Segja Vöndu hafa svarað móður Arons og rangt að upp úr hafi soðið Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 10:16 Óvissa ríkir um framtíð Arons Einars Gunnarssonar með landsliðinu og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður var spurð út í hana á súpufundi á Akureyri í síðustu viku. Vilhelm/Hulda Margrét Þórsarar á Akureyri hafa sent frá sér athugasemd vegna fréttaflutnings af súpufundi í síðustu viku, þar sem móðir Arons Einars Gunnarssonar spurði Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, út í framtíð Arons með landsliðinu. Mannlíf fjallaði fyrst um málið og sagði í fyrirsögn að upp úr hefði soðið á þessum fjölmenna fundi og móðir Arons, Jóna Emilía Arnórsdóttir, engin svör fengið við sínum spurningum. Vísaði Mannlíf í heimildarmann sem verið hefði á meðal gesta. Framtíð Arons Einars með fótboltalandsliðinu hefur verið í óvissu eftir að lögregla hóf rannsókn á kynferðisbrotamáli frá árinu 2010, þar sem þeir Aron og Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH, eru sakaðir um hópnauðgun. Hann hefur ekki verið valinn í landsliðshóp síðan í júní í fyrra. „Að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur“ Í athugasemd Þórsara segir að það sé vissulega rétt að Jóna hafi verið viðstödd fundinn og spurt Vöndu hvort hún hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar, og hvort að hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki að snúa aftur í landsliðið. Það sé þó ekki rétt að upp úr hafi soðið, og að Vanda hafi svarað þessum spurningum. „Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur,“ segir í yfirlýsingu þeirra sem skipulögðu súpufundinn, en undir hana skrifa Þórsararnir Sigfús Ólafur Helgason, Nói Björnsson og Páll Jóhannesson. „Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa.“ Athugasemd Þórsara má lesa í heild hér að neðan. Athugasemd vegna fréttar Mannlífs um súpufund Þórs Óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við frétt sem birtist á vef Mannlífs í dag, 23. febrúar, og fleiri fjölmiðlar hafa vitnað til. Í fréttinni er greint frá súpufundi sem undirritaðir skipulögðu fyrir hönd íþróttafélagsins Þórs og veitingahússins Greifans í síðustu viku. Fyrirsögn fréttar Mannlífs er: Upp úr sauð á fundi Vöndu hjá knattspyrnudeild Þórs: Móðir Arons Einars fékk engin svör Fréttin hefst á þessum orðum: Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, heimsótti á dögunum súpufund íþróttafélagsins Þórs á Akureyri og var tilefnið framboð hennar til stjórnar KSÍ sem fram fer í lok mánaðarins. ·Tilefni fundarins var ekki framboð Vöndu til stjórnar KSÍ. Íþróttafélagið Þór og Greifinn héldu 29 súpufundi fyrir nokkrum árum, þar sem frummælendum var boðið og fjölmörg mál tekin til umfjöllunar. Nú var þráðurinn tekinn upp og ákveðið að bjóða formanni stærsta íþróttasambandsins á fyrsta fundinn. Mannlíf segir að fjölmennt hafi verið á fundinum, sem er sannleikanum samkvæmt. Jafnframt að Jóna Emilía Arnórsdóttir, móðir Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsmanns í knattpsyrnu, hafi verið á meðal fundargesta. Það er einnig hárrétt, svo og að hún hafi lagt spurningar fyrir formann KSÍ. Síðan segir í frétt Mannlífs: Samkvæmt heimildarmanni Mannlífs, sem var á meðal gesta, segir móður Arons Einars hafa spurt einfaldra spurninga en Vanda hafi ekki viljað svara þeim. „Þetta var hálf kjánalegt hjá henni Vöndu því það eina sem Jóna Emilía vildi fá á hreint var hvort Vanda hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar. Vanda vildi ekki svara þessari spurningu. Þeirri næstu var líka ekki svarað en þá spurði móðir Arons Einars hvort hann fengi ekki inn í landsliðið aftur þegar málið gegn syni hennar yrði fellt niður. ·Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur. ·Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa. Sigfús Ólafur Helgason Nói Björnsson Páll Jóhannesson KSÍ Fótbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Mannlíf fjallaði fyrst um málið og sagði í fyrirsögn að upp úr hefði soðið á þessum fjölmenna fundi og móðir Arons, Jóna Emilía Arnórsdóttir, engin svör fengið við sínum spurningum. Vísaði Mannlíf í heimildarmann sem verið hefði á meðal gesta. Framtíð Arons Einars með fótboltalandsliðinu hefur verið í óvissu eftir að lögregla hóf rannsókn á kynferðisbrotamáli frá árinu 2010, þar sem þeir Aron og Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH, eru sakaðir um hópnauðgun. Hann hefur ekki verið valinn í landsliðshóp síðan í júní í fyrra. „Að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur“ Í athugasemd Þórsara segir að það sé vissulega rétt að Jóna hafi verið viðstödd fundinn og spurt Vöndu hvort hún hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar, og hvort að hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki að snúa aftur í landsliðið. Það sé þó ekki rétt að upp úr hafi soðið, og að Vanda hafi svarað þessum spurningum. „Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur,“ segir í yfirlýsingu þeirra sem skipulögðu súpufundinn, en undir hana skrifa Þórsararnir Sigfús Ólafur Helgason, Nói Björnsson og Páll Jóhannesson. „Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa.