Halldór Jóhann: Getum ekki farið að pæla í bikarhelginni strax Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 27. febrúar 2022 22:02 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon var að vonum sáttur með sitt lið er það vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld í 16. umferð Olís deild karla. „Þetta var bara frábær sigur. Þetta er búið að vera langt tímabil, með mörgum leikjum, ef við tökum bikarinn með inn í þetta. Það var farið að sitja í mönnumog við höfum bara verið að dýla við smá meiðslapakka og höfum þurft að gefa mönnum mjög fáar mínútur inni í leikjunum. En ég er nátturlega ótrúlega stoltur af liðinu mínu að hafa klárað þetta hérna í dag. Við lentum í smá brasi þarna í þriggja marka forystu og mér fannst það algjör óþarfi að hafa kastað þessu frá sér. En við vorum sterkir heldur en Stjarnan á síðustu fimm mínútunum og það skilaði sigrinum.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að leik loknum. „Það vill oft gerast í Íslensku deildinni að leikir séu kaflaskiptir. Menn voru oft að skipta um vörn og það er erfitt að spila á móti Stjörnunni þegar þeir spila þrjár mismunandi varnir. Menn voru líka orðnir pínu þreyttir á tímabili í leiknum. Og mér fannst við á sama tíma vera að láta leka of mikið hérna í svona tíu mínútna kafla. Annars spiluðum við frábæra vörn hérna í 50. mínútur í leiknum, fyrir utan kannski fyrstu sjö mínúturnar eða svo. En þetta er svolítið viðlagandi við Íslenska boltann að það eru oft of miklar sveiflur á leikjunum. Þetta er eitthvað sem ég hef talað um í mínu liði að vilja bara eyða.“ „Heilt yfir vorum við að spila betri vörn. Við vorum að fá ódýrari mörk úr hraðaupphlaupum og við keyrðum ansi vel á þá. Við erum að skora eitthvað í kringum tíu mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju sem er bara frábært. Við höfum vaxið nú þegar liðið er á veturinn og nýtt ár. Ég held að þetta hafi bara verið það. Og svo vorum við heilt yfir með betri markvörslu.“ „Við erum fyrst og fremst ósáttir með síðustu fimmtán mínúturnar í síðasta leiknum okkar á móti Aftureldingu en annars höfum við verið ágætir. Það hefði mátt ganga betur á móti Haukum, við fórum með svolítið mikið af dauðafærum. Við fórum líka áfram í bikar í undanúrslitin, frábær leikur á móti ÍBV. Það sem aðallega svíður mig er þessi Aftureldingar leikur. En við svöruðum fyrir það í dag.“ Sagði Halldór Jóhann aðspurður út í gengi liðsins eftir áramót. „Mér fannst við á mörgum köflum í leiknum vera mjög góðir. Núna verðum við bara að halda áfram. Það er Grótta næst og við getum ekki farið að pæla í einhverri bikarhelgi strax. Fyrst þurfum við að klára deildarleikina áður en við förum að hugsa um það.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að lokum. UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
„Þetta var bara frábær sigur. Þetta er búið að vera langt tímabil, með mörgum leikjum, ef við tökum bikarinn með inn í þetta. Það var farið að sitja í mönnumog við höfum bara verið að dýla við smá meiðslapakka og höfum þurft að gefa mönnum mjög fáar mínútur inni í leikjunum. En ég er nátturlega ótrúlega stoltur af liðinu mínu að hafa klárað þetta hérna í dag. Við lentum í smá brasi þarna í þriggja marka forystu og mér fannst það algjör óþarfi að hafa kastað þessu frá sér. En við vorum sterkir heldur en Stjarnan á síðustu fimm mínútunum og það skilaði sigrinum.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að leik loknum. „Það vill oft gerast í Íslensku deildinni að leikir séu kaflaskiptir. Menn voru oft að skipta um vörn og það er erfitt að spila á móti Stjörnunni þegar þeir spila þrjár mismunandi varnir. Menn voru líka orðnir pínu þreyttir á tímabili í leiknum. Og mér fannst við á sama tíma vera að láta leka of mikið hérna í svona tíu mínútna kafla. Annars spiluðum við frábæra vörn hérna í 50. mínútur í leiknum, fyrir utan kannski fyrstu sjö mínúturnar eða svo. En þetta er svolítið viðlagandi við Íslenska boltann að það eru oft of miklar sveiflur á leikjunum. Þetta er eitthvað sem ég hef talað um í mínu liði að vilja bara eyða.“ „Heilt yfir vorum við að spila betri vörn. Við vorum að fá ódýrari mörk úr hraðaupphlaupum og við keyrðum ansi vel á þá. Við erum að skora eitthvað í kringum tíu mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju sem er bara frábært. Við höfum vaxið nú þegar liðið er á veturinn og nýtt ár. Ég held að þetta hafi bara verið það. Og svo vorum við heilt yfir með betri markvörslu.“ „Við erum fyrst og fremst ósáttir með síðustu fimmtán mínúturnar í síðasta leiknum okkar á móti Aftureldingu en annars höfum við verið ágætir. Það hefði mátt ganga betur á móti Haukum, við fórum með svolítið mikið af dauðafærum. Við fórum líka áfram í bikar í undanúrslitin, frábær leikur á móti ÍBV. Það sem aðallega svíður mig er þessi Aftureldingar leikur. En við svöruðum fyrir það í dag.“ Sagði Halldór Jóhann aðspurður út í gengi liðsins eftir áramót. „Mér fannst við á mörgum köflum í leiknum vera mjög góðir. Núna verðum við bara að halda áfram. Það er Grótta næst og við getum ekki farið að pæla í einhverri bikarhelgi strax. Fyrst þurfum við að klára deildarleikina áður en við förum að hugsa um það.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að lokum.
UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42