Undrastund á Koteyrarbreiðu Karl Lúðvíksson skrifar 22. febrúar 2022 13:35 Koteyrarbrot verður seint talin gjöfulur veiðistaður en hann getur samt komið á óvart einu sinni á áratug Karl Lúðvíksson Flestir veiðimenn hafa líklega upplifað stundir þar sem einhvern veginn allt virðist ganga upp, laxinn í tökustuði og gleðin í hámarki. Það sem gleymist stundum er að svona augnablik koma ekki oft en þegar þau gerast er eins gott að njóta þeirra vel. Undirritaður átti eitt slíkt með eiginkonunni síðastliðið haust í uppáhaldsánni okkar, Langá á Mýrum. Þar hittist vaskur hópur vina sem njóta veiði og veiga í fallegu hausti. Ég sem veiðimaður og leiðsögumaður við ánna hef ekki átt gott mót þessa daga síðustu ár hvað svo sem veldur en á því varð heldur betur breyting haustið 2021. Eftir rólega fyrstu kvöldvakt áttum við hjónin Fjallið og vorum búin að kasta flugu í "öruggu veiðistaðina" án árangurs. Það var nóg af laxi það vantaði ekki en áhuginn á töku var bara ekki til staðar. Við hjónin veiddum Koteyrarstreng en ekkert var að frétta þar og ég hugsaði með mér að þá væri líklega best að taka Hellisbreiðu eða Hellishyl. Við vorum rétt komin að Koteyrarbreiðu sem er fyrir neðan Koteyrarstreng þegar ég segi við Evu konuna mína að þarna hafi ég ekki sett í lax eða gædað í lax síðan 2006 eða 2007 og þetta er staður sem eiginlega gefur bara lax á haustin þegar vatnið er yfir meðalvatni og gára á vatninu en núna var blankalogn og áin samt bara í meðalvatni. Eva að þreyta lax við aðstæður sem seint verða taldar heppilegar fyrir þennan veiðistaðKarl Lúðvíksson Ég var varla búinn að sleppa orðinu þegar ég sé bakugga standa upp úr lygnunni og buslast á grynningunum neðst á breiðunni. Eva segir mér bara að drattast af stað og prófa sem ég geri með semingi en þarna þarf að vaða mjög rólega til að styggja ekki laxinn. Ég veð út í ca miðja á og kem mér fyrir við stóran stein á botninum sem ég nota sem merki en þaðan veiðir maður þennan stað vel. Fyrsta fluga undir er Undertaker #18 og það þurfti eitt kast til að fá viðbragð. Nota bene þarna þarf að lengja í taumnum og línan verður að lenda eins og silki á vatninu. Brosað eftir frábæran morgun á Fjallinu. Karl Lúðvíksson Nokkur köst í viðbót og hann er á! Lítil 3-4 punda hrygna sem er sleppt. Nokkur köst í viðbót og aftur er flugan nelgd. 5 punda hængur. Eva setur svo í einn svipaðan sem slapp af. Við héldum áfram og enduðum á að setja í sjö laxa og landa fimm á rétt rúmum klukkutíma. Allt á þessa litlu flugu. Við áttum þarna geggjað augnablik sem ef reynslan kennir mér eitthvað verður næst væntanleg við þennan veiðistað haustið 2035. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Það sem gleymist stundum er að svona augnablik koma ekki oft en þegar þau gerast er eins gott að njóta þeirra vel. Undirritaður átti eitt slíkt með eiginkonunni síðastliðið haust í uppáhaldsánni okkar, Langá á Mýrum. Þar hittist vaskur hópur vina sem njóta veiði og veiga í fallegu hausti. Ég sem veiðimaður og leiðsögumaður við ánna hef ekki átt gott mót þessa daga síðustu ár hvað svo sem veldur en á því varð heldur betur breyting haustið 2021. Eftir rólega fyrstu kvöldvakt áttum við hjónin Fjallið og vorum búin að kasta flugu í "öruggu veiðistaðina" án árangurs. Það var nóg af laxi það vantaði ekki en áhuginn á töku var bara ekki til staðar. Við hjónin veiddum Koteyrarstreng en ekkert var að frétta þar og ég hugsaði með mér að þá væri líklega best að taka Hellisbreiðu eða Hellishyl. Við vorum rétt komin að Koteyrarbreiðu sem er fyrir neðan Koteyrarstreng þegar ég segi við Evu konuna mína að þarna hafi ég ekki sett í lax eða gædað í lax síðan 2006 eða 2007 og þetta er staður sem eiginlega gefur bara lax á haustin þegar vatnið er yfir meðalvatni og gára á vatninu en núna var blankalogn og áin samt bara í meðalvatni. Eva að þreyta lax við aðstæður sem seint verða taldar heppilegar fyrir þennan veiðistaðKarl Lúðvíksson Ég var varla búinn að sleppa orðinu þegar ég sé bakugga standa upp úr lygnunni og buslast á grynningunum neðst á breiðunni. Eva segir mér bara að drattast af stað og prófa sem ég geri með semingi en þarna þarf að vaða mjög rólega til að styggja ekki laxinn. Ég veð út í ca miðja á og kem mér fyrir við stóran stein á botninum sem ég nota sem merki en þaðan veiðir maður þennan stað vel. Fyrsta fluga undir er Undertaker #18 og það þurfti eitt kast til að fá viðbragð. Nota bene þarna þarf að lengja í taumnum og línan verður að lenda eins og silki á vatninu. Brosað eftir frábæran morgun á Fjallinu. Karl Lúðvíksson Nokkur köst í viðbót og hann er á! Lítil 3-4 punda hrygna sem er sleppt. Nokkur köst í viðbót og aftur er flugan nelgd. 5 punda hængur. Eva setur svo í einn svipaðan sem slapp af. Við héldum áfram og enduðum á að setja í sjö laxa og landa fimm á rétt rúmum klukkutíma. Allt á þessa litlu flugu. Við áttum þarna geggjað augnablik sem ef reynslan kennir mér eitthvað verður næst væntanleg við þennan veiðistað haustið 2035.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði