NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 21:14 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO. AP/Virginia Mayo Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. Fyrrverandi aðildarríki Sovétríkjanna og eða gömu austurblokkarinnar sem nú eru aðilar að NATO og Evrópusambandinu óttast um sinn hag eftir innrásina í Úkraínu. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið öflugasta hernaðarbandalag heims sem muni verja hverja tommu af landsvæði aðildarríkjanna. „Þess vegna höfum við aukið viðveru okkar í austurhluta bandalagsins með þúsundum hermanna, skipa og flugvéla undanfarnar tvær vikur,“ segir Stoltenberg. Ekki stæði til að senda NATO heri inn í Úkraínu. Þetta væru hins vegar skýr skilaboð um að árás á eitt bandalagsríkjanna væri árás á þau öll. „Þannig að við erum í viðbragðsstöðu. Við erum að stilla okkur upp á nýtt. En aðgerðir okkar eru til varna og eru hnitmiðaðar. Við sækjumst ekki eftir átökum, við viljum koma í veg fyrir átök,“ segir Stoltenberg. Leiðtogar Vesturlanda hafa allir sem einn fordæmt innrásina. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði árás Rússa tilhæfulausa. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Virginia Mayo „Við fordæmum þessa villimannlegu árás og þau kaldrifjuðu rök sem notuð eru til að réttlæta hana. Það er Pútín forseti sem kallar stríð yfir Evrópu og á þessum myrku stundum stendur Evrópsambandið og íbúar þess með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni,“ sagði von der Leyen. Refsiaðgerðir muni beinast mikilvægum þáttum í efnahagslífi Rússlands með því að loka á aðgang þeirra að tækni og mörkuðum sem skipti Rússa höfuðmáli. „Við munum veikja efnahagsgrunn Rússlands og getu landsins til að nútímavæðast og auk þess munum við frysta rússneskar eignir í Evrópusambandinu og loka fyrir aðgang rússneskra banka að fjármálamörkuðum Evrópum," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AP/Carolyn Kaster Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Rússa mega reikna með mjög hörðum refsiaðgerðum. „Og ef það stoppar ekki Putin þegar á reynir höfum við og bandamenn okkar gert það alveg ljóst að það hefði gríðarleg áhrif þegar fram í sækir. Rússar munu gjalda í langan tíma,“ sagði Blinken í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Rússland NATO Tengdar fréttir Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16 Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45 Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Fyrrverandi aðildarríki Sovétríkjanna og eða gömu austurblokkarinnar sem nú eru aðilar að NATO og Evrópusambandinu óttast um sinn hag eftir innrásina í Úkraínu. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið öflugasta hernaðarbandalag heims sem muni verja hverja tommu af landsvæði aðildarríkjanna. „Þess vegna höfum við aukið viðveru okkar í austurhluta bandalagsins með þúsundum hermanna, skipa og flugvéla undanfarnar tvær vikur,“ segir Stoltenberg. Ekki stæði til að senda NATO heri inn í Úkraínu. Þetta væru hins vegar skýr skilaboð um að árás á eitt bandalagsríkjanna væri árás á þau öll. „Þannig að við erum í viðbragðsstöðu. Við erum að stilla okkur upp á nýtt. En aðgerðir okkar eru til varna og eru hnitmiðaðar. Við sækjumst ekki eftir átökum, við viljum koma í veg fyrir átök,“ segir Stoltenberg. Leiðtogar Vesturlanda hafa allir sem einn fordæmt innrásina. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði árás Rússa tilhæfulausa. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.AP/Virginia Mayo „Við fordæmum þessa villimannlegu árás og þau kaldrifjuðu rök sem notuð eru til að réttlæta hana. Það er Pútín forseti sem kallar stríð yfir Evrópu og á þessum myrku stundum stendur Evrópsambandið og íbúar þess með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni,“ sagði von der Leyen. Refsiaðgerðir muni beinast mikilvægum þáttum í efnahagslífi Rússlands með því að loka á aðgang þeirra að tækni og mörkuðum sem skipti Rússa höfuðmáli. „Við munum veikja efnahagsgrunn Rússlands og getu landsins til að nútímavæðast og auk þess munum við frysta rússneskar eignir í Evrópusambandinu og loka fyrir aðgang rússneskra banka að fjármálamörkuðum Evrópum," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.AP/Carolyn Kaster Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Rússa mega reikna með mjög hörðum refsiaðgerðum. „Og ef það stoppar ekki Putin þegar á reynir höfum við og bandamenn okkar gert það alveg ljóst að það hefði gríðarleg áhrif þegar fram í sækir. Rússar munu gjalda í langan tíma,“ sagði Blinken í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Bandaríkin Rússland NATO Tengdar fréttir Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16 Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45 Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. 24. febrúar 2022 20:16
Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. 24. febrúar 2022 19:45
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23