Stjórnvöld hvetja íbúa til að berjast gegn Rússum með bensínsprengjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 25. febrúar 2022 08:52 Slökkviliðsmenn slökkva eld í íbúðabyggingu í Kænugarði sem varð fyrir flugskeyti í dag. Getty/Pierre Crom Rússneski herinn er nú kominn inn í Obolon-hverfið í Kænugarði, um níu kílómetra norður af þinghúsinu í miðborg Kænugarðs. Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt íbúa til að berjast gegn innrásarhernum, meðal annars með því að útbúa bensínsprengjur. Sprengingar og skothljóð heyrast í norðurhluta borgarinnar. Þetta kemur fram í frétt AFP sem vísar í Twitter-færslu frá úkraínska varnarmálaráðuneytinu. Áður höfðu úkraínskir ráðamenn spáð því að Rússar myndu gera skriðdrekaárás á borgina í dag. „Almenningur reynir nú að komast í öruggt skjól og heyra má skothljóð og sprengjur í Obolonsky hverfinu. Heyra má stærri sprengingarnar í miðborginni,“ segir í frétt AFP. Rússneskar hersveitir komu að borgarmörkunum í gær þegar þyrlusveitir reyndu að ná yfirráðum á nálægum flugvelli. „Við hvetjum almenning til að láta okkur vita af ferðum innrásarhersins, að búa til Molotov kokteila og reyna að stöðva óvininn,“ segir í tilkynningu úkraínska yfirvalda. . ! « », ! - ! !— Defence of Ukraine (@DefenceU) February 25, 2022 Eftir nokkurra klukkustunda hvíld hófst árás Rússa aftur klukkan fjögur að staðartíma í nótt. Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa. Þá gaf einn helsti ráðgjafi úkraínska innanríkisráðuneytisins út í morgun að þeir sem „standi vörð um Kænugarð“ séu reiðubúnir með varnarkerfi gegn skriðdrekum sem Úkraínumenn hafi fengið frá erlendum samstarfsþjóðum. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Sprengingar og skothljóð heyrast í norðurhluta borgarinnar. Þetta kemur fram í frétt AFP sem vísar í Twitter-færslu frá úkraínska varnarmálaráðuneytinu. Áður höfðu úkraínskir ráðamenn spáð því að Rússar myndu gera skriðdrekaárás á borgina í dag. „Almenningur reynir nú að komast í öruggt skjól og heyra má skothljóð og sprengjur í Obolonsky hverfinu. Heyra má stærri sprengingarnar í miðborginni,“ segir í frétt AFP. Rússneskar hersveitir komu að borgarmörkunum í gær þegar þyrlusveitir reyndu að ná yfirráðum á nálægum flugvelli. „Við hvetjum almenning til að láta okkur vita af ferðum innrásarhersins, að búa til Molotov kokteila og reyna að stöðva óvininn,“ segir í tilkynningu úkraínska yfirvalda. . ! « », ! - ! !— Defence of Ukraine (@DefenceU) February 25, 2022 Eftir nokkurra klukkustunda hvíld hófst árás Rússa aftur klukkan fjögur að staðartíma í nótt. Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa. Þá gaf einn helsti ráðgjafi úkraínska innanríkisráðuneytisins út í morgun að þeir sem „standi vörð um Kænugarð“ séu reiðubúnir með varnarkerfi gegn skriðdrekum sem Úkraínumenn hafi fengið frá erlendum samstarfsþjóðum. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira