Hættum að rukka börn fyrir þjónustu sveitarfélaganna og byrjum að rukka ríkt fólk Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 22. febrúar 2022 17:30 Útsvar er það sem við greiðum af launum okkar til sveitarfélagsins sem við búum í. Fjármagnseigendur greiða hinsvegar ekkert af fjámagnstekjum sínum til sveitarfélagsins. Útsvarið sem er veigamesti tekjustofn sveitarfélaganna er notað til uppbyggingar leik- og grunnskóla, fyrir menningarstofnanir, vetrarþjónustu, götulýsingu, sundlaugar og allt það sem sveitarfélögin sjá um. Áhersla stjórnvalda á að veita ríku fólki skattaafslætti leiðir til þess að gjaldtaka á sér stað þar sem hún ætti alls ekki að vera. Það kostar fyrir börn að borða í skólanum, það kostar fyrir börn að fara í sund, það kostar fyrir börn að fara í strætó. Nýjasta útspilið birtist okkur í því að strætó árskort barna á aldrinum 12-17 ára var hækkað frá 25.000 krónum upp í 40.000 þúsund krónur. Hættum að rukka börn fyrir þjónustu sveitarfélaganna og byrjum að rukka fjármagnseigendur. Það er ekki eðlilegt að fólk sem hafi tekjur sínar að mestu leyti af fjármagni greiði lítið, jafnvel ekkert til sveitarfélagsins sem það býr í. Börn hafa engar tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Börn eiga að geta mætt í skólann án þess að hafa áhyggjur af því hvort búið sé að greiða fyrir mataráskriftina. Þau eiga að geta sest niður við borðið ásamt skólafélögum sínum og notið þess að borða. Við eigum ekki að vera með afsláttakerfi fyrir sum börn eða bjóða fátækum börnum upp á frían mat heldur á gjaldtaka ekki að fara fram innan veggja skólans. Við eigum ekki að senda ógreidda matarreikninga til innheimtufyrirtækja og leyfa þeim að hagnast á fátækt foreldra og forráðamanna. Við eigum ekki að búa til skólaumhverfi þar sem börn læra að sum megi borða og önnur ekki. Finnland hefur náð góðum árangri með gjaldfrjálsar skólamáltíðir þar sem bent hefur verið á að þetta gagnist öllum börnum en sé nauðsynlegt fyrir sum. Hér er vert að nefna að við vitum aldrei nákvæmlega hverjar aðstæður barna eru og nauðsynlegt er að skólinn sé ekki enn einn staður samfélagsins sem leitist við að ala upp kostnaðarvitund í börnum. Sameiginlegir sjóðir eiga að greiða fyrir þá þjónustu sem fer fram inni í skólanum og ásæða þess að þeir standa ekki nógu sterkt til að bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu er vegna þess að hinir allra auðugustu eru undanþegnir því að greiða í sameiginlega sjóði. Lögum það. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og borgarfulltrúi sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Skattar og tollar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Útsvar er það sem við greiðum af launum okkar til sveitarfélagsins sem við búum í. Fjármagnseigendur greiða hinsvegar ekkert af fjámagnstekjum sínum til sveitarfélagsins. Útsvarið sem er veigamesti tekjustofn sveitarfélaganna er notað til uppbyggingar leik- og grunnskóla, fyrir menningarstofnanir, vetrarþjónustu, götulýsingu, sundlaugar og allt það sem sveitarfélögin sjá um. Áhersla stjórnvalda á að veita ríku fólki skattaafslætti leiðir til þess að gjaldtaka á sér stað þar sem hún ætti alls ekki að vera. Það kostar fyrir börn að borða í skólanum, það kostar fyrir börn að fara í sund, það kostar fyrir börn að fara í strætó. Nýjasta útspilið birtist okkur í því að strætó árskort barna á aldrinum 12-17 ára var hækkað frá 25.000 krónum upp í 40.000 þúsund krónur. Hættum að rukka börn fyrir þjónustu sveitarfélaganna og byrjum að rukka fjármagnseigendur. Það er ekki eðlilegt að fólk sem hafi tekjur sínar að mestu leyti af fjármagni greiði lítið, jafnvel ekkert til sveitarfélagsins sem það býr í. Börn hafa engar tekjur og eiga ekki að greiða gjöld. Börn eiga að geta mætt í skólann án þess að hafa áhyggjur af því hvort búið sé að greiða fyrir mataráskriftina. Þau eiga að geta sest niður við borðið ásamt skólafélögum sínum og notið þess að borða. Við eigum ekki að vera með afsláttakerfi fyrir sum börn eða bjóða fátækum börnum upp á frían mat heldur á gjaldtaka ekki að fara fram innan veggja skólans. Við eigum ekki að senda ógreidda matarreikninga til innheimtufyrirtækja og leyfa þeim að hagnast á fátækt foreldra og forráðamanna. Við eigum ekki að búa til skólaumhverfi þar sem börn læra að sum megi borða og önnur ekki. Finnland hefur náð góðum árangri með gjaldfrjálsar skólamáltíðir þar sem bent hefur verið á að þetta gagnist öllum börnum en sé nauðsynlegt fyrir sum. Hér er vert að nefna að við vitum aldrei nákvæmlega hverjar aðstæður barna eru og nauðsynlegt er að skólinn sé ekki enn einn staður samfélagsins sem leitist við að ala upp kostnaðarvitund í börnum. Sameiginlegir sjóðir eiga að greiða fyrir þá þjónustu sem fer fram inni í skólanum og ásæða þess að þeir standa ekki nógu sterkt til að bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu er vegna þess að hinir allra auðugustu eru undanþegnir því að greiða í sameiginlega sjóði. Lögum það. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og borgarfulltrúi sósíalista.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun