Strákarnir frá Akron í stuði: Curry setti met og fékk fyrstur Kobe bikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 07:30 Stephen Curry með Kobe Bryant bikarinn sem hann fékk fyrir að vera mikilvægasti leikmaður Stjörnuleiks NBA í ár. AP/Charles Krupa Strákarnir sem eru fæddir í Akron voru stærstu stjörnurnar í NBA-stjörnuleiknum í Cleveland í nótt. Stephen Curry setti nýtt met í þriggja stiga skotum og LeBron James tryggði liði LeBrons sigurinn með því að skora sigurkörfuna í lokin. Lið LeBron James vann 163-160 sigur á liði Kevin Durant en Durant gat reyndar ekki spilað leikinn vegna meiðsla. 16 threes.In one game.@StephenCurry30 went off for 50 POINTS and shattered the #NBAAllStar record for threes to lift #TeamLeBron and take home the #KiaAllStarMVP Kobe Bryant trophy! pic.twitter.com/S7ZTXatg0G— NBA (@NBA) February 21, 2022 Stephen Curry skoraði fimmtíu stig í leiknum en hann setti met með því að skora sextán þriggja stiga körfur. Hann var líka nálægt því að slá stigametið en það á ennþá Anthony Davis sem skoraði 52 stig árið 2017. Curry skoraði átta þriggja stiga körfur í fyrri hálfleiknum og setti síðan fimm þrista í röð snemma í þriðja leikhlutanum. Hann bætti metið þegar hann skoraði sína fimmtándu þriggja stiga körfu. Þetta er í fyrsta sinn sem Curry er valinn mikilvægastur í Stjörnuleiknum en þetta var líka í fyrsta sinn sem NBA afhenti Koby Bryant bikarinn sem sá besti í Stjörnuleiknum fær. Bikarinn var kynntur fyrir nokkrum vikum og er hin glæsilegasti enda til minningar um magnaðan körfuboltamann. 24 points for @KingJames Game-winner in front of the Cleveland fans #TeamLeBron remains undefeated (5-0)LeBron's 18th #NBAAllStarGame was SPECIAL. pic.twitter.com/zVyyBNaEaw— NBA (@NBA) February 21, 2022 LeBron James skoraði tilþrifamikla sigurkörfu í lokin og endaði leikinn með 24 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Giannis Antetokounmpo var samt næststigahæstur með auk 12 frákasta og 6 stoðsendingar. Nikola Jokic var nálægt þrennu með 10 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar og Cleveland-maðurinn Darius Garland skoraði 13 stig. 360 x Ja Morant #PhantomCam pic.twitter.com/FffaNpuDaU— NBA (@NBA) February 21, 2022 Með þessum sigri er LeBron búinn að vinn alla fimm leikina síðan að núverandi fyrirkomulag var tekið upp. Lið Lebrons er því áfram taplaust í Stjörnuleiknun. Joel Embiid var atkvæðamestur hjá liði Durant með 36 stig og 10 fráköst, Devin Booker skoraði 24 stig og Lamelo Ball var með 18 stig á 22 mínútum. Dejounte Murray skoraði 17 stig og Trae Young var með 13 stig og 10 stoðsendingar. @StephenCurry30 is presented The Kobe Bryant Trophy! #KiaAllStarMVP #NBAAllStar pic.twitter.com/EndaXKrBBv— NBA (@NBA) February 21, 2022 NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Lið LeBron James vann 163-160 sigur á liði Kevin Durant en Durant gat reyndar ekki spilað leikinn vegna meiðsla. 16 threes.In one game.@StephenCurry30 went off for 50 POINTS and shattered the #NBAAllStar record for threes to lift #TeamLeBron and take home the #KiaAllStarMVP Kobe Bryant trophy! pic.twitter.com/S7ZTXatg0G— NBA (@NBA) February 21, 2022 Stephen Curry skoraði fimmtíu stig í leiknum en hann setti met með því að skora sextán þriggja stiga körfur. Hann var líka nálægt því að slá stigametið en það á ennþá Anthony Davis sem skoraði 52 stig árið 2017. Curry skoraði átta þriggja stiga körfur í fyrri hálfleiknum og setti síðan fimm þrista í röð snemma í þriðja leikhlutanum. Hann bætti metið þegar hann skoraði sína fimmtándu þriggja stiga körfu. Þetta er í fyrsta sinn sem Curry er valinn mikilvægastur í Stjörnuleiknum en þetta var líka í fyrsta sinn sem NBA afhenti Koby Bryant bikarinn sem sá besti í Stjörnuleiknum fær. Bikarinn var kynntur fyrir nokkrum vikum og er hin glæsilegasti enda til minningar um magnaðan körfuboltamann. 24 points for @KingJames Game-winner in front of the Cleveland fans #TeamLeBron remains undefeated (5-0)LeBron's 18th #NBAAllStarGame was SPECIAL. pic.twitter.com/zVyyBNaEaw— NBA (@NBA) February 21, 2022 LeBron James skoraði tilþrifamikla sigurkörfu í lokin og endaði leikinn með 24 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Giannis Antetokounmpo var samt næststigahæstur með auk 12 frákasta og 6 stoðsendingar. Nikola Jokic var nálægt þrennu með 10 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar og Cleveland-maðurinn Darius Garland skoraði 13 stig. 360 x Ja Morant #PhantomCam pic.twitter.com/FffaNpuDaU— NBA (@NBA) February 21, 2022 Með þessum sigri er LeBron búinn að vinn alla fimm leikina síðan að núverandi fyrirkomulag var tekið upp. Lið Lebrons er því áfram taplaust í Stjörnuleiknun. Joel Embiid var atkvæðamestur hjá liði Durant með 36 stig og 10 fráköst, Devin Booker skoraði 24 stig og Lamelo Ball var með 18 stig á 22 mínútum. Dejounte Murray skoraði 17 stig og Trae Young var með 13 stig og 10 stoðsendingar. @StephenCurry30 is presented The Kobe Bryant Trophy! #KiaAllStarMVP #NBAAllStar pic.twitter.com/EndaXKrBBv— NBA (@NBA) February 21, 2022
NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum