Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2022 22:05 Bændurnir á Dalatanga, dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir og mamman Marsibil Erlendsdóttir. Einar Árnason Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Dalatanga en mamman Marsibil Erlendsdóttir og dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir voru heimsóttar í þættinum Um land allt. Vitarnir á Dalatanga eru tveir. Sá ljósi til hægri er elsti uppistandandi viti á Íslandi.Einar Árnason Dalatangi er á nesinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki fyrir sjófarendur. Gamli vitinn þar er sá elsti sem enn stendur uppi á Íslandi. „Ég kom hingað ´68 með pabba og mömmu. Þá fluttu þau hingað frá Siglunesi við Siglufjörð með sjö börn og allt sitt hafurtask,“ segir Marsibil, sem kallast núna vitagæslumaður. Formlega er enginn lengur á Íslandi með starfsheitið vitavörður. Við fjárhúsin á Dalatanga.Einar Árnason Auk þess að sinna vitagæslu og veðurathugunum á Dalatanga eru þær með sauðfé og hross og mamman ræktar og selur smalahunda. Dóttirin Aðalheiður flutti aftur heim úr borginni fyrir sjö árum eftir háskólanám og hún segist vera kindakonan. „Ég bara nennti ekki lengur að vera í Reykjavík. Allt í einu langaði mig bara til þess að prófa að rækta kindur og það var geðveikt gaman. Þannig að ég held alla vega áfram með það.“ -Sérðu fyrir þér að vera hérna áfram og taka við af mömmu kannski? „Ja.. við verðum bara hérna til eilífðarnóns. Hún verður hérna eldgömul hjá mér einhvern tímann,“ svarar Aðalheiður og hlær um leið og hún bendir á mömmu sína. Marsibil þjálfar og ræktar Border Collie-smalahunda Þær deila sömu einangrun með öðrum Mjófirðingum, að vera hálft árið án vegasambands við þjóðvegakerfið. Þær eru þó enn fjær skarkalanum því það tekur 20-30 mínútur að aka úr Brekkuþorpi út á Dalatanga, ef færið er ekki þeim mun verra. -Þið eruð búnar að kaupa Dalatangahúsin? „Já, við erum búnar að kaupa öll hús.“ -Þannig að þið eruð að fjárfesta til framtíðar? „Já, já, já. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn,“ segir Marsibil og hlær. Séð yfir bæjarhúsin á Dalatanga. Vitarnir eru fjær.Einar Árnason Og núna er kominn ljósleiðari á Dalatanga með öflugri nettengingu. „Nú getur maður talað við fólkið sitt bara beint í gegnum tölvuna, bara „live“. Það er bara fáránlegt. Svo maður er aldrei einmana eða neitt. Ég finn aldrei fyrir því. Ef maður vill tala við einhvern, þá hringir maður bara,“ segir Marsibil. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þáttinn Um land allt úr Mjóafirði má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá níu mínútna kafla frá Dalatanga úr þættinum: Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Samgöngur Landbúnaður Hundar Veður Vitar Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Dalatanga en mamman Marsibil Erlendsdóttir og dóttirin Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir voru heimsóttar í þættinum Um land allt. Vitarnir á Dalatanga eru tveir. Sá ljósi til hægri er elsti uppistandandi viti á Íslandi.Einar Árnason Dalatangi er á nesinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki fyrir sjófarendur. Gamli vitinn þar er sá elsti sem enn stendur uppi á Íslandi. „Ég kom hingað ´68 með pabba og mömmu. Þá fluttu þau hingað frá Siglunesi við Siglufjörð með sjö börn og allt sitt hafurtask,“ segir Marsibil, sem kallast núna vitagæslumaður. Formlega er enginn lengur á Íslandi með starfsheitið vitavörður. Við fjárhúsin á Dalatanga.Einar Árnason Auk þess að sinna vitagæslu og veðurathugunum á Dalatanga eru þær með sauðfé og hross og mamman ræktar og selur smalahunda. Dóttirin Aðalheiður flutti aftur heim úr borginni fyrir sjö árum eftir háskólanám og hún segist vera kindakonan. „Ég bara nennti ekki lengur að vera í Reykjavík. Allt í einu langaði mig bara til þess að prófa að rækta kindur og það var geðveikt gaman. Þannig að ég held alla vega áfram með það.“ -Sérðu fyrir þér að vera hérna áfram og taka við af mömmu kannski? „Ja.. við verðum bara hérna til eilífðarnóns. Hún verður hérna eldgömul hjá mér einhvern tímann,“ svarar Aðalheiður og hlær um leið og hún bendir á mömmu sína. Marsibil þjálfar og ræktar Border Collie-smalahunda Þær deila sömu einangrun með öðrum Mjófirðingum, að vera hálft árið án vegasambands við þjóðvegakerfið. Þær eru þó enn fjær skarkalanum því það tekur 20-30 mínútur að aka úr Brekkuþorpi út á Dalatanga, ef færið er ekki þeim mun verra. -Þið eruð búnar að kaupa Dalatangahúsin? „Já, við erum búnar að kaupa öll hús.“ -Þannig að þið eruð að fjárfesta til framtíðar? „Já, já, já. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn,“ segir Marsibil og hlær. Séð yfir bæjarhúsin á Dalatanga. Vitarnir eru fjær.Einar Árnason Og núna er kominn ljósleiðari á Dalatanga með öflugri nettengingu. „Nú getur maður talað við fólkið sitt bara beint í gegnum tölvuna, bara „live“. Það er bara fáránlegt. Svo maður er aldrei einmana eða neitt. Ég finn aldrei fyrir því. Ef maður vill tala við einhvern, þá hringir maður bara,“ segir Marsibil. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þáttinn Um land allt úr Mjóafirði má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá níu mínútna kafla frá Dalatanga úr þættinum:
Um land allt Fjarðabyggð Byggðamál Samgöngur Landbúnaður Hundar Veður Vitar Tengdar fréttir Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14 Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sagt var að í Mjóafirði byggju bara nokkrar þrjóskufullar manneskjur „Í Mjóafirði búa ekkert nema nokkrar þrjóskufullar manneskjur sem bíða dauða síns,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku, og skellir upp úr, en tekur fram að þetta hafi Jónas Árnason sagt. Sigfús segist alls ekki viðurkenna að þetta eigi við um íbúa Mjóafjarðar. 20. febrúar 2022 07:14
Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20