Stríð eru óskynsamleg Alexandra Breim skrifar 24. febrúar 2022 13:32 Vegna frétta síðustu daga er stríð okkur mörgum ofarlega í huga. Þau eru hrikaleg og heimskuleg, og aldrei réttlætanleg nema mögulega í sjálfsvörn eða vörn fyrir aðra. Kostnaðurinn við stríð mælist í mannslífum, en líka fjármunum, skaða á innviðum og fjáraustri í stríðsrekstur sem væri betur nýttur í annað. Það stríð sem ég vil ræða núna er þó ekki stríðið í Úkraínu, sem þó er mér ofarlega í huga og ég er með grein í vinnslu um það mál, en hér vil ég fjalla um stríðið gegn fíkniefnum. Sem því miður hefur orðið að stríði gegn vímuefnaneytendum og aðstandendum þeirra. Enda hefur það sýnt sig að ‘stríðið gegn fíkniefnum’ hefur kostað ótalda milljarða, fjöldamörg mannslíf og ómælanlegt samfélagslegt tjón og þjáningar fólks, og þau sjá undirheimastarfsemi fyrir öruggri tekjulind, án þess að ná neinu sem mætti kalla árangur eða sigur. Fólk grínast með það að fíkniefnin hafi unnið stríðið gegn fíkniefnum. Það sem fólk er að átta sig á er að fíkn er ekki vandamál sem hægt er að sigra með stríðsrekstri, með útilokun, fangelsun eða sívaxandi hörku. Mér finnst það skrítið hvað það hefur tekið langan tíma, þar sem það virkar frekar augljóst. Innleiðing aðferðafræði skaðaminnkunar er skynsamlegasta leiðin sem er í boði. Að veita fólki sem er í vandræðum aðstoð óháð neyslu, gefa fólki þann stuðning sem það þarf til að lifa og til að geta komist í þá stöðu að bæta sínar aðstæður, frekar en að krefjast þess að fólk geri það fyrst, þegar það er ekki í stakk búið til þess. Ég myndi ganga lengra en það, neyslurými eru mjög mikilvægt skref. Það er engum greiði gerður með því að fólk sem er í vandræðum og í neyslu neyðist til að nota þau í óöruggum aðstæðum, með mögulega óhreinum efnum, þar sem enginn getur hjálpað þeim ef eitthvað gerist. Afglæpavæðing neysluskammta er annað mikilvægt skref. Í því felst ekki að mér finnist neysla vímuefna góð hugmynd, heldur bara að það að gera neyslu þeirra að glæp stöðvar ekki neysluna, en gerir það erfiðara fyrir fólk að sækja sér hjálp og gerir það sennilegra til að sækja sér efni sem eru óörugg, hættuleg og fjármagna aðra hættulega starfsemi. Ef neyslan er glæpur, þá óttast fólk að leita hjálpar og óttast að vera þar sem er sennilegt að lögreglan handtaki þau fyrir neysluna. Og það gerir það erfiðara að veita því aðstoðina sem það þarf til að mögulega komast út úr neyslunni.Það að neysla sé glæpur verður til þess að fólk með vímuvanda forðast samskipti við lögregluna sem gera þau útsett fyrir misnotkun, jaðarsetningu og verður ólíklegt til að leita sér hjálpar og því erfiðara að veita þeim hjálp og aðstoð við að komast úr vímuvandanum. Ég ítreka að mér finnst neysla ekki góð hugmynd. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um það að við beitum þeim aðferðum sem eru sennilegar til að leysa vandann. Bann kemur ekki í veg fyrir að eitthvað sé gert. Refsing virkar ekki til að fæla fólk frá. Það er full reynt. Það er af því að fíknin er ekki bara einhver óskilgreind glæpsemi sem þurfi að refsa, ekki persónuleikabrestur sem er hægt að berja úr fólki. Heldur viðbragð við einsemd og vanlíðan, við áföllum sem hefur ekki verið unnið úr eða við sjúkdómum eða sálrænum erfiðleikum sem ekki hafa fengið rétta meðhöndlun. Þetta er félagslegt og læknisfræðilegt vandamál sem þarf að leysa með þeirra aðferðafræði. Við þurfum að vinna gegn rót vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Píratar Fíkn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Vegna frétta síðustu daga er stríð okkur mörgum ofarlega í huga. Þau eru hrikaleg og heimskuleg, og aldrei réttlætanleg nema mögulega í sjálfsvörn eða vörn fyrir aðra. Kostnaðurinn við stríð mælist í mannslífum, en líka fjármunum, skaða á innviðum og fjáraustri í stríðsrekstur sem væri betur nýttur í annað. Það stríð sem ég vil ræða núna er þó ekki stríðið í Úkraínu, sem þó er mér ofarlega í huga og ég er með grein í vinnslu um það mál, en hér vil ég fjalla um stríðið gegn fíkniefnum. Sem því miður hefur orðið að stríði gegn vímuefnaneytendum og aðstandendum þeirra. Enda hefur það sýnt sig að ‘stríðið gegn fíkniefnum’ hefur kostað ótalda milljarða, fjöldamörg mannslíf og ómælanlegt samfélagslegt tjón og þjáningar fólks, og þau sjá undirheimastarfsemi fyrir öruggri tekjulind, án þess að ná neinu sem mætti kalla árangur eða sigur. Fólk grínast með það að fíkniefnin hafi unnið stríðið gegn fíkniefnum. Það sem fólk er að átta sig á er að fíkn er ekki vandamál sem hægt er að sigra með stríðsrekstri, með útilokun, fangelsun eða sívaxandi hörku. Mér finnst það skrítið hvað það hefur tekið langan tíma, þar sem það virkar frekar augljóst. Innleiðing aðferðafræði skaðaminnkunar er skynsamlegasta leiðin sem er í boði. Að veita fólki sem er í vandræðum aðstoð óháð neyslu, gefa fólki þann stuðning sem það þarf til að lifa og til að geta komist í þá stöðu að bæta sínar aðstæður, frekar en að krefjast þess að fólk geri það fyrst, þegar það er ekki í stakk búið til þess. Ég myndi ganga lengra en það, neyslurými eru mjög mikilvægt skref. Það er engum greiði gerður með því að fólk sem er í vandræðum og í neyslu neyðist til að nota þau í óöruggum aðstæðum, með mögulega óhreinum efnum, þar sem enginn getur hjálpað þeim ef eitthvað gerist. Afglæpavæðing neysluskammta er annað mikilvægt skref. Í því felst ekki að mér finnist neysla vímuefna góð hugmynd, heldur bara að það að gera neyslu þeirra að glæp stöðvar ekki neysluna, en gerir það erfiðara fyrir fólk að sækja sér hjálp og gerir það sennilegra til að sækja sér efni sem eru óörugg, hættuleg og fjármagna aðra hættulega starfsemi. Ef neyslan er glæpur, þá óttast fólk að leita hjálpar og óttast að vera þar sem er sennilegt að lögreglan handtaki þau fyrir neysluna. Og það gerir það erfiðara að veita því aðstoðina sem það þarf til að mögulega komast út úr neyslunni.Það að neysla sé glæpur verður til þess að fólk með vímuvanda forðast samskipti við lögregluna sem gera þau útsett fyrir misnotkun, jaðarsetningu og verður ólíklegt til að leita sér hjálpar og því erfiðara að veita þeim hjálp og aðstoð við að komast úr vímuvandanum. Ég ítreka að mér finnst neysla ekki góð hugmynd. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um það að við beitum þeim aðferðum sem eru sennilegar til að leysa vandann. Bann kemur ekki í veg fyrir að eitthvað sé gert. Refsing virkar ekki til að fæla fólk frá. Það er full reynt. Það er af því að fíknin er ekki bara einhver óskilgreind glæpsemi sem þurfi að refsa, ekki persónuleikabrestur sem er hægt að berja úr fólki. Heldur viðbragð við einsemd og vanlíðan, við áföllum sem hefur ekki verið unnið úr eða við sjúkdómum eða sálrænum erfiðleikum sem ekki hafa fengið rétta meðhöndlun. Þetta er félagslegt og læknisfræðilegt vandamál sem þarf að leysa með þeirra aðferðafræði. Við þurfum að vinna gegn rót vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun