„Lífið er ekki alltaf prumpandi glimmer“ Elísabet Hanna skrifar 22. febrúar 2022 11:30 Rakel gekk á vegg eftir leiklistarnámið. Aðsend Rakel Sigurðardóttir sneri við blaðinu eftir að hún útskrifaðist sem leikkona, skipti um stefnu og lærði að verða andlegur einkaþjálfari. Hún tók þessa ákvörðun eftir að eigin vanlíðan byrjaði að gera vart við sig og sér ekki eftir því í dag. Í náminu felst fyrst og fremst mikil og djúp innri sjálfsvinna sem hefur verið henni dýrmæt. Hún segir lífið ekki alltaf vera prumpandi glimmer en það þurfi heldur ekki að vera þjáning. Leiklistarnámið opnaði á mikla naflaskoðun „Eigin vanlíðan leiddi mig á þessa braut. Ég hef alltaf munað eftir mér með lítið sem ekkert sjálfstraust, enga trú á sjálfri mér og bara alltaf þótt ég síðri en næsti maður. Svo þegar ég fer í leiklistarnám í London að þá datt ég enn dýpra í þessa vanlíðan og námið reyndist mér mjög erfitt, andlega sem og líkamlega.“ View this post on Instagram A post shared by Rakel andlegur einkaþjálfari (@rakelandlegureinkathjalfari) Segir Rakel um námið sem hún fór í út í London en myndi þó ekki breyta neinu. „Þetta voru bestu og mest krefjandi ár lífs míns en vá hvað ég myndi ekki vilja breyta neinu, ég segi alltaf að allir ættu að skella sér í leiklistarnám, bara til þess að kynnast sér og upplifa þessa svakalegu naflaskoðun sem fer þar fram, sem er ótrúlega dýrmæt.“ View this post on Instagram A post shared by Rakel andlegur einkaþjálfari (@rakelandlegureinkathjalfari) Gekk á vegg eftir námið Rakel upplifði mikinn kvíða á þessum tíma og kvíðaköstin urðu alltaf fleiri og fleiri. Hún segir aldrei hafa verið sett neitt spurningarmerki við þessa líðan í leiklistarnáminu þar sem það sé svolítið þekkt að námið sé krefjandi. Hún segir námið brjóta mann niður áður en það byggir mann upp en sjálf upplifði hún aldrei uppbygginguna. „Svo þegar ég útskrifast kunni ég ekkert á allar þessar tilfinningar sem búið var að galopna fyrir og gekk þá á minn vegg.“ Þegar Rakel hafði komið heim í sumarfrí úr náminu hafði hún reglulega leitað til Hrafnhildar hjá Andlegri einkaþjálfun, enda haft mikinn áhuga á andlegri líðan síðan hún var ung. Eftir útskriftina úr leiklistinni náði hún sínum botni og byrjaði að huga að andlegu heilsunni af fullum krafti. Þá sá hún auglýst kennaranám í andlegri einkaþjálfun og fann strax að það væri fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Rakel andlegur einkaþjálfari (@rakelandlegureinkathjalfari) „Þetta var stórt skref út fyrir þægindaramman en ég fann að þetta var eitthvað fyrir mig og skellti mér í það og er þetta besta fjárfesting sem ég hef gefið mér. Ég hélt áfram vinna í eigin heilsu í náminu og lærði einnig að miðla til annara. Svo heldur sjálfsræktin út lífið, það er engin endastöð.“ Sjálf byrjuð að kenna Rakel útskrifaðist úr náminu í fyrra og er hún sjálf byrjuð að taka að sér skjólstæðinga ásamt því að vera gestakennari hjá Andlegri einkaþjálfun, þar sem Rakel var í náminu. Hún nýtur þess að fylgjast með fleirum andlegum einkaþjálfurum springa út og blómstra á sinn einstaka hátt. Sjálf útskrifaðist hún úr fyrsta hópnum ásamt sjö öðrum konum en það styttist í útskrift hjá öðrum hóp. Hún segir fallegt samfélag af andlegum einkaþjálfurum vera að myndast á landinu. View this post on Instagram A post shared by Rakel andlegur einkaþjálfari (@rakelandlegureinkathjalfari) Gamlir lyklar opna ekki nýjar dyr Aðspurð hvernig slík þjálfun fari fram segir Rakel það mikilvægt að manneskjan sé tilbúin að vinna í sér og gefa sér tímann sem það tekur að byggju upp gott andlegt þol. „Ég get ekki labbað fyrir þig en ég get labbað með þér, gefið þér verkfæri og hvatningu í átt að þér sjálfri og í átt að því góða lífi sem þú átt svo sannarlega skilið,“ segir Rakel sem bætir því við að allir eigi rétt á því að vinna í sér, sama hver fyrri saga einstaklingsins er. View this post on Instagram A post shared by Rakel andlegur einkaþjálfari (@rakelandlegureinkathjalfari) „Það er svo mikið norm að huga að góðu mataræði og hreyfa sig reglulega en svo gleymum við að skoða okkar innri heim, bakpokinn okkar fyllist af allskonar óuppgerðum tilfinningum og við erum oft á tíðum að takmarka okkur og okkar líf óþarflega mikið.“ Rakel vill hvetja alla til þess að rækta andlegu hliðina á sama tíma og þá líkamlegu og muna að huga vel að sér. Hún segir að Covid hafa kennt okkur að hægja aðeins á okkur þar sem hraðinn í dag sé svakalegur og taki meira en hann gefur. Heilsa Tengdar fréttir Vellíðan fylgir betra úthaldi og styrk World Class býður fjölbreytt æfingaform. 30. desember 2021 13:56 Skammdegið - þú veist Hitti gamla skólasystur um daginn. Hún var döpur “skammdegið þú veist”, sagði hún. Talið barst að ýmsu og meðal annars að hjólreiðunum mínum og ég sagði henni að allt mitt hreyfinga brölt héldi minni geðheilsu fyrir ofan frostmark á þessum árstíma - mér liði aldrei betur en eftir góða æfingu. 15. desember 2021 12:00 Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður „Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna. 16. september 2021 07:01 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Fleiri fréttir Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Sjá meira
Leiklistarnámið opnaði á mikla naflaskoðun „Eigin vanlíðan leiddi mig á þessa braut. Ég hef alltaf munað eftir mér með lítið sem ekkert sjálfstraust, enga trú á sjálfri mér og bara alltaf þótt ég síðri en næsti maður. Svo þegar ég fer í leiklistarnám í London að þá datt ég enn dýpra í þessa vanlíðan og námið reyndist mér mjög erfitt, andlega sem og líkamlega.“ View this post on Instagram A post shared by Rakel andlegur einkaþjálfari (@rakelandlegureinkathjalfari) Segir Rakel um námið sem hún fór í út í London en myndi þó ekki breyta neinu. „Þetta voru bestu og mest krefjandi ár lífs míns en vá hvað ég myndi ekki vilja breyta neinu, ég segi alltaf að allir ættu að skella sér í leiklistarnám, bara til þess að kynnast sér og upplifa þessa svakalegu naflaskoðun sem fer þar fram, sem er ótrúlega dýrmæt.“ View this post on Instagram A post shared by Rakel andlegur einkaþjálfari (@rakelandlegureinkathjalfari) Gekk á vegg eftir námið Rakel upplifði mikinn kvíða á þessum tíma og kvíðaköstin urðu alltaf fleiri og fleiri. Hún segir aldrei hafa verið sett neitt spurningarmerki við þessa líðan í leiklistarnáminu þar sem það sé svolítið þekkt að námið sé krefjandi. Hún segir námið brjóta mann niður áður en það byggir mann upp en sjálf upplifði hún aldrei uppbygginguna. „Svo þegar ég útskrifast kunni ég ekkert á allar þessar tilfinningar sem búið var að galopna fyrir og gekk þá á minn vegg.