Guðmundur á leiðinni til Álaborgar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 18:30 Guðmundur Þórarinsson í vináttulandsleik Íslands og Póllands á síðasta ári. Getty/Mateusz Slodkowski Íslenski landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson er lentur í Álaborg og mun skrifa undir samning við knattspyrnufélagið þar í bæ á næstu dögum. Frá þessu greindi fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason á Twitter-síðu sinni í dag. Samkvæmt færslu Ríkharðs, eða Rikka G eins og hann er nær alltaf kallaður, er hinn 29 ára gamli Guðmundur mættur til Danmerkur eftir veru sína í Bandaríkjunum. Hann er samningslaus eftir að hafa orðið meistari með New York City á síðustu leiktíð í MLS-deildinni. Gummi Tóta lentur í Álaborg og er á leið í viðræður og læknisskoðun hjá félaginu.— Rikki G (@RikkiGje) February 21, 2022 Guðmundur hefur verið að leita sér að liði og virðist nú vera á leið í dönsku úrvalsdeildina í annað sinn en hann lék með FC Nordsjælland tímabilið 2015 til 2016. Hvort hinn örvfætti Selfyssingur sé á leið til Danmerkur sem miðjumaður eða vinstri bakvörður er óvitað en hann hefur hægt og rólega færst sig aftar á völlinn með árunum. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu og lék til að mynda með því í efstu deild karla sumarið 2010. Þaðan lá leiðin til ÍBV og svo til Noregs eftir tímabilið 2012. Síðan þá hefur Guðmundur verið í atvinnumennsku og yrði Álaborg hans sjötta félag á þeim tíma. Hann fór frá ÍBV til Sarpsborg 08 í Noregi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku áður en ferðinni var heitið til Noregs á nýjan leik, að þessu sinni var það Rosenborg sem keypti kauða. Ári síðar var Guðmundur kominn til Norrköping í Svíþjóð og svo til New York City í janúar 2020. Nú virðist allt benda til þess að hann sé á leið til Danmerkur á nýjan leik. Álaborg hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni og vann til að mynda topplið Midtjylland 2-0 á útivelli er danska deildin fór af stað á nýjan leik eftir vetrarfrí. Liðið situr í 4. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki, fimm stigum minna en topplið FC Kaupmannahöfn. Guðmundur hefur leikið 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þar af fimm í síðustu undankeppni. Gætu leikirnir því orðið töluvert fleiri á næstu árum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast Sjá meira
Samkvæmt færslu Ríkharðs, eða Rikka G eins og hann er nær alltaf kallaður, er hinn 29 ára gamli Guðmundur mættur til Danmerkur eftir veru sína í Bandaríkjunum. Hann er samningslaus eftir að hafa orðið meistari með New York City á síðustu leiktíð í MLS-deildinni. Gummi Tóta lentur í Álaborg og er á leið í viðræður og læknisskoðun hjá félaginu.— Rikki G (@RikkiGje) February 21, 2022 Guðmundur hefur verið að leita sér að liði og virðist nú vera á leið í dönsku úrvalsdeildina í annað sinn en hann lék með FC Nordsjælland tímabilið 2015 til 2016. Hvort hinn örvfætti Selfyssingur sé á leið til Danmerkur sem miðjumaður eða vinstri bakvörður er óvitað en hann hefur hægt og rólega færst sig aftar á völlinn með árunum. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu og lék til að mynda með því í efstu deild karla sumarið 2010. Þaðan lá leiðin til ÍBV og svo til Noregs eftir tímabilið 2012. Síðan þá hefur Guðmundur verið í atvinnumennsku og yrði Álaborg hans sjötta félag á þeim tíma. Hann fór frá ÍBV til Sarpsborg 08 í Noregi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku áður en ferðinni var heitið til Noregs á nýjan leik, að þessu sinni var það Rosenborg sem keypti kauða. Ári síðar var Guðmundur kominn til Norrköping í Svíþjóð og svo til New York City í janúar 2020. Nú virðist allt benda til þess að hann sé á leið til Danmerkur á nýjan leik. Álaborg hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni og vann til að mynda topplið Midtjylland 2-0 á útivelli er danska deildin fór af stað á nýjan leik eftir vetrarfrí. Liðið situr í 4. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki, fimm stigum minna en topplið FC Kaupmannahöfn. Guðmundur hefur leikið 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þar af fimm í síðustu undankeppni. Gætu leikirnir því orðið töluvert fleiri á næstu árum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast Sjá meira