Sveitarfélög rekin með 6,4 milljarða halla á árinu Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2022 07:23 Af þeim 67 sveitarfélögum sem samantektin náði til reikna 32 þeirra með rekstrarhalla á árinu 2022 en 35 með afgangi. Vísir/Vilhelm Samantekt sem nær til 67 sveitarfélaga, þar sem í búa 99,9 prósent landsmanna, sýnir að þau verði rekin með 6,4 milljarða halla á yfirstandandi ári, eða sem nemur 1,5 prósent af tekjum. Útkomuspár benda sömuleiðis til að rekstrarhalli hafi numið þrjú prósent af tekjum á síðasta ári, en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir halla upp á 5,8 prósent. Frá þessu segir í nýrri samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nær til til A-hluta sveitarfélaga, það er þeirrar starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum. 35 gera ráð fyrir afgangi Á heimasíðu sambandsins má sjá að af þessum 67 sveitarfélögum reikna 32 þeirra með rekstrarhalla á árinu 2022 en 35 með afgangi. Til samanburðar sýnir útkomuspá að 27 sveitarfélög voru rekin með afgangi og 42 með halla árið 2021. Gert er ráð fyrir að skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga verði 493 milljarðar króna í árslok 2022 sem er 117 prósent af áætluðum tekjum. Skuldahlutfallið hafi farið hækkandi undanfarin ár, verið 103 prósent árið 2017 og bendir útkomuspá til að það hafi verið 115 prósent árið 2021. Launatengd gjöld hækka Einnig segir að launatengd gjöld hafi hækkað umtalsvert umfram hækkun tekna sveitarfélaga. „Fyrir 10 árum síðan, árið 2012, námu launa og tengd gjöld réttum helmingi af tekjum. Samkvæmt fjárhagsáætlunum fyrir 2022 er gert ráð fyrir að hlutfallið verði 57%, en í útkomuspá fyrir 2021 er reiknað með 58,4%. Samkvæmt fjárhagsáætlunum er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri muni nema um 4% af tekjum, sem bera má saman við útkomuspá 2021 sem sýnir veltufé upp á 2,7% af tekjum. Áætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir að þau muni verja tæplega 70 ma.kr. til fjárfestinga árið 2022 sem er 16,5% af tekjum. Það er nokkur hækkun frá útkomuspá fyrir 2021 sem bendir til að sveitarfélög hafi varið um 15% af tekjum til fjárfestinga. Til að fjármagna fjárfestingar gera sveitarfélögin ráð fyrir að taka ný langtímalán í ár sem nemur 55 ma.kr. Á móti verða afborganir langtímalána um 19 ma.kr.,“ segir í samantektinni, en nánar má lesa um hana á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Útkomuspár benda sömuleiðis til að rekstrarhalli hafi numið þrjú prósent af tekjum á síðasta ári, en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir halla upp á 5,8 prósent. Frá þessu segir í nýrri samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nær til til A-hluta sveitarfélaga, það er þeirrar starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum. 35 gera ráð fyrir afgangi Á heimasíðu sambandsins má sjá að af þessum 67 sveitarfélögum reikna 32 þeirra með rekstrarhalla á árinu 2022 en 35 með afgangi. Til samanburðar sýnir útkomuspá að 27 sveitarfélög voru rekin með afgangi og 42 með halla árið 2021. Gert er ráð fyrir að skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga verði 493 milljarðar króna í árslok 2022 sem er 117 prósent af áætluðum tekjum. Skuldahlutfallið hafi farið hækkandi undanfarin ár, verið 103 prósent árið 2017 og bendir útkomuspá til að það hafi verið 115 prósent árið 2021. Launatengd gjöld hækka Einnig segir að launatengd gjöld hafi hækkað umtalsvert umfram hækkun tekna sveitarfélaga. „Fyrir 10 árum síðan, árið 2012, námu launa og tengd gjöld réttum helmingi af tekjum. Samkvæmt fjárhagsáætlunum fyrir 2022 er gert ráð fyrir að hlutfallið verði 57%, en í útkomuspá fyrir 2021 er reiknað með 58,4%. Samkvæmt fjárhagsáætlunum er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri muni nema um 4% af tekjum, sem bera má saman við útkomuspá 2021 sem sýnir veltufé upp á 2,7% af tekjum. Áætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir að þau muni verja tæplega 70 ma.kr. til fjárfestinga árið 2022 sem er 16,5% af tekjum. Það er nokkur hækkun frá útkomuspá fyrir 2021 sem bendir til að sveitarfélög hafi varið um 15% af tekjum til fjárfestinga. Til að fjármagna fjárfestingar gera sveitarfélögin ráð fyrir að taka ný langtímalán í ár sem nemur 55 ma.kr. Á móti verða afborganir langtímalána um 19 ma.kr.,“ segir í samantektinni, en nánar má lesa um hana á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira