Gagnrýna ummæli formannsins: „Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. febrúar 2022 20:03 Samtökin segja það ódýra lausn að benda ásakandi á foreldra. Vísir/Vilhelm Landssamtök foreldra lýsa yfir vonbrigðum með málflutning formanns Félags grunnskólakennara í máli kennara í Dalvík sem hlaut nýverið bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Samtökin segja formanninn hafa tekið afstöðu með einhliða frásögn kennarans og varpa ábyrgðinni á foreldra barnsins. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Norðurlands eystra hefði dæmt Dalvíkurbæ til að greiða kennaranum átta milljónir króna í bætur en kennaranum hafði verið vikið úr starfi eftir að hann svaraði nemenda í sömu mynt og sló til hans. Var það mat dómsins að kinnhestur kennarans hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í viðtali við fréttastofu degi síðar að hún væri sammála dómnum þar sem kennarinn hefði átt að fá áminningu og vísaði til starfsaðstæðna kennara. „Kennarar eru að lenda í átökum við nemendur vegna þess að nemendur eru að veitast að kennurum og öðrum nemendum og oft og tíðum þurfa kennarar að bregðast við og fara í atburð sem má segja að sé óhugsandi þegar fólk veit ekkert um starfsaðstæður dagsdaglega,“ sagði Þorgerður og bætti við að það væri ástæða fyrir foreldra að grípa í taumana. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, lýsa yfir vonbrigðum með þessi ummæli Þorgerðar. „Tekin er afstaða með einhliða frásögn kennarans um atburðarásina og athyglinni síðan beint að hegðunarvanda barna og ábyrgðinni varpað á foreldra. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta viðhorf heyrist úr þessum ranni og er það engum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þá segir að það sé skylda foreldra og kennara að hafa hafsmuni barna að leiðarljósi og það sé ekki vænlegt til árangurs að etja saman foreldrum og kennurum. „Að benda ásakandi á foreldra þegar börn sýna hegðunarfrávik, í stað þess að komast að rót vandans og íhuga hvernig skólinn getur bætt úr, er ódýr lausn. Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin fordæma sömuleiðis ákvörðun Kennarasambandsins um að upplýsa um hvaða sveitarfélga var að ræða. „Þessar upplýsingar komu hvergi fram í dómnum en hafa valdið hlutaðeigandi óþarfa óþægindum og beint kastljósinu að ósekju að barni sem var ekki umfjöllunarefni dómsins.“ Foreldrar nemandans, fjórtán ára stúlku, stigu fram í viðtali um helgina en að þeirra sögn höfðu þau neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Norðurlands eystra hefði dæmt Dalvíkurbæ til að greiða kennaranum átta milljónir króna í bætur en kennaranum hafði verið vikið úr starfi eftir að hann svaraði nemenda í sömu mynt og sló til hans. Var það mat dómsins að kinnhestur kennarans hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í viðtali við fréttastofu degi síðar að hún væri sammála dómnum þar sem kennarinn hefði átt að fá áminningu og vísaði til starfsaðstæðna kennara. „Kennarar eru að lenda í átökum við nemendur vegna þess að nemendur eru að veitast að kennurum og öðrum nemendum og oft og tíðum þurfa kennarar að bregðast við og fara í atburð sem má segja að sé óhugsandi þegar fólk veit ekkert um starfsaðstæður dagsdaglega,“ sagði Þorgerður og bætti við að það væri ástæða fyrir foreldra að grípa í taumana. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, lýsa yfir vonbrigðum með þessi ummæli Þorgerðar. „Tekin er afstaða með einhliða frásögn kennarans um atburðarásina og athyglinni síðan beint að hegðunarvanda barna og ábyrgðinni varpað á foreldra. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta viðhorf heyrist úr þessum ranni og er það engum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þá segir að það sé skylda foreldra og kennara að hafa hafsmuni barna að leiðarljósi og það sé ekki vænlegt til árangurs að etja saman foreldrum og kennurum. „Að benda ásakandi á foreldra þegar börn sýna hegðunarfrávik, í stað þess að komast að rót vandans og íhuga hvernig skólinn getur bætt úr, er ódýr lausn. Að afsaka kennara sem beita börn ofbeldi er óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin fordæma sömuleiðis ákvörðun Kennarasambandsins um að upplýsa um hvaða sveitarfélga var að ræða. „Þessar upplýsingar komu hvergi fram í dómnum en hafa valdið hlutaðeigandi óþarfa óþægindum og beint kastljósinu að ósekju að barni sem var ekki umfjöllunarefni dómsins.“ Foreldrar nemandans, fjórtán ára stúlku, stigu fram í viðtali um helgina en að þeirra sögn höfðu þau neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu.
Skóla - og menntamál Dalvíkurbyggð Börn og uppeldi Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12
Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10