“ Þegar Rakel hafði komið heim í sumarfrí úr náminu hafði hún reglulega leitað til Hrafnhildar hjá Andlegri einkaþjálfun, enda haft mikinn áhuga á andlegri líðan síðan hún var ung. Eftir útskriftina úr leiklistinni náði hún sínum botni og byrjaði að huga að andlegu heilsunni af fullum krafti. Þá sá hún auglýst kennaranám í andlegri einkaþjálfun og fann strax að það væri fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Rakel andlegur einkaþjálfari (@rakelandlegureinkathjalfari) „Þetta var stórt skref út fyrir þægindaramman en ég fann að þetta var eitthvað fyrir mig og skellti mér í það og er þetta besta fjárfesting sem ég hef gefið mér. Ég hélt áfram vinna í eigin heilsu í náminu og lærði einnig að miðla til annara. Svo heldur sjálfsræktin út lífið, það er engin endastöð.“ Sjálf byrjuð að kenna Rakel útskrifaðist úr náminu í fyrra og er hún sjálf byrjuð að taka að sér skjólstæðinga ásamt því að vera gestakennari hjá Andlegri einkaþjálfun, þar sem Rakel var í náminu. Hún nýtur þess að fylgjast með fleirum andlegum einkaþjálfurum springa út og blómstra á sinn einstaka hátt. Sjálf útskrifaðist hún úr fyrsta hópnum ásamt sjö öðrum konum en það styttist í útskrift hjá öðrum hóp. Hún segir fallegt samfélag af andlegum einkaþjálfurum vera að myndast á landinu. View this post on Instagram A post shared by Rakel andlegur einkaþjálfari (@rakelandlegureinkathjalfari) Gamlir lyklar opna ekki nýjar dyr Aðspurð hvernig slík þjálfun fari fram segir Rakel það mikilvægt að manneskjan sé tilbúin að vinna í sér og gefa sér tímann sem það tekur að byggju upp gott andlegt þol. „Ég get ekki labbað fyrir þig en ég get labbað með þér, gefið þér verkfæri og hvatningu í átt að þér sjálfri og í átt að því góða lífi sem þú átt svo sannarlega skilið,“ segir Rakel sem bætir því við að allir eigi rétt á því að vinna í sér, sama hver fyrri saga einstaklingsins er. View this post on Instagram A post shared by Rakel andlegur einkaþjálfari (@rakelandlegureinkathjalfari) „Það er svo mikið norm að huga að góðu mataræði og hreyfa sig reglulega en svo gleymum við að skoða okkar innri heim, bakpokinn okkar fyllist af allskonar óuppgerðum tilfinningum og við erum oft á tíðum að takmarka okkur og okkar líf óþarflega mikið.“ Rakel vill hvetja alla til þess að rækta andlegu hliðina á sama tíma og þá líkamlegu og muna að huga vel að sér. Hún segir að Covid hafa kennt okkur að hægja aðeins á okkur þar sem hraðinn í dag sé svakalegur og taki meira en hann gefur.
Heilsa Tengdar fréttir Vellíðan fylgir betra úthaldi og styrk World Class býður fjölbreytt æfingaform. 30. desember 2021 13:56 Skammdegið - þú veist Hitti gamla skólasystur um daginn. Hún var döpur “skammdegið þú veist”, sagði hún. Talið barst að ýmsu og meðal annars að hjólreiðunum mínum og ég sagði henni að allt mitt hreyfinga brölt héldi minni geðheilsu fyrir ofan frostmark á þessum árstíma - mér liði aldrei betur en eftir góða æfingu. 15. desember 2021 12:00 Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður „Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna. 16. september 2021 07:01 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Fleiri fréttir Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Sjá meira
Vellíðan fylgir betra úthaldi og styrk World Class býður fjölbreytt æfingaform. 30. desember 2021 13:56
Skammdegið - þú veist Hitti gamla skólasystur um daginn. Hún var döpur “skammdegið þú veist”, sagði hún. Talið barst að ýmsu og meðal annars að hjólreiðunum mínum og ég sagði henni að allt mitt hreyfinga brölt héldi minni geðheilsu fyrir ofan frostmark á þessum árstíma - mér liði aldrei betur en eftir góða æfingu. 15. desember 2021 12:00
Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður „Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna. 16. september 2021 07:01