„Þarf líka góðan leiðtoga sem talar mikið og er tilbúinn að stýra og stjórna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2022 09:00 Arnar Gunnlaugsson segir Víking hafa verið í leit að leiðtoga sem og góðum fótboltamanni. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkinga segir félagið ekki aðeins hafa verið að leita að góðum fótboltamanna heldur einnig leiðtoga en félagið samdi við hinn sænska Oliver Ekroth í gærdag. „Hann var fyrirliði í sínu liði í mjög sterkri deild. Kann fótbolta. Eftir að Kári (Árnason) og Sölvi (Geir Ottesen) hættu er ekki nóg að finna góðan fótboltamann heldur þarf líka góðan leiðtoga, sem talar mikið og er tilbúinn að stýra og stjórna,“ sagði Arnar um nýjasta leikmann Víkinga. „Hann virkar líka eins og hann sé hungraður að koma og hjálpa okkur að verja báða titlana og gera vel í Evrópu. Það er draumur margra að vera í Evrópukeppni og hann hefur ekki gert það hingað til, ég finn að hann er mjög hungraður í að gera vel á Íslandi.“ „Það hjálpar gríðarlega, hefur mikið aðdráttarafl. Það er ekkert sjálfsagður hlutur að vera í Evrópukeppni og fyrir marga er þetta draumur. Hann er nú 30 ára og búinn að spila í öllum deildum í Svíþjóð og náði loks að spila í efstu deild í fyrra og gerði mjög vel. Nú er næsta skref að gera vel í Evrópu og líka bara hjálpa okkur. Ég held að verkefnið sé mjög spennandi fyrir hann,“ sagði Arnar um mikilvægi þess að vera í Evrópukeppni. „Hvað okkur varðar þá leituðum við mjög lengi. Við gerðum tilboð í einhverja og hann var á listanum okkar í langan tíma, fengum góð meðmæli og reyndum að gera okkar vinnu eins vel og hægt væri. Þetta er stórt mál, að taka útlendinga heim. Heppnast stundum og stundum ekki en mér finnst við hafa unnið grunnvinnuna,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar sagði Víkingsliðið hafa verið í leit að leiðtoga Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Nýr miðvörður Víkings um veðrið á Íslandi: „Getur bara orðið betra úr þessu“ „Ég varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið. Er að spila í Evrópu á næstu leiktíð, unnu deild og bikar í fyrra og stefna á að verja þá í ár,“ sagði Oliver Ekroth, nýjasti liðsmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings við Vísi og Stöð 2 Sport eftir undirskrift í dag. 25. febrúar 2022 18:35 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
„Hann var fyrirliði í sínu liði í mjög sterkri deild. Kann fótbolta. Eftir að Kári (Árnason) og Sölvi (Geir Ottesen) hættu er ekki nóg að finna góðan fótboltamann heldur þarf líka góðan leiðtoga, sem talar mikið og er tilbúinn að stýra og stjórna,“ sagði Arnar um nýjasta leikmann Víkinga. „Hann virkar líka eins og hann sé hungraður að koma og hjálpa okkur að verja báða titlana og gera vel í Evrópu. Það er draumur margra að vera í Evrópukeppni og hann hefur ekki gert það hingað til, ég finn að hann er mjög hungraður í að gera vel á Íslandi.“ „Það hjálpar gríðarlega, hefur mikið aðdráttarafl. Það er ekkert sjálfsagður hlutur að vera í Evrópukeppni og fyrir marga er þetta draumur. Hann er nú 30 ára og búinn að spila í öllum deildum í Svíþjóð og náði loks að spila í efstu deild í fyrra og gerði mjög vel. Nú er næsta skref að gera vel í Evrópu og líka bara hjálpa okkur. Ég held að verkefnið sé mjög spennandi fyrir hann,“ sagði Arnar um mikilvægi þess að vera í Evrópukeppni. „Hvað okkur varðar þá leituðum við mjög lengi. Við gerðum tilboð í einhverja og hann var á listanum okkar í langan tíma, fengum góð meðmæli og reyndum að gera okkar vinnu eins vel og hægt væri. Þetta er stórt mál, að taka útlendinga heim. Heppnast stundum og stundum ekki en mér finnst við hafa unnið grunnvinnuna,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar sagði Víkingsliðið hafa verið í leit að leiðtoga
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Nýr miðvörður Víkings um veðrið á Íslandi: „Getur bara orðið betra úr þessu“ „Ég varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið. Er að spila í Evrópu á næstu leiktíð, unnu deild og bikar í fyrra og stefna á að verja þá í ár,“ sagði Oliver Ekroth, nýjasti liðsmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings við Vísi og Stöð 2 Sport eftir undirskrift í dag. 25. febrúar 2022 18:35 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Nýr miðvörður Víkings um veðrið á Íslandi: „Getur bara orðið betra úr þessu“ „Ég varð mjög spenntur þegar ég heyrði um félagið. Er að spila í Evrópu á næstu leiktíð, unnu deild og bikar í fyrra og stefna á að verja þá í ár,“ sagði Oliver Ekroth, nýjasti liðsmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings við Vísi og Stöð 2 Sport eftir undirskrift í dag. 25. febrúar 2022 18:35