Aðskilnaðarsinnar biðja Rússa um hernaðaraðstoð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. febrúar 2022 22:31 AP/Evgeniy Maloletka Aðskilnaðarsinnar í héruðunum Doetsk og Luhansk í Úkraínu hafa óskað eftir hernaðaraðstoð frá Rússlandi til að bregðast við ágangi Úkraínumanna. Þetta hefur AP fréttastofan eftir talsmanni Kreml. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sjálfstæði héraðanna og skrifaði undir varnarsáttmála við aðskilnaðarsinna á mánudag og í gær fékk hann formlega heimild frá þinginu til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Dmitru Peskov, talsmaður Kreml, segir aðskilnaðarsinna hafa skrifað til Pútíns og óskað eftir aðstoð þar sem hernaðaraðgerðir Úkraínumanna á svæðunum hafi leitt til mannfalls almennra borgara og skemmda á innviðum. Jen Psaki, samskiptafulltrúi Hvíta hússins, sagði yfirvöld í Moskvu halda áfram að sigla undir fölsku flaggi fyrir komandi átök og að beiðni aðskilnaðarsinnanna í dag væri merki um tilraunir Rússa til að réttlæta átök. Vesturríkin myndu halda áfram að benda á slíkt og benda á raunverulega stöðu. Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi innrás Rússa í landið. Úkraínsk yfirvöld óttast að Rússar muni reyna að koma á enn frekara ójafnvægi í landinu með því að nýta sér stuðningsmenn sína í Úkraínu, þar á meðal stjórnmálaflokk sem á fulltrúa á úkraínska þinginu og er hliðhollur Rússum. Samþykkt þingsins gerir yfirvöldum kleift að hefta ferðir almennings, koma í veg fyrir mótmæli og banna stjórnmálaflokka og samtök í nafni almannahagsmuna. Neyðarástand tekur gildi á morgun og gildir í 30 daga. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsetum NATO ríkjanna Póllands og Litháens í dag en að fundinum loknum sagði Zelenskyy Úkraínumenn ekki fara í grafgötur með að þeir tilheyrðu engu varnarsamstarfi og þeir þyrftu að verja sig sjálfir. „Þess vegna þarf Úkraína á skýrum og nákvæmum öryggistryggingum að halda án tafar. Við viljum vera viss um að geta varið fólkið okkar og húsin okkar,“ sagði forsetinn. Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sjálfstæði héraðanna og skrifaði undir varnarsáttmála við aðskilnaðarsinna á mánudag og í gær fékk hann formlega heimild frá þinginu til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Dmitru Peskov, talsmaður Kreml, segir aðskilnaðarsinna hafa skrifað til Pútíns og óskað eftir aðstoð þar sem hernaðaraðgerðir Úkraínumanna á svæðunum hafi leitt til mannfalls almennra borgara og skemmda á innviðum. Jen Psaki, samskiptafulltrúi Hvíta hússins, sagði yfirvöld í Moskvu halda áfram að sigla undir fölsku flaggi fyrir komandi átök og að beiðni aðskilnaðarsinnanna í dag væri merki um tilraunir Rússa til að réttlæta átök. Vesturríkin myndu halda áfram að benda á slíkt og benda á raunverulega stöðu. Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi innrás Rússa í landið. Úkraínsk yfirvöld óttast að Rússar muni reyna að koma á enn frekara ójafnvægi í landinu með því að nýta sér stuðningsmenn sína í Úkraínu, þar á meðal stjórnmálaflokk sem á fulltrúa á úkraínska þinginu og er hliðhollur Rússum. Samþykkt þingsins gerir yfirvöldum kleift að hefta ferðir almennings, koma í veg fyrir mótmæli og banna stjórnmálaflokka og samtök í nafni almannahagsmuna. Neyðarástand tekur gildi á morgun og gildir í 30 daga. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsetum NATO ríkjanna Póllands og Litháens í dag en að fundinum loknum sagði Zelenskyy Úkraínumenn ekki fara í grafgötur með að þeir tilheyrðu engu varnarsamstarfi og þeir þyrftu að verja sig sjálfir. „Þess vegna þarf Úkraína á skýrum og nákvæmum öryggistryggingum að halda án tafar. Við viljum vera viss um að geta varið fólkið okkar og húsin okkar,“ sagði forsetinn.
Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29
Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21
Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01