Áttaði sig á því að þau geta ekki flutt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 19:01 Mæðginin Emilia og Christofer. Vísir/Sigurjón Móðir drengs með alvarlega heyrnarskerðingu vill að táknmál verði skyldufag á öllum skólastigum. Fjölskyldan er utan af landi en getur nú hvergi annars staðar búið en í Reykjavík, þar sem eini skólinn með viðeigandi sérþekkingu er starfræktur. Christofer Gylfi Róbertsson er með alvarlega heyrnarskerðingu vegna veirusýkingar sem móðir hans fékk á meðgöngu. Hann fór í kuðungsígræðslu sem framkvæmd var í tveimur aðgerðum, sú seinni reyndar eftir talsverða þrautagöngu, í Svíþjóð. Christofer fékk ekki inni á leikskólanum Sólborg í Reykjavík fyrr en við þriggja ára aldur, þar sem hann fær loksins kennslu í bæði tal- og taknmáli. Hann verður sex ára í sumar og er nú með málþroska á við tveggja ára barn - og það er langur vegur framundan. „Hann virðist dragast meira að táknmálinu og honum líður ofboðslega vel í táknmálinu, hann er mjög sjónrænn,“ segir Emila C. Gylfadóttir, móðir Christofers. Telur það mjög gerlegt að taka upp táknmálskennslu Emilia segir þungu fargi af sér létt að Christofer fái loksins kennslu og úrræði við hæfi. En það breyti því ekki að enginn í fjölskyldunni skilji eða tali táknmál. Christofer hafi margoft reynt að gera sig skiljanlegan - og foreldrarnir þurft að giska á hvað hann meini. Stundum hafi þeim hreinlega ekki tekist að ráða sig fram úr því. Emilia furðar sig á því hversu lítið sé lagt upp úr táknmáli í skólakerfinu í ljósi þess að allt að 20 þúsund Íslendinga séu heyrnarskertir. „Ég vil að það verði tekin upp táknmálskennsla í öllum grunnskólum, menntaskólum, háskólum á landinu og ég held að það sé bara mjög gerlegt. En við hefðum getað verið komin miklu lengra og mér finnst ekki afsökun að segja þetta er svo lítill hópur, alls ekki. Þetta er íslenskt mál og við erum á Íslandi,“ segir Emilia. Fjölskyldan er utan af landi en býr í Kópavogi og Christofer hefur eins og sakir standa ekki val um annað en að sækja leikskóla og grunnskóla í hlíðunum. „Við höfum ekki baklandið hér heldur. Og það er ekkert svo langt síðan ég áttaði mig á því að við höfum ekki val um að flytja neitt annað. Ef það væri eitthvert annað væri það bara erlendis,“ segir Emilia. Táknmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Christofer Gylfi Róbertsson er með alvarlega heyrnarskerðingu vegna veirusýkingar sem móðir hans fékk á meðgöngu. Hann fór í kuðungsígræðslu sem framkvæmd var í tveimur aðgerðum, sú seinni reyndar eftir talsverða þrautagöngu, í Svíþjóð. Christofer fékk ekki inni á leikskólanum Sólborg í Reykjavík fyrr en við þriggja ára aldur, þar sem hann fær loksins kennslu í bæði tal- og taknmáli. Hann verður sex ára í sumar og er nú með málþroska á við tveggja ára barn - og það er langur vegur framundan. „Hann virðist dragast meira að táknmálinu og honum líður ofboðslega vel í táknmálinu, hann er mjög sjónrænn,“ segir Emila C. Gylfadóttir, móðir Christofers. Telur það mjög gerlegt að taka upp táknmálskennslu Emilia segir þungu fargi af sér létt að Christofer fái loksins kennslu og úrræði við hæfi. En það breyti því ekki að enginn í fjölskyldunni skilji eða tali táknmál. Christofer hafi margoft reynt að gera sig skiljanlegan - og foreldrarnir þurft að giska á hvað hann meini. Stundum hafi þeim hreinlega ekki tekist að ráða sig fram úr því. Emilia furðar sig á því hversu lítið sé lagt upp úr táknmáli í skólakerfinu í ljósi þess að allt að 20 þúsund Íslendinga séu heyrnarskertir. „Ég vil að það verði tekin upp táknmálskennsla í öllum grunnskólum, menntaskólum, háskólum á landinu og ég held að það sé bara mjög gerlegt. En við hefðum getað verið komin miklu lengra og mér finnst ekki afsökun að segja þetta er svo lítill hópur, alls ekki. Þetta er íslenskt mál og við erum á Íslandi,“ segir Emilia. Fjölskyldan er utan af landi en býr í Kópavogi og Christofer hefur eins og sakir standa ekki val um annað en að sækja leikskóla og grunnskóla í hlíðunum. „Við höfum ekki baklandið hér heldur. Og það er ekkert svo langt síðan ég áttaði mig á því að við höfum ekki val um að flytja neitt annað. Ef það væri eitthvert annað væri það bara erlendis,“ segir Emilia.
Táknmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent