Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. febrúar 2022 00:00 Bjartari tímar eru vonandi fram undan. Vísir/Vilhelm Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. Ríkisstjórnin samþykkti það á fundi sínum í gær að aflétta öllum takmörkunum frá og með miðnætti aðfaranótt föstudagsins 25. febrúar og heyrir því grímuskylda, nándarregla, samkomubann og ýmsar aðrar takmarkanir sögunni til. Ætla má að margir muni fagna þessum tímamótum um helgina og eru barir landsins til að mynda þegar byrjaðir að undirbúa sig. Landspítalinn hefur þó varað við auknu álagi vegna afléttinga og er fólk því hvatt til að fara áfram varlega. Engar takmarkanir eru lengur í gildi. Veiran ekki horfin Enn eru talsvert margir að greinast smitaðir, þeir voru til að mynda ríflega 3.300 í dag og hafa aldrei verið fleiri, en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir útbreiðslu veirunnar þegar svo mikla að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. Íslendingar eru þó alls ekki hólpnir en áfram þarf að fylgjast með nýjum afbrigðum og öðrum vendingum í faraldrinum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að veiran myndi enn vera með okkur en að við gætum lifað með henni. Að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn veirunni helsta leiðin út úr faraldrinum. Um 80 prósent þurfi að smitast og miðað við núverandi útbreiðslu er líklegt að það takist seinni hlutann í mars. Nánast tvö ár af takmörkunum Fyrst var gripið til samkomutakmarkana 13. mars 2020 en þá var vika liðin frá því að fyrstu tilfellin greindust og greip þáverandi ríkisstjórn til þess ráðs að setja á samkomubann. Þegar mest á lét voru tíu manna samkomutakmörk í gildi hér á landi auk þess sem miklar takmarkanir voru á ferðalögum milli landa. Sumarið 2021 var tilkynnt um að öllum aðgerðum innanlands yrði aflétt í ljósi góðrar stöðu en það átti eftir að reynast skammgóður vermir, líkt og flestir muna. Vonandi er staðan önnur í dag og munu Íslendingar geta fagnað þessum stóru tímamótum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti það á fundi sínum í gær að aflétta öllum takmörkunum frá og með miðnætti aðfaranótt föstudagsins 25. febrúar og heyrir því grímuskylda, nándarregla, samkomubann og ýmsar aðrar takmarkanir sögunni til. Ætla má að margir muni fagna þessum tímamótum um helgina og eru barir landsins til að mynda þegar byrjaðir að undirbúa sig. Landspítalinn hefur þó varað við auknu álagi vegna afléttinga og er fólk því hvatt til að fara áfram varlega. Engar takmarkanir eru lengur í gildi. Veiran ekki horfin Enn eru talsvert margir að greinast smitaðir, þeir voru til að mynda ríflega 3.300 í dag og hafa aldrei verið fleiri, en Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir útbreiðslu veirunnar þegar svo mikla að takmarkanir skili engu á þessum tímapunkti. Íslendingar eru þó alls ekki hólpnir en áfram þarf að fylgjast með nýjum afbrigðum og öðrum vendingum í faraldrinum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að veiran myndi enn vera með okkur en að við gætum lifað með henni. Að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn veirunni helsta leiðin út úr faraldrinum. Um 80 prósent þurfi að smitast og miðað við núverandi útbreiðslu er líklegt að það takist seinni hlutann í mars. Nánast tvö ár af takmörkunum Fyrst var gripið til samkomutakmarkana 13. mars 2020 en þá var vika liðin frá því að fyrstu tilfellin greindust og greip þáverandi ríkisstjórn til þess ráðs að setja á samkomubann. Þegar mest á lét voru tíu manna samkomutakmörk í gildi hér á landi auk þess sem miklar takmarkanir voru á ferðalögum milli landa. Sumarið 2021 var tilkynnt um að öllum aðgerðum innanlands yrði aflétt í ljósi góðrar stöðu en það átti eftir að reynast skammgóður vermir, líkt og flestir muna. Vonandi er staðan önnur í dag og munu Íslendingar geta fagnað þessum stóru tímamótum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. 23. febrúar 2022 20:01
Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27
Erfitt að sjá hverju takmarkanir skila þegar útbreiðslan er svona mikil Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfitt að sjá hverju sóttvarnatakmarkanir skili nú þegar útbreiðsla kórónuveirunnar er jafn mikil og raun ber vitni. Hann stefnir að því að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum innanlands og á landamærum í síðasta lagi á föstudag. 23. febrúar 2022 08:53