Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 06:49 Volódímír Selenskíj forseti Úkraínu telur markmið Rússa að fella þjóðhöfðingjann - sig. AP/Ukrainian Presidential Press Office Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. Rússland hóf allsherjar innrás í Úkraínu í gærmorgun, af landi, úr lofti og af sjó, í kjölfar þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir stríði. Talið er að hundrað þúsund hafi flúið heimili sín frá því að sprengjur tóku að falla í mörgum helstu borgum Úkraínu. Hátt í 140 Úkraínumenn eru taldir af. Yfirvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum segja að markmið Rússlands sé að ná Kænugarði á sitt vald og að hrekja ríkisstjórnina frá völdum, sem Pútín líti á sem leppstjórn Bandaríkjanna. Pútín staðfesti það sjálfur í ræðu sinni í gær. Rússneskar hersveitir náðu í gær gamla kjarnorkuverinu Tsjernóbíl á sitt vald en það er staðsett rétt norður af Kænugarði. Hersveitirnar, sem náð hafa Tsjernóbíl, halda nú til Kænugarðs en þær réðust inn í landið í gegn um landamæri Hvíta-Rússlands í norðri, sem er systa leiðin frá landamærunum að Kænugarði. „Óvinurinn hefur gert mig að helsta skotmarki sínu,“ sagði Selenskíj í ávarpi sem hann flutti í gærkvöldi. „Fjölskyldan mín er næsta skotmark. Þeir vilja eyðileggja stjórnmál Úkraínu með því að fella þjóðhöfðingjann,“ sagði hann og bætti við: „Ég mun halda kyrru fyrir í höfuðborginni. Fjölskyldan mín er líka í Úkraínu.“ Pútín sagði í ávarpi í gærmorgun að Rússland væri nú í „sérstakri hernaðaraðgerð“ til þess að stöðva yfirvöld í Úkraínu og þjóðarmorðið sem þau hafi framið gegn þjóð sinni, sem er ásökun sem vesturveldin segja enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þá hefur hann lýst því yfir að hann líti ekki á Úkraínu sem fullvalda ríki og að landið sem Úkraína sé á sé í raun eign Rússlands. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20 NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14 Eins og fjölskylda að éta sjálfa sig Rússnesk kona sem búsett hefur verið á Íslandi um árabil er í áfalli vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hana óraði ekki fyrir því að Pútín léti til skarar skríða. 24. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Rússland hóf allsherjar innrás í Úkraínu í gærmorgun, af landi, úr lofti og af sjó, í kjölfar þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir stríði. Talið er að hundrað þúsund hafi flúið heimili sín frá því að sprengjur tóku að falla í mörgum helstu borgum Úkraínu. Hátt í 140 Úkraínumenn eru taldir af. Yfirvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum segja að markmið Rússlands sé að ná Kænugarði á sitt vald og að hrekja ríkisstjórnina frá völdum, sem Pútín líti á sem leppstjórn Bandaríkjanna. Pútín staðfesti það sjálfur í ræðu sinni í gær. Rússneskar hersveitir náðu í gær gamla kjarnorkuverinu Tsjernóbíl á sitt vald en það er staðsett rétt norður af Kænugarði. Hersveitirnar, sem náð hafa Tsjernóbíl, halda nú til Kænugarðs en þær réðust inn í landið í gegn um landamæri Hvíta-Rússlands í norðri, sem er systa leiðin frá landamærunum að Kænugarði. „Óvinurinn hefur gert mig að helsta skotmarki sínu,“ sagði Selenskíj í ávarpi sem hann flutti í gærkvöldi. „Fjölskyldan mín er næsta skotmark. Þeir vilja eyðileggja stjórnmál Úkraínu með því að fella þjóðhöfðingjann,“ sagði hann og bætti við: „Ég mun halda kyrru fyrir í höfuðborginni. Fjölskyldan mín er líka í Úkraínu.“ Pútín sagði í ávarpi í gærmorgun að Rússland væri nú í „sérstakri hernaðaraðgerð“ til þess að stöðva yfirvöld í Úkraínu og þjóðarmorðið sem þau hafi framið gegn þjóð sinni, sem er ásökun sem vesturveldin segja enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þá hefur hann lýst því yfir að hann líti ekki á Úkraínu sem fullvalda ríki og að landið sem Úkraína sé á sé í raun eign Rússlands.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20 NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14 Eins og fjölskylda að éta sjálfa sig Rússnesk kona sem búsett hefur verið á Íslandi um árabil er í áfalli vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hana óraði ekki fyrir því að Pútín léti til skarar skríða. 24. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins tilkynntu síðdegis um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þrátt fyrir að ríkin fullyrða að þeirra aðgerðir séu þær hörðustu og umfangsmestu í sögunni var ekki ákveðið að loka fyrir aðgengi Rússa að alþjóðlega SWIFT-greiðslukerfinu, sem flestir eru sammála um að myndi reynast mikið högg. 24. febrúar 2022 23:20
NATO eykur viðbúnað sinni í aðildarríkjunum í austri Allar helstu þjóðir Vesturlanda hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og ákveðið að herða á refsiaðgerðir sínar gagnvart þeim. Nato ætlar að styrkja herafla sinn í aðildarríkjum sínum í austur Evrópu. 24. febrúar 2022 21:14
Eins og fjölskylda að éta sjálfa sig Rússnesk kona sem búsett hefur verið á Íslandi um árabil er í áfalli vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hana óraði ekki fyrir því að Pútín léti til skarar skríða. 24. febrúar 2022 21:00