“ Athugasemd Þórsara má lesa í heild hér að neðan. Athugasemd vegna fréttar Mannlífs um súpufund Þórs Óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við frétt sem birtist á vef Mannlífs í dag, 23. febrúar, og fleiri fjölmiðlar hafa vitnað til. Í fréttinni er greint frá súpufundi sem undirritaðir skipulögðu fyrir hönd íþróttafélagsins Þórs og veitingahússins Greifans í síðustu viku. Fyrirsögn fréttar Mannlífs er: Upp úr sauð á fundi Vöndu hjá knattspyrnudeild Þórs: Móðir Arons Einars fékk engin svör Fréttin hefst á þessum orðum: Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, heimsótti á dögunum súpufund íþróttafélagsins Þórs á Akureyri og var tilefnið framboð hennar til stjórnar KSÍ sem fram fer í lok mánaðarins. ·Tilefni fundarins var ekki framboð Vöndu til stjórnar KSÍ. Íþróttafélagið Þór og Greifinn héldu 29 súpufundi fyrir nokkrum árum, þar sem frummælendum var boðið og fjölmörg mál tekin til umfjöllunar. Nú var þráðurinn tekinn upp og ákveðið að bjóða formanni stærsta íþróttasambandsins á fyrsta fundinn. Mannlíf segir að fjölmennt hafi verið á fundinum, sem er sannleikanum samkvæmt. Jafnframt að Jóna Emilía Arnórsdóttir, móðir Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsmanns í knattpsyrnu, hafi verið á meðal fundargesta. Það er einnig hárrétt, svo og að hún hafi lagt spurningar fyrir formann KSÍ. Síðan segir í frétt Mannlífs: Samkvæmt heimildarmanni Mannlífs, sem var á meðal gesta, segir móður Arons Einars hafa spurt einfaldra spurninga en Vanda hafi ekki viljað svara þeim. „Þetta var hálf kjánalegt hjá henni Vöndu því það eina sem Jóna Emilía vildi fá á hreint var hvort Vanda hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar. Vanda vildi ekki svara þessari spurningu. Þeirri næstu var líka ekki svarað en þá spurði móðir Arons Einars hvort hann fengi ekki inn í landsliðið aftur þegar málið gegn syni hennar yrði fellt niður. ·Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur. ·Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa. Sigfús Ólafur Helgason Nói Björnsson Páll Jóhannesson
Athugasemd vegna fréttar Mannlífs um súpufund Þórs Óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við frétt sem birtist á vef Mannlífs í dag, 23. febrúar, og fleiri fjölmiðlar hafa vitnað til. Í fréttinni er greint frá súpufundi sem undirritaðir skipulögðu fyrir hönd íþróttafélagsins Þórs og veitingahússins Greifans í síðustu viku. Fyrirsögn fréttar Mannlífs er: Upp úr sauð á fundi Vöndu hjá knattspyrnudeild Þórs: Móðir Arons Einars fékk engin svör Fréttin hefst á þessum orðum: Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, heimsótti á dögunum súpufund íþróttafélagsins Þórs á Akureyri og var tilefnið framboð hennar til stjórnar KSÍ sem fram fer í lok mánaðarins. ·Tilefni fundarins var ekki framboð Vöndu til stjórnar KSÍ. Íþróttafélagið Þór og Greifinn héldu 29 súpufundi fyrir nokkrum árum, þar sem frummælendum var boðið og fjölmörg mál tekin til umfjöllunar. Nú var þráðurinn tekinn upp og ákveðið að bjóða formanni stærsta íþróttasambandsins á fyrsta fundinn. Mannlíf segir að fjölmennt hafi verið á fundinum, sem er sannleikanum samkvæmt. Jafnframt að Jóna Emilía Arnórsdóttir, móðir Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsmanns í knattpsyrnu, hafi verið á meðal fundargesta. Það er einnig hárrétt, svo og að hún hafi lagt spurningar fyrir formann KSÍ. Síðan segir í frétt Mannlífs: Samkvæmt heimildarmanni Mannlífs, sem var á meðal gesta, segir móður Arons Einars hafa spurt einfaldra spurninga en Vanda hafi ekki viljað svara þeim. „Þetta var hálf kjánalegt hjá henni Vöndu því það eina sem Jóna Emilía vildi fá á hreint var hvort Vanda hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar. Vanda vildi ekki svara þessari spurningu. Þeirri næstu var líka ekki svarað en þá spurði móðir Arons Einars hvort hann fengi ekki inn í landsliðið aftur þegar málið gegn syni hennar yrði fellt niður. ·Við, undirritaðir þurfum ekki að svara fyrir Vöndu eða verja hana á nokkurn hátt, en þar sem fundurinn var á ábyrgð okkar og Þórs er rétt að upplýsa að Vanda svaraði bæði þeirri spurningu hvort hún hefði hringt í Aron Einar, og hvort hún myndi beita sér fyrir því að hann fengi ekki inn í landsliðið aftur. ·Upplifun fólks af fundi sem þessum getur að sjálfsögðu verið mismunandi en að halda því fram að upp úr hafi soðið á fundinum eru í besta falli ýkjur að okkar mati. Fundarstjórinn, Viðar Sigurjónsson, starfsmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Akureyri, sá til þess að allt fór fram með sóma eins og hans var von og vísa. Sigfús Ólafur Helgason Nói Björnsson Páll Jóhannesson
KSÍ Fótbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira