Stjörnumenn afar ósáttir við Akureyrarbæ og KSÍ vegna „slysagildrunnar“ Bogans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 13:31 Hilmar Árni Halldórsson meiddist í leik Stjörnunnar og Þórs í Boganum á laugardaginn. Óttast er að Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, hafi meiðst illa á hné í leik gegn Þór í Lengjubikarnum. Stjörnumenn eru afar ósáttir við að hafa þurft að spila í Boganum á Akureyri og kalla knatthúsið slysagildru. Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, stakk niður penna og skilaði harðorðum pistli inn á Fótbolta.net. Þar gagnrýnir hann Akureyrarbæ og KSÍ harðlega fyrir aðgerðar- og skeytingsleysi þegar kemur að Boganum. Að sögn Helga óskuðu Stjörnumenn eftir því að fá að sleppa við að spila í Boganum vegna frétta af slæmu ástandi gervigrassins í húsinu. Helgi segir að Garðbæingar hafi komið þessum skilaboðum skýrt áleiðis til KSÍ og krafist þess að leikurinn yrði færður. Við þeim óskum var ekki orðið. Málið hafi verið kannað og farið í „reddingar“ á grasinu. Allir fundu fyrir eymslum eftir leikinn Þær virðast ekki hafa skilað miklu því Hilmar Árni meiddist í leiknum um helgina sem Stjörnumenn tengja við slæmt ástand Bogans. Helgi segir jafnframt að allir aðrir leikmenn Stjörnunnar hafi verið lemstraðir eftir leikinn. „Niðurstaða málsins er hins vegar allt önnur og alvarlegri enda sú aðstaða sem Akureyrabær skaffar langt í frá að teljast ásættanleg og í þessu tilviki hefur hún afgerandi áhrif á leikmann okkar sem er eitthvað sem ég get illa sætt mig við,“ segir Helgi í pistlinum. Ferð Stjörnumanna til Akureyrar gæti dregið dilk á eftir sér.vísir/Elín „Fyrir utan það augljósa þá eru leikmenn hvort heldur sem eru yngri iðkendur eða afreksfólk í þeirri stöðu að þeim er veruleg hætta búin að spila og æfa við slíkan aðbúnað og afleiðingar getuleysis Akureyrarbæjar til að sinna viðhaldi eigna sinna hefur í þessu tilviki ömurlegar afleiðingar í för með sér enn eina ferðina, og í þessu tilviki fyrir okkar leikmann sem skaddar á sér hnéð og mögulega mjög illa sem kemur í ljós á næstu dögum. Allir aðrir leikmenn félagsins fundu fyrir eymslum sem er óeðlilegt fyrir afreksmenn í fremstu röð, en er skiljanlegt þegar rýnt er í úttektir sem hafa farið fram á vellinum.“ Helgi er afar óhress með viðbrögð KSÍ í málinu og segja þau einkennast af meðvirkni og getuleysi. Hann segir að KSÍ ekki merkilegt apparat ef það getur ekki staðið með iðkendum sínum í máli sem þessu. Handónýtir vellir á Akureyri Mikil umræða hefur verið um óviðunandi aðstöðu til íþróttaiðkunar á Akureyri og hafa hátt settir einstaklingar innan bæði KA og Þórs gagnrýnt aðstöðuleysið harðlega. Grein Helga er enn eitt innleggið í þá umræðu en honum þykir ótækt að um þrjátíu þúsund manna bæjarfélag geti ekki viðhaldið einum nothæfum velli. KA-menn bíða óþreyjufullir eftir nýjum heimavelli.vísir/Óskar Ófeigur „Boginn á Akureyri er slysagildra og er búin að vera það lengi. Akureyrarvöllur er handónýtur og enn eru vellir á KA svæðinu ókláraðir. Hundruðir barna æfa þarna og þúsundir spila á hverju ári með tilheyrandi tekjum fyrir Akureyrarbæ. Ábyrgð sveitarfélagsins er mikil og skeytingarleysi þeirra sem þar ráða er forkastanlegt,“ segir Helgi. Grein hans má lesa með því að smella hér. Í samtali við Fótbolta.net sagðist Hilmar Árni bíða eftir niðurstöðum úr myndatöku á hnénu. Leikur Þórs og Stjörnunnar á laugardaginn endaði með 1-1 jafntefli. Hilmar Árni kom Stjörnumönnum yfir á 8. mínútu en Sigfús Fannar Guðmundsson jafnaði fyrir Þórsara ellefu mínútum síðar. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Akureyri Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, stakk niður penna og skilaði harðorðum pistli inn á Fótbolta.net. Þar gagnrýnir hann Akureyrarbæ og KSÍ harðlega fyrir aðgerðar- og skeytingsleysi þegar kemur að Boganum. Að sögn Helga óskuðu Stjörnumenn eftir því að fá að sleppa við að spila í Boganum vegna frétta af slæmu ástandi gervigrassins í húsinu. Helgi segir að Garðbæingar hafi komið þessum skilaboðum skýrt áleiðis til KSÍ og krafist þess að leikurinn yrði færður. Við þeim óskum var ekki orðið. Málið hafi verið kannað og farið í „reddingar“ á grasinu. Allir fundu fyrir eymslum eftir leikinn Þær virðast ekki hafa skilað miklu því Hilmar Árni meiddist í leiknum um helgina sem Stjörnumenn tengja við slæmt ástand Bogans. Helgi segir jafnframt að allir aðrir leikmenn Stjörnunnar hafi verið lemstraðir eftir leikinn. „Niðurstaða málsins er hins vegar allt önnur og alvarlegri enda sú aðstaða sem Akureyrabær skaffar langt í frá að teljast ásættanleg og í þessu tilviki hefur hún afgerandi áhrif á leikmann okkar sem er eitthvað sem ég get illa sætt mig við,“ segir Helgi í pistlinum. Ferð Stjörnumanna til Akureyrar gæti dregið dilk á eftir sér.vísir/Elín „Fyrir utan það augljósa þá eru leikmenn hvort heldur sem eru yngri iðkendur eða afreksfólk í þeirri stöðu að þeim er veruleg hætta búin að spila og æfa við slíkan aðbúnað og afleiðingar getuleysis Akureyrarbæjar til að sinna viðhaldi eigna sinna hefur í þessu tilviki ömurlegar afleiðingar í för með sér enn eina ferðina, og í þessu tilviki fyrir okkar leikmann sem skaddar á sér hnéð og mögulega mjög illa sem kemur í ljós á næstu dögum. Allir aðrir leikmenn félagsins fundu fyrir eymslum sem er óeðlilegt fyrir afreksmenn í fremstu röð, en er skiljanlegt þegar rýnt er í úttektir sem hafa farið fram á vellinum.“ Helgi er afar óhress með viðbrögð KSÍ í málinu og segja þau einkennast af meðvirkni og getuleysi. Hann segir að KSÍ ekki merkilegt apparat ef það getur ekki staðið með iðkendum sínum í máli sem þessu. Handónýtir vellir á Akureyri Mikil umræða hefur verið um óviðunandi aðstöðu til íþróttaiðkunar á Akureyri og hafa hátt settir einstaklingar innan bæði KA og Þórs gagnrýnt aðstöðuleysið harðlega. Grein Helga er enn eitt innleggið í þá umræðu en honum þykir ótækt að um þrjátíu þúsund manna bæjarfélag geti ekki viðhaldið einum nothæfum velli. KA-menn bíða óþreyjufullir eftir nýjum heimavelli.vísir/Óskar Ófeigur „Boginn á Akureyri er slysagildra og er búin að vera það lengi. Akureyrarvöllur er handónýtur og enn eru vellir á KA svæðinu ókláraðir. Hundruðir barna æfa þarna og þúsundir spila á hverju ári með tilheyrandi tekjum fyrir Akureyrarbæ. Ábyrgð sveitarfélagsins er mikil og skeytingarleysi þeirra sem þar ráða er forkastanlegt,“ segir Helgi. Grein hans má lesa með því að smella hér. Í samtali við Fótbolta.net sagðist Hilmar Árni bíða eftir niðurstöðum úr myndatöku á hnénu. Leikur Þórs og Stjörnunnar á laugardaginn endaði með 1-1 jafntefli. Hilmar Árni kom Stjörnumönnum yfir á 8. mínútu en Sigfús Fannar Guðmundsson jafnaði fyrir Þórsara ellefu mínútum síðar.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Akureyri Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn