„Hún var ekki valin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:54 Karen Knútsdóttir er ein fárra sem hafa leikið hundrað landsleiki fyrir kvennalandsliðið í handbolta. vísir/bára Arnar Pétursson segir að Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hafi einfaldlega ekki verið valin í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tyrklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Arnar tilkynnti nítján manna æfingahóp sinn fyrir leikina tvo sem fara fram 2. og 6. mars. Sextán leikmenn eru í hóp á leikdegi. „Það er sem betur fer alltaf erfitt að velja leikmenn í þessi verkefni. Maður þarf að velta ýmsu fyrir sér,“ sagði Arnar við Vísi í dag. Íslenska liðið kemur saman á föstudaginn, æfir á laugardaginn og flýgur svo út til Tyrklands eldsnemma á sunnudaginn. „Það er verið að spila í deild og bikar á fimmtudagskvöldið og föstudagurinn fer bara í fundi og endurheimt. Við æfum tvisvar á laugardaginn og förum svo út til Istanbúl á sunnudaginn. Svo tökum við innanlandsflug til Kastamonu á mánudaginn,“ sagði Arnar. Fyrri leikurinn gegn Tyrklandi fer fram á miðvikudaginn og seinni leikurinn á Ásvöllum sunnudaginn 6. mars. Nota Söndru og Rut áfram á miðjunni Athygli vekur að Karen Knútsdóttir er ekki í hópnum. Hún er bæði einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og var fyrirliði þess um tíma. „Hún var ekki valin,“ sagði Arnar aðspurður hvort Karen sé meidd eða hafi ekki gefið kost á sér í landsliðið. „Í síðustu tveimur verkefnum höfum við notað bæði Söndru [Erlingsdóttir] og Rut [Jónsdóttur] á miðjunni og þær hafa staðið sig mjög vel. Við spilum áfram á því.“ Framtíðarleikmenn Tveir ungir leikmenn sem hafa ekki áður leikið keppnisleik með landsliðinu, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (HK) og Rakel Sara Elvarsdóttir (KA/Þór), eru í æfingahópnum. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (númer 19) lék sína fyrstu landsleiki gegn Tékkum síðasta haust.vísir/Hulda Margrét „Rakel Sara hefur staðið sig gríðarlega vel undanfarin tvö tímabil og er framtíðarleikmaður. Sama með Jóhönnu. Hún er ung, hávaxin og sterk skytta sem ég bind miklar vonir við. Við kipptum henni inn núna, komum henni aðeins nær því sem við erum að gera og hjálpum henni að taka næstu skref í þessum bolta,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram, gaf ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna og því opnaðist pláss fyrir Jóhönnu. Förum ekkert fram úr okkur Ísland er í 3. sæti riðils 6 í undankeppni EM 2022. Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 30-17, í fyrsta leik sínum en unnu svo góðan sigur á Serbum, 23-21. Hann gerir hlutina ansi áhugaverða upp á framhaldið að gera en tvö efstu liðin komast á EM. Arnar er samt með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Íslendingar fagna sigrinum á Serbum síðasta haust.vísir/Jónína „Ég er bara á sama stað og ég var áður en við fórum af stað í þessum riðli. Við náðum vissulega mjög góðum úrslitum gegn Serbum og spiluðum mjög vel þar. Við förum samt ekkert fram úr okkur. Við einbeitum okkur áfram að því að bæta okkar leik, bæði í vörn og sókn. Það er langt síðan Ísland komst á stórmót kvenna. Okkur langar þangað en gerum okkur grein fyrir því að það gæti þurft nokkur skref. Við tökum þau vonandi í réttri röð og hægt og örugglega fram á við,“ sagði Arnar. Eiga lið í Meistaradeildinni Þótt Tyrkir hafi tapað báðum leikjum sínum í riðlinum segir Arnar þá ekki vera neina aukvisa. „Þetta er verðugt verkefni og þær eru með gott lið. Það eru kannski ekki margir sem vita það að tyrkneskur kvennahandbolti hefur verið í mikilli framför og þær eiga til að mynda lið í Meistaradeild Evrópu [Kastamonu Bld. GSK] sem spilar við bestu lið í heimi nánast í hverri viku. Það er gæðastimpill,“ sagði Arnar. „Þetta verður erfitt og við þurfum að eiga okkar bestu leiki ef við ætlum að halda áfram að bæta okkur og ná góðum úrslitum.“ Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Arnar tilkynnti nítján manna æfingahóp sinn fyrir leikina tvo sem fara fram 2. og 6. mars. Sextán leikmenn eru í hóp á leikdegi. „Það er sem betur fer alltaf erfitt að velja leikmenn í þessi verkefni. Maður þarf að velta ýmsu fyrir sér,“ sagði Arnar við Vísi í dag. Íslenska liðið kemur saman á föstudaginn, æfir á laugardaginn og flýgur svo út til Tyrklands eldsnemma á sunnudaginn. „Það er verið að spila í deild og bikar á fimmtudagskvöldið og föstudagurinn fer bara í fundi og endurheimt. Við æfum tvisvar á laugardaginn og förum svo út til Istanbúl á sunnudaginn. Svo tökum við innanlandsflug til Kastamonu á mánudaginn,“ sagði Arnar. Fyrri leikurinn gegn Tyrklandi fer fram á miðvikudaginn og seinni leikurinn á Ásvöllum sunnudaginn 6. mars. Nota Söndru og Rut áfram á miðjunni Athygli vekur að Karen Knútsdóttir er ekki í hópnum. Hún er bæði einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og var fyrirliði þess um tíma. „Hún var ekki valin,“ sagði Arnar aðspurður hvort Karen sé meidd eða hafi ekki gefið kost á sér í landsliðið. „Í síðustu tveimur verkefnum höfum við notað bæði Söndru [Erlingsdóttir] og Rut [Jónsdóttur] á miðjunni og þær hafa staðið sig mjög vel. Við spilum áfram á því.“ Framtíðarleikmenn Tveir ungir leikmenn sem hafa ekki áður leikið keppnisleik með landsliðinu, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (HK) og Rakel Sara Elvarsdóttir (KA/Þór), eru í æfingahópnum. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (númer 19) lék sína fyrstu landsleiki gegn Tékkum síðasta haust.vísir/Hulda Margrét „Rakel Sara hefur staðið sig gríðarlega vel undanfarin tvö tímabil og er framtíðarleikmaður. Sama með Jóhönnu. Hún er ung, hávaxin og sterk skytta sem ég bind miklar vonir við. Við kipptum henni inn núna, komum henni aðeins nær því sem við erum að gera og hjálpum henni að taka næstu skref í þessum bolta,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram, gaf ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna og því opnaðist pláss fyrir Jóhönnu. Förum ekkert fram úr okkur Ísland er í 3. sæti riðils 6 í undankeppni EM 2022. Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 30-17, í fyrsta leik sínum en unnu svo góðan sigur á Serbum, 23-21. Hann gerir hlutina ansi áhugaverða upp á framhaldið að gera en tvö efstu liðin komast á EM. Arnar er samt með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Íslendingar fagna sigrinum á Serbum síðasta haust.vísir/Jónína „Ég er bara á sama stað og ég var áður en við fórum af stað í þessum riðli. Við náðum vissulega mjög góðum úrslitum gegn Serbum og spiluðum mjög vel þar. Við förum samt ekkert fram úr okkur. Við einbeitum okkur áfram að því að bæta okkar leik, bæði í vörn og sókn. Það er langt síðan Ísland komst á stórmót kvenna. Okkur langar þangað en gerum okkur grein fyrir því að það gæti þurft nokkur skref. Við tökum þau vonandi í réttri röð og hægt og örugglega fram á við,“ sagði Arnar. Eiga lið í Meistaradeildinni Þótt Tyrkir hafi tapað báðum leikjum sínum í riðlinum segir Arnar þá ekki vera neina aukvisa. „Þetta er verðugt verkefni og þær eru með gott lið. Það eru kannski ekki margir sem vita það að tyrkneskur kvennahandbolti hefur verið í mikilli framför og þær eiga til að mynda lið í Meistaradeild Evrópu [Kastamonu Bld. GSK] sem spilar við bestu lið í heimi nánast í hverri viku. Það er gæðastimpill,“ sagði Arnar. „Þetta verður erfitt og við þurfum að eiga okkar bestu leiki ef við ætlum að halda áfram að bæta okkur og ná góðum úrslitum.“
Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira