„Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 14:01 Lyubomyra Petruk segir íbúa Úkraínu búa sig undir stríð. Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni og úkraínsk kona búsett á Íslandi segir landa sína búa sig undir stríð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í nótt vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti í gær yfir stuðningi við sjálfstæðisyfirlýsingu héraðanna Luhansk og Donetsk og fyrirskipaði að herlið yrði sent inn til að sinna friðargæslu. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í yfirlýsingu við þjóð sína í gær að fólk ætti að halda ró sinni. Fólk þyrfti ekki að vera hrætt við neitt en heldur ekki gefast upp. Fordæma framferði Rússa Íslenskir ráðamenn hafa fordæmt framferði Rússa í málinu og í gær kom fram hjá utanríkisráðherra að Ísland muni taka þátt í aðgerðum til þess að bregðast við ákvörðun Pútíns. Bretar hafa boðað að þeir vilji beita Rússa refsiaðgerðum og þá ætlar Evrópusambandið að tilkynna um refsiaðgerðir gagnvart landinu eftir hádegi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Rússar séu að brjóta alþjóðalög. Hún hefur miklar áhyggjur af stöðunni enda verði á endanum almennir borgarar sem verði fórnarlömbin. Ísland taki þátt í aðgerðum í gegnum Evrópusambandið og NATO. Lyubomyra Petruk er frá Úkraínu en búsett hér á landi. Fyrir fimm árum, í febrúar 2014, hófst stríð Rússa og Úkraínu. Rússneska sambandsríkið, í bága við viðmið og meginreglur þjóðaréttar, innlimaði sjálfstjórnarlýðveldið Krímskaga og Sevastopol.og hernumdu ákveðin svæði í Donetsk og Luhansk svæðum. Lyubomyra segir að rússneski herinn sé hins vegar að fjölmenna þar og íbúar landsins búi sig undir stríð. „Þau eru að undirbúa sig undir stríð og þeir segja að rússneskir hermenn séu að koma frá Austur-Úkraínu,“ segir Lyubomyra. „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin.“ Þá séu sjálfstæðissinnar byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína. Bróðir vinkonu sinnar hafi fengið herkvaðningu. „Hann mun berjast gegn bróður sínum í liði Úkraínu,“ sagði Lyubomyra Petruk. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Sjá meira
Forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni og úkraínsk kona búsett á Íslandi segir landa sína búa sig undir stríð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í nótt vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti í gær yfir stuðningi við sjálfstæðisyfirlýsingu héraðanna Luhansk og Donetsk og fyrirskipaði að herlið yrði sent inn til að sinna friðargæslu. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í yfirlýsingu við þjóð sína í gær að fólk ætti að halda ró sinni. Fólk þyrfti ekki að vera hrætt við neitt en heldur ekki gefast upp. Fordæma framferði Rússa Íslenskir ráðamenn hafa fordæmt framferði Rússa í málinu og í gær kom fram hjá utanríkisráðherra að Ísland muni taka þátt í aðgerðum til þess að bregðast við ákvörðun Pútíns. Bretar hafa boðað að þeir vilji beita Rússa refsiaðgerðum og þá ætlar Evrópusambandið að tilkynna um refsiaðgerðir gagnvart landinu eftir hádegi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Rússar séu að brjóta alþjóðalög. Hún hefur miklar áhyggjur af stöðunni enda verði á endanum almennir borgarar sem verði fórnarlömbin. Ísland taki þátt í aðgerðum í gegnum Evrópusambandið og NATO. Lyubomyra Petruk er frá Úkraínu en búsett hér á landi. Fyrir fimm árum, í febrúar 2014, hófst stríð Rússa og Úkraínu. Rússneska sambandsríkið, í bága við viðmið og meginreglur þjóðaréttar, innlimaði sjálfstjórnarlýðveldið Krímskaga og Sevastopol.og hernumdu ákveðin svæði í Donetsk og Luhansk svæðum. Lyubomyra segir að rússneski herinn sé hins vegar að fjölmenna þar og íbúar landsins búi sig undir stríð. „Þau eru að undirbúa sig undir stríð og þeir segja að rússneskir hermenn séu að koma frá Austur-Úkraínu,“ segir Lyubomyra. „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin.“ Þá séu sjálfstæðissinnar byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína. Bróðir vinkonu sinnar hafi fengið herkvaðningu. „Hann mun berjast gegn bróður sínum í liði Úkraínu,“ sagði Lyubomyra Petruk.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Sjá meira
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39