Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2022 20:01 Bílalest Rússa á Krímskaga. Vísir/AP Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. Árásir Rússa á úkraínskar borgir héldu áfram í alla nótt og segir varnarmálaráðherra Úkraínu að rússneskir hermenn séu teknir að beina sprengjuárásum á íbúabyggðir, spítala og skóla. Kort sem uppfært var klukkan átta í morgun.grafík/ragnar visage Þetta kort var uppfært klukkan átta í morgun. Rauðu svæðin eru þau sem Rússar stjórna. Appelsínugulu punktarnir sýna staði þar sem sprengjuárásir hafa verið gerðar og rauðu punktarnir sýna staði þar sem virk átök milli stríðandi fylkinga hafa verið. Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT greiðslukerfinu en það er notað til að miðla greiðslum á milli alþjóðlegra banka. Í dag hafa stjórnvöld á Ítalíu, í Ungverjalandi og í Kýpur sagt styðja við brottrekstur Rússa úr fjármálakerfinu en fyrir hafa Bandaríki, Kanada, Bretland og Evrópusambandið lýst yfir vilja til brottreksturs Rússa. Þjóðverjar hafa verið hikandi með það. Flóttamenn halda áfram að flýja frá Úkraínu til Póllands, Rúmeníu og fleiri landa. I learn to use #Kalashnikov and prepare to bear arms. It sounds surreal as just a few days ago it would never come to my mind. Our #women will protect our soil the same way as our #men. Go #Ukraine! 🇺🇦 pic.twitter.com/UbF4JRGlcy— Kira Rudik (@kiraincongress) February 25, 2022 Þingmenn Úkraínu eru meðal þeirra sem hafa tekið til vopna til varnar þjóð sinni. Á þessari mynd hér að ofan sést úkraínsk þingkona með riffil sem hún lærði á í gær. Fyrrum forseti Úkraínu varðist á götum úti í dag og sagði Pútin einfaldlega að hypja sig burt. „Þetta er landið okkar. Þetta er fólkið okkar. Pútín hefur ekkert að gera hér. Farðu úr Úkraínu, herra Pútín,“ sagði Petro Poroshenko. Vólódómír Selenskíj forseti Úkraínu er enn staddur í Kænugarði en hann ávarpaði þjóðina í morgun. „Hlustið nú: Ég er hér. Við munum ekki leggja niður vopn okkar, við munum vernda landið okkar. Vopn okkar eru sannleikur okkar, þetta er okkar land, okkar börn og við þurfum að vernda þau.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Árásir Rússa á úkraínskar borgir héldu áfram í alla nótt og segir varnarmálaráðherra Úkraínu að rússneskir hermenn séu teknir að beina sprengjuárásum á íbúabyggðir, spítala og skóla. Kort sem uppfært var klukkan átta í morgun.grafík/ragnar visage Þetta kort var uppfært klukkan átta í morgun. Rauðu svæðin eru þau sem Rússar stjórna. Appelsínugulu punktarnir sýna staði þar sem sprengjuárásir hafa verið gerðar og rauðu punktarnir sýna staði þar sem virk átök milli stríðandi fylkinga hafa verið. Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT greiðslukerfinu en það er notað til að miðla greiðslum á milli alþjóðlegra banka. Í dag hafa stjórnvöld á Ítalíu, í Ungverjalandi og í Kýpur sagt styðja við brottrekstur Rússa úr fjármálakerfinu en fyrir hafa Bandaríki, Kanada, Bretland og Evrópusambandið lýst yfir vilja til brottreksturs Rússa. Þjóðverjar hafa verið hikandi með það. Flóttamenn halda áfram að flýja frá Úkraínu til Póllands, Rúmeníu og fleiri landa. I learn to use #Kalashnikov and prepare to bear arms. It sounds surreal as just a few days ago it would never come to my mind. Our #women will protect our soil the same way as our #men. Go #Ukraine! 🇺🇦 pic.twitter.com/UbF4JRGlcy— Kira Rudik (@kiraincongress) February 25, 2022 Þingmenn Úkraínu eru meðal þeirra sem hafa tekið til vopna til varnar þjóð sinni. Á þessari mynd hér að ofan sést úkraínsk þingkona með riffil sem hún lærði á í gær. Fyrrum forseti Úkraínu varðist á götum úti í dag og sagði Pútin einfaldlega að hypja sig burt. „Þetta er landið okkar. Þetta er fólkið okkar. Pútín hefur ekkert að gera hér. Farðu úr Úkraínu, herra Pútín,“ sagði Petro Poroshenko. Vólódómír Selenskíj forseti Úkraínu er enn staddur í Kænugarði en hann ávarpaði þjóðina í morgun. „Hlustið nú: Ég er hér. Við munum ekki leggja niður vopn okkar, við munum vernda landið okkar. Vopn okkar eru sannleikur okkar, þetta er okkar land, okkar börn og við þurfum að vernda þau.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira