Landspítalinn býst ekki við að kalla fólk úr einangrun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 20:00 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala. Vísir/Arnar Halldórsson Landspítalinn hyggst ekki sækja um undanþágur frá einangrun fyrir starfsfólk sitt nema brýna nauðsyn beri til, að sögn forstjórans. Sóttvarnalæknir segir að forsendur séu fyrir því að veita slíkar undanþágur í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita og mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. „Við erum ekki að fara að kalla inn fólk úr veikindum. Það er fimm daga einangrun og við virðum það, nema það sé sérstakt neyðarástand. Þá gæti það hugsanlega komið til,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir það verða til bóta nú þegar létt hefur verið á reglum um einangrun starfsmanna Landspítalans en í dag var tilkynnt um að þeir þurfi ekki lengur að fara í tveggja daga smitgát að lokinni fimm daga einangrun. Reglurnar gilda um þríbólusetta eða tvíbólusetta með staðfesta fyrri sýkingu og skilyrðin eru að fólk sé einkennalaust, hitalaust og treysti sér til að mæta til starfa. „Ég geri ráð fyrir að þetta muni hjálpa okkur mikið í þessum mönnunarvanda sem við erum í núna,“ segir hún. Hátt í fimm hundruð starfsmenn Landspítala eru í einangrun og svipuð staða er á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem sextíu starfsmenn eru frá vegna veikinda, og búist er við að þar þurfi að skerða valþjónustu enn frekar. Sóttvarnalæknir telur því hugsanlegt að veita þurfi heilbrigðisstarfsfólki undanþágu frá einangrun. „Það má alveg hugsa sér að fólk sem er kannski smitað og er einkennalaust eða einkennalítið að það gæti annast sjúklinga sem eru með Covid og þá er engin hætta á smiti. Við vitum líka að það hefur ekki orðið smit innan spítalanna frá veikum sjúklingum yfir í starfsmenn. Starfsmenn hafa yfirleitt smitast fyrir utan spítalann þannig að það er hægt að koma í veg fyrir smit á milli starfsmanna og sjúklinga með réttum vinnubrögðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðspurð segir Guðlaug Rakel að staðan sé áfram þung og að ekki sé tilefni til að færa Landspítalann niður af hættustigi. Hins vegar sé heldur ekki tilefni til að auka viðbúnað. Þá sé ekki búist við að staðan breytist mikið á næstu vikum enda sé stefnt að allsherjar afléttingum í vikunni. „Með meiri afléttingum eru fleiri smit og við verðum að takast á við það þegar þar að kemur. En það góða er að þjóðin er vel bólusett og veikindin almennt minni,“ segir hún. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
„Við erum ekki að fara að kalla inn fólk úr veikindum. Það er fimm daga einangrun og við virðum það, nema það sé sérstakt neyðarástand. Þá gæti það hugsanlega komið til,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir það verða til bóta nú þegar létt hefur verið á reglum um einangrun starfsmanna Landspítalans en í dag var tilkynnt um að þeir þurfi ekki lengur að fara í tveggja daga smitgát að lokinni fimm daga einangrun. Reglurnar gilda um þríbólusetta eða tvíbólusetta með staðfesta fyrri sýkingu og skilyrðin eru að fólk sé einkennalaust, hitalaust og treysti sér til að mæta til starfa. „Ég geri ráð fyrir að þetta muni hjálpa okkur mikið í þessum mönnunarvanda sem við erum í núna,“ segir hún. Hátt í fimm hundruð starfsmenn Landspítala eru í einangrun og svipuð staða er á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem sextíu starfsmenn eru frá vegna veikinda, og búist er við að þar þurfi að skerða valþjónustu enn frekar. Sóttvarnalæknir telur því hugsanlegt að veita þurfi heilbrigðisstarfsfólki undanþágu frá einangrun. „Það má alveg hugsa sér að fólk sem er kannski smitað og er einkennalaust eða einkennalítið að það gæti annast sjúklinga sem eru með Covid og þá er engin hætta á smiti. Við vitum líka að það hefur ekki orðið smit innan spítalanna frá veikum sjúklingum yfir í starfsmenn. Starfsmenn hafa yfirleitt smitast fyrir utan spítalann þannig að það er hægt að koma í veg fyrir smit á milli starfsmanna og sjúklinga með réttum vinnubrögðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðspurð segir Guðlaug Rakel að staðan sé áfram þung og að ekki sé tilefni til að færa Landspítalann niður af hættustigi. Hins vegar sé heldur ekki tilefni til að auka viðbúnað. Þá sé ekki búist við að staðan breytist mikið á næstu vikum enda sé stefnt að allsherjar afléttingum í vikunni. „Með meiri afléttingum eru fleiri smit og við verðum að takast á við það þegar þar að kemur. En það góða er að þjóðin er vel bólusett og veikindin almennt minni,“ segir hún.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent