Ríkisstjórnin fundar um afléttingu aðgerða í hádeginu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 10:00 Ríkisstjórnin mun funda um afléttingu sóttvarnaaðgerða í hádeginu í dag. Willum Þór heilbrigðisráðherra mun þar kynna tillögur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin mun í hádeginu funda um afléttingu sóttvarnaaðgerða, sem fyrirhugaðar eru í síðasta lagi á föstudag. Við verðum í beinni útsendingu frá Tjarnargötu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn minnisblaði með tillögum sínum um afléttingar til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Willum sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann myndi jafnvel boða til afléttinga á morgun en þó í síðasta lagi á föstudag. Fyrirhugaðar eru allsherjarafléttingar, bæði innanlands og á landamærum. Ríkisstjórnarfundir eru venjulega á þriðjudögum og föstudögum og er því ekki loku fyrir það skotið að afléttingar verði kynntar í dag. Núgildandi reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildir til 25. febrúar, eða föstudags, og felur meðal annars í sér að aðeins 200 megi kkoma saman innandyra, heimilt er að halda 1.000 manna viðburði að því tilskyldu að allir sitji í sæti og beri grímu. Þá er aðeins skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa eins metra reglu, íþróttakeppnir- og æfingar takmarkast við 200 manns í hólfi. Opnunartími veitingastaða er þá til miðnættis en gestir þurfa að yfirgefa staði fyrir klukkan 1. Fundur ríkisstjórnarinnar hefst klukkan 12 í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu og verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Ráðherrar verða gripnir tali á leiðinni inn á fundinn en fylgjast má með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Fundinum og útsendingunni í kjölfarið er lokið en hér má nálgast upptöku af forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra að tilkynna um afléttingu aðgerða.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn minnisblaði með tillögum sínum um afléttingar til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Willum sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann myndi jafnvel boða til afléttinga á morgun en þó í síðasta lagi á föstudag. Fyrirhugaðar eru allsherjarafléttingar, bæði innanlands og á landamærum. Ríkisstjórnarfundir eru venjulega á þriðjudögum og föstudögum og er því ekki loku fyrir það skotið að afléttingar verði kynntar í dag. Núgildandi reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildir til 25. febrúar, eða föstudags, og felur meðal annars í sér að aðeins 200 megi kkoma saman innandyra, heimilt er að halda 1.000 manna viðburði að því tilskyldu að allir sitji í sæti og beri grímu. Þá er aðeins skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa eins metra reglu, íþróttakeppnir- og æfingar takmarkast við 200 manns í hólfi. Opnunartími veitingastaða er þá til miðnættis en gestir þurfa að yfirgefa staði fyrir klukkan 1. Fundur ríkisstjórnarinnar hefst klukkan 12 í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu og verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Ráðherrar verða gripnir tali á leiðinni inn á fundinn en fylgjast má með gangi mála í vaktinni að neðan. Uppfært: Fundinum og útsendingunni í kjölfarið er lokið en hér má nálgast upptöku af forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra að tilkynna um afléttingu aðgerða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Sjá meira