Glænýtt tónlistarmyndband hjá hljómsveitinni Vök: „Eigum það til að grafa dálítið dýpra í hlutina“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 12:51 Hljómsveitin Vök sendi frá sér tónlistarmyndband í dag við lagið Lose Control. Dóra Dúna/Aðsend Hljómsveitin Vök sendi frá sér lagið Lose Control fyrr í dag ásamt glænýju tónlistarmyndbandi. Blaðamaður heyrði í meðlimum hljómsveitarinnar og fékk að spyrja út í innblástur lagsins Yndislega áreynslulaust „Lose Control er eitt af þessum lögum sem var svo ótrúlega áreynslulaust í bígerð. Það er svo yndislegt þegar það gerist, eins og lagið sé að biðja um að komast í heiminn. Upprunalega er lagið einfaldlega ég að fantasera um kærustuna mína og hvað það er unaðslegt að vera með konu. En við Einar eigum það til að grafa dálítið dýpra í hlutina. Við fundum örlítið dimmari túlkun á laginu sem kemur fram í myndbandinu en fólki er að sjálfsögðu velkomið að túlka lagið eins og því sýnist,“ segir Margrét Rán, söngkona Vök. View this post on Instagram A post shared by Vo k (@vokmusic) Persónuleg saga Í textanum heldur Margrét áfram með persónulega sögu sína um tímabilið þar sem hún var að horfast í augu við kynvitund sína. „Myndbandið sem fylgir laginu sýnir karakter sem hefði auðveldlega getað verið ég á ákveðnu tímabili í lífi mínu,“ segir Margrét Rán. Hún segir einnig magnað að sjá leikkonuna Írisi Tönju túlka þennan karakter í tónlistarmyndbandinu. Mynbandið var gert af Hilmi Berg og Einari Eyland og framleitt af Tjarnargötunni. Meðlimir Vakar eru Margrét Rán, Einar Stef og Bergur Einar. Ný plata væntanleg Í viðtali við Bylgjuna í morgun segir hljómsveitin að ný plata sé væntanleg í haust. Viðtalið má finna hér. Þau nýttu tímann sem gafst í Covid faraldrinum í hin ýmsu verkefni og tónlistar sköpun. Margrét Rán samdi meðal annars tónlist fyrir heimildarmynd og segjast þau hafa notið þess að vinna við ný og skemmtileg verkefni. View this post on Instagram A post shared by Vo k (@vokmusic) Vök gefa út undir eigin merkjum á Íslandi og alþjóðlega hjá kanadíska fyrirtækinu Nettwerk. Við þessa nýju plötu ákváðu þau í fyrsta skipti að vinna plötuna alveg sjálf. Fyrir síðustu tvær plötur unnu þau með utanaðkomandi pródúsent en nú vildu þau prófa að gera þetta sjálf þar sem þau fundu að ákveðið öryggi var komið til þeirra. Bergur, trommari hljómsveitarinnar, vann þetta með þeim og fengu þau til liðs við sig tvo aðila við að mixa plötuna, hinn breska David Ranch og Friðfinn Oculus. Segja þau heilbrigt að einhver annar aðili komi að loka touchinu, sem gefur verkinu ákveðna dýpt. Þau segja mikilvægt að vinna með alls konar fólki þar sem það er svo lærdómsríkt. Ég held að maður sé í slæmum málum ef maður hættir að læra. Þá er held ég bara lífið orðið svolítið leiðinlegt, segir Einar Stef og verður blaðamaður að fá að taka undir með honum. Tónlist Menning Tengdar fréttir Lagið varð til eftir jarðarför í skrítnum aðstæðum Hljómsveitin VÖK sendir frá sér nýtt lag í dag. Nýja smáskífan sem nefnist, No Coffee at the Funeral, eða Ekkert kaffi í jarðarförinni er hjartnæmt lag sem varð til eftir að afi Margrétar Ránar lést árið 2020. 20. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Blaðamaður heyrði í meðlimum hljómsveitarinnar og fékk að spyrja út í innblástur lagsins Yndislega áreynslulaust „Lose Control er eitt af þessum lögum sem var svo ótrúlega áreynslulaust í bígerð. Það er svo yndislegt þegar það gerist, eins og lagið sé að biðja um að komast í heiminn. Upprunalega er lagið einfaldlega ég að fantasera um kærustuna mína og hvað það er unaðslegt að vera með konu. En við Einar eigum það til að grafa dálítið dýpra í hlutina. Við fundum örlítið dimmari túlkun á laginu sem kemur fram í myndbandinu en fólki er að sjálfsögðu velkomið að túlka lagið eins og því sýnist,“ segir Margrét Rán, söngkona Vök. View this post on Instagram A post shared by Vo k (@vokmusic) Persónuleg saga Í textanum heldur Margrét áfram með persónulega sögu sína um tímabilið þar sem hún var að horfast í augu við kynvitund sína. „Myndbandið sem fylgir laginu sýnir karakter sem hefði auðveldlega getað verið ég á ákveðnu tímabili í lífi mínu,“ segir Margrét Rán. Hún segir einnig magnað að sjá leikkonuna Írisi Tönju túlka þennan karakter í tónlistarmyndbandinu. Mynbandið var gert af Hilmi Berg og Einari Eyland og framleitt af Tjarnargötunni. Meðlimir Vakar eru Margrét Rán, Einar Stef og Bergur Einar. Ný plata væntanleg Í viðtali við Bylgjuna í morgun segir hljómsveitin að ný plata sé væntanleg í haust. Viðtalið má finna hér. Þau nýttu tímann sem gafst í Covid faraldrinum í hin ýmsu verkefni og tónlistar sköpun. Margrét Rán samdi meðal annars tónlist fyrir heimildarmynd og segjast þau hafa notið þess að vinna við ný og skemmtileg verkefni. View this post on Instagram A post shared by Vo k (@vokmusic) Vök gefa út undir eigin merkjum á Íslandi og alþjóðlega hjá kanadíska fyrirtækinu Nettwerk. Við þessa nýju plötu ákváðu þau í fyrsta skipti að vinna plötuna alveg sjálf. Fyrir síðustu tvær plötur unnu þau með utanaðkomandi pródúsent en nú vildu þau prófa að gera þetta sjálf þar sem þau fundu að ákveðið öryggi var komið til þeirra. Bergur, trommari hljómsveitarinnar, vann þetta með þeim og fengu þau til liðs við sig tvo aðila við að mixa plötuna, hinn breska David Ranch og Friðfinn Oculus. Segja þau heilbrigt að einhver annar aðili komi að loka touchinu, sem gefur verkinu ákveðna dýpt. Þau segja mikilvægt að vinna með alls konar fólki þar sem það er svo lærdómsríkt. Ég held að maður sé í slæmum málum ef maður hættir að læra. Þá er held ég bara lífið orðið svolítið leiðinlegt, segir Einar Stef og verður blaðamaður að fá að taka undir með honum.
Tónlist Menning Tengdar fréttir Lagið varð til eftir jarðarför í skrítnum aðstæðum Hljómsveitin VÖK sendir frá sér nýtt lag í dag. Nýja smáskífan sem nefnist, No Coffee at the Funeral, eða Ekkert kaffi í jarðarförinni er hjartnæmt lag sem varð til eftir að afi Margrétar Ránar lést árið 2020. 20. ágúst 2021 15:00 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lagið varð til eftir jarðarför í skrítnum aðstæðum Hljómsveitin VÖK sendir frá sér nýtt lag í dag. Nýja smáskífan sem nefnist, No Coffee at the Funeral, eða Ekkert kaffi í jarðarförinni er hjartnæmt lag sem varð til eftir að afi Margrétar Ránar lést árið 2020. 20. ágúst 2021 15:00