Búast við að virkja viðbragð við Keflavíkurflugvöll Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 11:49 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm „Það sem kann að gerast er að virkjaðar verði viðbragðsáætlanir, varnaráætlanir, sem myndi þá og gæti þýtt - jafnvel óháð því hvort það yrði gert að aukinn viðbúnaður, aukin viðvera, aukið eftirlit og þar er Keflavíkursvæðið mikilvægt svæði. Og svona strategísk staðsetning okkar hér gerir það að verkum að það má búast við því að það verði aukinn viðbúnaður, aukið eftirlit og frekara viðbragð, hér eins og annars staðar.“ Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra á Alþingi í dag, þar sem rætt var um innrás Rússa í Úkraínu. Ríkisstjórnin hefur öll fordæmt árásina og lýst yfir mikilli sorg yfir þeim hörmungum sem nú dynja yfir. „Þetta er sorgardagur og atburðir næturinnar boðberi einhvers sem ég held að ég get fullyrt að við höfum öll leyft okkur að vona að við þyrftum ekki að upplifa og fyrst og fremst óbreyttir borgarar í Úkraínu þyrftu ekki að upplifa. Hvað dugir til? Ef ég bara vissi þá myndi ég segja það upphátt,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún sagðist vona að Evrópusambandið, Bandaríkin, Bretar og aðrir sem hafi tilkynnt um efnahagslegar þvinganir séu tilbúin að ganga lengra. „Og ég veit að Evrópusambandið ræðir það í dag um næsta stóra skref sem er þá af miklum þunga og þessar allsherjar efnahagslegar þvinganir,“ sagði hún. Íslensk stjórnvöld muni áfram standa með þeim í því. „Fórnarkostnaður við að gera það sem við getum til þess að verja frelsið án þess að fara í beinhörð átök - að sjálfsögðu erum við tilbúin til þess að bera hann. Það sem skiptir máli hér er að við stöndum saman, að við segjum hátt og skýrt í hvaða liði við erum. Hvar við staðsetjum okkur og gerum það sem við getum þar sem við getum það. Við erum herlaus þjóð, við höfum skyldum að gegna. Við höfum táknrænum skyldum að gegna. Við erum hér með svæði, viðbúnað, stuðning, þjónustu, samninga, sem skipta máli og mér finnst gott að finna fyrir því að ríkin í kringum okkur vita það, bera virðingu fyrir því og við erum fullir þátttakendur í því og við höfum svo sannarlega hlutverki að gegna.“ Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í aukafréttatíma Stöðvar 2 í dag. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra á Alþingi í dag, þar sem rætt var um innrás Rússa í Úkraínu. Ríkisstjórnin hefur öll fordæmt árásina og lýst yfir mikilli sorg yfir þeim hörmungum sem nú dynja yfir. „Þetta er sorgardagur og atburðir næturinnar boðberi einhvers sem ég held að ég get fullyrt að við höfum öll leyft okkur að vona að við þyrftum ekki að upplifa og fyrst og fremst óbreyttir borgarar í Úkraínu þyrftu ekki að upplifa. Hvað dugir til? Ef ég bara vissi þá myndi ég segja það upphátt,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún sagðist vona að Evrópusambandið, Bandaríkin, Bretar og aðrir sem hafi tilkynnt um efnahagslegar þvinganir séu tilbúin að ganga lengra. „Og ég veit að Evrópusambandið ræðir það í dag um næsta stóra skref sem er þá af miklum þunga og þessar allsherjar efnahagslegar þvinganir,“ sagði hún. Íslensk stjórnvöld muni áfram standa með þeim í því. „Fórnarkostnaður við að gera það sem við getum til þess að verja frelsið án þess að fara í beinhörð átök - að sjálfsögðu erum við tilbúin til þess að bera hann. Það sem skiptir máli hér er að við stöndum saman, að við segjum hátt og skýrt í hvaða liði við erum. Hvar við staðsetjum okkur og gerum það sem við getum þar sem við getum það. Við erum herlaus þjóð, við höfum skyldum að gegna. Við höfum táknrænum skyldum að gegna. Við erum hér með svæði, viðbúnað, stuðning, þjónustu, samninga, sem skipta máli og mér finnst gott að finna fyrir því að ríkin í kringum okkur vita það, bera virðingu fyrir því og við erum fullir þátttakendur í því og við höfum svo sannarlega hlutverki að gegna.“ Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í aukafréttatíma Stöðvar 2 í dag.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23