Er lögreglan yfir gagnrýni hafin? Rúnar Freyr Júlíusson skrifar 21. febrúar 2022 12:01 Ég var einn af þeim fjölmörgu sem saman unnu að því að efla til mótmæla nú um helgina, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Mótmælin, bæði sunnan og norðan heiða, fóru fram á friðsælan hátt. Þess vegna þykir mér afskaplega skrýtið að vera einn af þeim sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sakar um að vega að störfum lögreglu. Í sakleysi mínu taldi ég að um helgina hefðum við verið að nýta málfrelsi okkar í lýðræðisríki, en málið er greinilega ekki svo einfalt. Sjáðu til, lögreglan hefur engan eiginleika til þess að vinna sína vinnu ef múgurinn dirfist til þess að segja sína skoðun á aðgerðum hennar. Mikið er ég feginn að Brynjar fræddi mig í þessum málum. Brynjar sjálfur, sem og Bjarni Benediktsson, hafa varpað fram þeirri spurningu um hvort að blaðamenn séu yfir lög hafnir. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ásamt fleirum, virðist þó sjálfur halda að lögreglan sé yfir gagnrýni hafin. Að það stofni lögreglunni sem stofnun einhvern veginn í hættu að tjá sig um störf hennar. Af spurningunum tveimur tel ég þessa mun mikilvægari og viðhorf Brynjars gagnvart henni hreinlega stórhættulegt. Af öllum stofnunum samfélagsins er það lögreglan sem brýnast er að almenningur hafi eftirlit með. Þegar það reynist nauðsynlegt í þágu samfélagsins að svipta fólk frelsi eða beita það líkamlegu valdi í nafni ríkisins er lögreglan ein með leyfi til þess. Þetta hlutverk má teljast nauðsynlegt, en það gefur auga leið að slíkt vald er vandmeðfarið og auðvelt að misnota. Viljum við búa í samfélagi þar sem lögreglan þarf ekki að svara til almennings? Þar sem góður samfélagsþegn er sá sem þegir og hlýðir, sama hvað gengur á? Slík samfélög er að finna víða um heim og ég leyfi mér að efast um að lesendur séu æstir í að flytja til þeirra ríkja. Ég er ekki sannfærður um að ég geti sagt það sama um aðstoðarmann dómsmálaráðherra. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Samherjaskjölin Lögreglan Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég var einn af þeim fjölmörgu sem saman unnu að því að efla til mótmæla nú um helgina, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Mótmælin, bæði sunnan og norðan heiða, fóru fram á friðsælan hátt. Þess vegna þykir mér afskaplega skrýtið að vera einn af þeim sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sakar um að vega að störfum lögreglu. Í sakleysi mínu taldi ég að um helgina hefðum við verið að nýta málfrelsi okkar í lýðræðisríki, en málið er greinilega ekki svo einfalt. Sjáðu til, lögreglan hefur engan eiginleika til þess að vinna sína vinnu ef múgurinn dirfist til þess að segja sína skoðun á aðgerðum hennar. Mikið er ég feginn að Brynjar fræddi mig í þessum málum. Brynjar sjálfur, sem og Bjarni Benediktsson, hafa varpað fram þeirri spurningu um hvort að blaðamenn séu yfir lög hafnir. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ásamt fleirum, virðist þó sjálfur halda að lögreglan sé yfir gagnrýni hafin. Að það stofni lögreglunni sem stofnun einhvern veginn í hættu að tjá sig um störf hennar. Af spurningunum tveimur tel ég þessa mun mikilvægari og viðhorf Brynjars gagnvart henni hreinlega stórhættulegt. Af öllum stofnunum samfélagsins er það lögreglan sem brýnast er að almenningur hafi eftirlit með. Þegar það reynist nauðsynlegt í þágu samfélagsins að svipta fólk frelsi eða beita það líkamlegu valdi í nafni ríkisins er lögreglan ein með leyfi til þess. Þetta hlutverk má teljast nauðsynlegt, en það gefur auga leið að slíkt vald er vandmeðfarið og auðvelt að misnota. Viljum við búa í samfélagi þar sem lögreglan þarf ekki að svara til almennings? Þar sem góður samfélagsþegn er sá sem þegir og hlýðir, sama hvað gengur á? Slík samfélög er að finna víða um heim og ég leyfi mér að efast um að lesendur séu æstir í að flytja til þeirra ríkja. Ég er ekki sannfærður um að ég geti sagt það sama um aðstoðarmann dómsmálaráðherra. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar