vera mikilvægasti leikmaður Stjörnuleiks NBA í ár. AP/Charles Krupa

Strákarnir sem eru fæddir í Akron voru stærstu stjörnurnar í NBA-stjörnuleiknum í Cleveland í nótt. Stephen Curry setti nýtt met í þriggja stiga skotum og LeBron James tryggði liði LeBrons sigurinn með því að skora sigurkörfuna í lokin.

Lið LeBron James vann 163-160 sigur á liði Kevin Durant en Durant gat reyndar ekki spilað leikinn vegna meiðsla.

Stephen Curry skoraði fimmtíu stig í leiknum en hann setti met með því að skora sextán þriggja stiga körfur. Hann var líka nálægt því að slá stigametið en það á ennþá Anthony Davis sem skoraði 52 stig árið 2017.

Curry skoraði átta þriggja stiga körfur í fyrri hálfleiknum og setti síðan fimm þrista í röð snemma í þriðja leikhlutanum. Hann bætti metið þegar hann skoraði sína fimmtándu þriggja stiga körfu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Curry er valinn mikilvægastur í Stjörnuleiknum en þetta var líka í fyrsta sinn sem NBA afhenti Koby Bryant bikarinn sem sá besti í Stjörnuleiknum fær. Bikarinn var kynntur fyrir nokkrum vikum og er hin glæsilegasti enda til minningar um magnaðan körfuboltamann.

LeBron James skoraði tilþrifamikla sigurkörfu í lokin og endaði leikinn með 24 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Giannis Antetokounmpo var samt næststigahæstur með auk 12 frákasta og 6 stoðsendingar.

Nikola Jokic var nálægt þrennu með 10 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar og Cleveland-maðurinn Darius Garland skoraði 13 stig.

Með þessum sigri er LeBron búinn að vinn alla fimm leikina síðan að núverandi fyrirkomulag var tekið upp. Lið Lebrons er því áfram taplaust í Stjörnuleiknun.

Joel Embiid var atkvæðamestur hjá liði Durant með 36 stig og 10 fráköst, Devin Booker skoraði 24 stig og Lamelo Ball var með 18 stig á 22 mínútum. Dejounte Murray skoraði 17 stig og Trae Young var með 13 stig og 10 stoðsendingar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×