Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2022 07:08 Joe Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í morgun. EPA Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. Biden segir að þetta stríð, sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ráðist í að yfirlögðu ráði, muni hafa skelfilegt mannfall og þjáningar í för með sér, að því er segir í frétt BBC. Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun og þá réðst fjölmennt rússneskt herlið inn í sunnanverða Úkraínu í morgun. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því svo yfir að allsherjarinnrás Rússa inn í Úkraínu væri hafin. Biden segir að Rússar beri einir ábyrgð á þeim dauðsföllum og þeirri eyðileggingu sem árásin hafi í för með sér og að Bandaríkin og bandamenn þeirra muni bregðast við í sameiningu og á ótvíræðan hátt. Hann segir að heimurinn muni draga Rússa til ábyrgðar. Biden mun ávarpa þjóð sína síðar í dag þar sem hann hyggst tíunda þær afleiðingar sem árásin hafi í för með sér fyrir Rússa. Hann segist fylgjast með framvindunni úr Hvíta húsinu og muni funda með leiðtogum G7-ríkjanna áður en hann greinir frá frekari viðbrögðum Bandaríkjamanna.
Biden segir að þetta stríð, sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ráðist í að yfirlögðu ráði, muni hafa skelfilegt mannfall og þjáningar í för með sér, að því er segir í frétt BBC. Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun og þá réðst fjölmennt rússneskt herlið inn í sunnanverða Úkraínu í morgun. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því svo yfir að allsherjarinnrás Rússa inn í Úkraínu væri hafin. Biden segir að Rússar beri einir ábyrgð á þeim dauðsföllum og þeirri eyðileggingu sem árásin hafi í för með sér og að Bandaríkin og bandamenn þeirra muni bregðast við í sameiningu og á ótvíræðan hátt. Hann segir að heimurinn muni draga Rússa til ábyrgðar. Biden mun ávarpa þjóð sína síðar í dag þar sem hann hyggst tíunda þær afleiðingar sem árásin hafi í för með sér fyrir Rússa. Hann segist fylgjast með framvindunni úr Hvíta húsinu og muni funda með leiðtogum G7-ríkjanna áður en hann greinir frá frekari viðbrögðum Bandaríkjamanna.
Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23