Allar líkur á að meira verði um aftakaveður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 12:25 Rauðar, appelsínugular og gular viðvaranir hafa verið tíðar í febrúar. vísir/vilhelm Nauðsynlegt er að búa fólk undir breyttan heim þar sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Tengiliður Íslands við nefndina segir allar líkur á því að aftakaveður verði algengara hér á landi og að nauðsynlegt sé að grípa til aðlögunaraðgerða. Önnur af sex skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í dag en í henni er fjallað um afleiðingar breytinganna og til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast þeim. Hér er ekki verið að tala um aðgerðir sem beinast að því að draga úr útblæstri heldur þær sem felast í því að búa samfélög undir óumflýjanlegar breytingar. Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og jafnframt tengiliður Íslands við nefndina segir skýrsluna sýna ótvírætt fram á að loftslagsbreytingar af mannavöldum ógni velferð fólks. „Ef frekari seinkun verður á samhentum aðgerðum á heimsvísu geta tækifæri glatast til þess að skapa lífvænlegri og sjálfbærari framtíð.“ Breytingarnar hafi nú þegar valdið víðtækum og neikvæðum áhrifum. Viðkvæm vistkerfi og samfélög sem höllustum fæti standa hafi þar orðið verst úti. Í skýrslunni er vísað til sífellt algengari atburða á borð við aftakahita, þurrka, flóða og skógarelda. Undanfarin ár hafa skógareldar herjað á íbúa Kaliforníu á hverju sumri.Vísir/AP Anna Hulda segir ýmis merki um þetta á Íslandi. „Það eru meiri öfgar í veðri. Fáum meiri rigningu á styttir tíma. Það hlýnar á Íslandi, sem mörgum finnst kannski ekkert mjög slæmt fyrir okkur, en svo hefur þetta áhrif á hafið í kringum Ísland. Það súrnar hraðar hér en víðs vegar annars staðar á hnettinum og það hefur ýmsar afleiðingar sem erfitt er að spá fyrir um. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem jöklarnir bráðna. Og svo eru til dæmis þurrkar, samhliða því að við getum verið að sjá öfgarigningu á stuttum tíma getum við verið að sjá þurrka eins og síðasta sumar. Og þá getum við jafnvel verið að sjá gróðurelda sem hafa verið að gerast í auknum mæli á Íslandi.“ Þetta sé hluti af þróun sem haldi áfram. „Það eru allar líkur á því að við munum halda áfram að sjá svona aftakaveður og að það muni færast í aukana. “ Stjórnvöld unnu svokallaða hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum í fyrra og Anna Hulda segir að nú þurfi að fylgja henni eftir. „Ég myndi segja að það mikilvægasta sé að fara í að útbúa aðgerðaáætlun um aðlögun á Íslandi sem mun byggja á stefnunni sem kom úr 2021,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður á Veðurstofu Íslands. Tengd skjöl IPCC_Februar2022_FrettatilkynningPDF543KBSækja skjal Loftslagsmál Veður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Önnur af sex skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út í dag en í henni er fjallað um afleiðingar breytinganna og til hvaða úrræða megi grípa til að aðlagast þeim. Hér er ekki verið að tala um aðgerðir sem beinast að því að draga úr útblæstri heldur þær sem felast í því að búa samfélög undir óumflýjanlegar breytingar. Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands og jafnframt tengiliður Íslands við nefndina segir skýrsluna sýna ótvírætt fram á að loftslagsbreytingar af mannavöldum ógni velferð fólks. „Ef frekari seinkun verður á samhentum aðgerðum á heimsvísu geta tækifæri glatast til þess að skapa lífvænlegri og sjálfbærari framtíð.“ Breytingarnar hafi nú þegar valdið víðtækum og neikvæðum áhrifum. Viðkvæm vistkerfi og samfélög sem höllustum fæti standa hafi þar orðið verst úti. Í skýrslunni er vísað til sífellt algengari atburða á borð við aftakahita, þurrka, flóða og skógarelda. Undanfarin ár hafa skógareldar herjað á íbúa Kaliforníu á hverju sumri.Vísir/AP Anna Hulda segir ýmis merki um þetta á Íslandi. „Það eru meiri öfgar í veðri. Fáum meiri rigningu á styttir tíma. Það hlýnar á Íslandi, sem mörgum finnst kannski ekkert mjög slæmt fyrir okkur, en svo hefur þetta áhrif á hafið í kringum Ísland. Það súrnar hraðar hér en víðs vegar annars staðar á hnettinum og það hefur ýmsar afleiðingar sem erfitt er að spá fyrir um. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem jöklarnir bráðna. Og svo eru til dæmis þurrkar, samhliða því að við getum verið að sjá öfgarigningu á stuttum tíma getum við verið að sjá þurrka eins og síðasta sumar. Og þá getum við jafnvel verið að sjá gróðurelda sem hafa verið að gerast í auknum mæli á Íslandi.“ Þetta sé hluti af þróun sem haldi áfram. „Það eru allar líkur á því að við munum halda áfram að sjá svona aftakaveður og að það muni færast í aukana. “ Stjórnvöld unnu svokallaða hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum í fyrra og Anna Hulda segir að nú þurfi að fylgja henni eftir. „Ég myndi segja að það mikilvægasta sé að fara í að útbúa aðgerðaáætlun um aðlögun á Íslandi sem mun byggja á stefnunni sem kom úr 2021,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður á Veðurstofu Íslands. Tengd skjöl IPCC_Februar2022_FrettatilkynningPDF543KBSækja skjal
Loftslagsmál Veður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira