Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 16:26 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Egill Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við fréttastofu fyrir helgi að „hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun“. Flóttamenn á landinu sem neiti að undirgangast PCR-próf til þess að unnt sé að vísa því úr landi „teppi húsnæði og aðstöðu“ fyrir aðra sem stjórnvöld vilji taka á móti. Ummælin hafa farið öfugt ofan í marga og vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. "Það sem tefur móttöku flóttafólks frá Úkraínu er fjöldi flóttafólks sem er statt hér á landi sem teppir aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti" er ógeðslegustu og rasískustu ummæli sem ég hef séð frá ráðherra í ríkisstjórn. Menn eins og Jón eru hreinlega hættulegir.— Sema Erla (@semaerla) February 26, 2022 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að málflutningur dómsmálaráðherra væri óboðlegur og spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort um væri að ræða stefnu ríkisstjórnarinnar. Katrín svaraði því til að um væri að ræða fólk í mjög viðkvæmri stöðu. Það skipti máli hvernig talað væri um þá hópa. Húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Katrín vísaði til þess félagsmálaráðherra hafi þegar átt fund með flóttamannanefnd og að hafinn væri undirbúningur þess að taka við fólki. Katrín benti á að um það bil hálf milljón væri á flótta vegna ástandsins og að fjöldinn gæti farið upp í fjórar til fimm milljónir. Vafalaust vilji stór hluti þeirra snúa aftur til heimalandsins þegar aðstæður leyfa og því þurfi bæði að huga að því að taka á móti fólki til skemmri og lengri tíma. „Ég leyfi mér að rifja hér upp að það er ekki langt um liðið síðan ástand skapaðist í Afganistan og ríkisstjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrst að taka á móti tilteknum fjölda fólks og tók svo nýja ákvörðun um að taka á móti auknum fjölda fólks frá Afganistan vegna þess að okkur fannst mikilvægt að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna. Og tókum þá hlutfallslega í raun og veru á móti fleirum en Norðurlöndin við það tækifæri. Þannig að þegar við lítum til þess sem gert hefur verið þá höfum við ekki skorast undan ábyrgð í þessu,“ sagði Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við fréttastofu fyrir helgi að „hreint neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun“. Flóttamenn á landinu sem neiti að undirgangast PCR-próf til þess að unnt sé að vísa því úr landi „teppi húsnæði og aðstöðu“ fyrir aðra sem stjórnvöld vilji taka á móti. Ummælin hafa farið öfugt ofan í marga og vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. "Það sem tefur móttöku flóttafólks frá Úkraínu er fjöldi flóttafólks sem er statt hér á landi sem teppir aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á móti" er ógeðslegustu og rasískustu ummæli sem ég hef séð frá ráðherra í ríkisstjórn. Menn eins og Jón eru hreinlega hættulegir.— Sema Erla (@semaerla) February 26, 2022 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að málflutningur dómsmálaráðherra væri óboðlegur og spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort um væri að ræða stefnu ríkisstjórnarinnar. Katrín svaraði því til að um væri að ræða fólk í mjög viðkvæmri stöðu. Það skipti máli hvernig talað væri um þá hópa. Húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Katrín vísaði til þess félagsmálaráðherra hafi þegar átt fund með flóttamannanefnd og að hafinn væri undirbúningur þess að taka við fólki. Katrín benti á að um það bil hálf milljón væri á flótta vegna ástandsins og að fjöldinn gæti farið upp í fjórar til fimm milljónir. Vafalaust vilji stór hluti þeirra snúa aftur til heimalandsins þegar aðstæður leyfa og því þurfi bæði að huga að því að taka á móti fólki til skemmri og lengri tíma. „Ég leyfi mér að rifja hér upp að það er ekki langt um liðið síðan ástand skapaðist í Afganistan og ríkisstjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrst að taka á móti tilteknum fjölda fólks og tók svo nýja ákvörðun um að taka á móti auknum fjölda fólks frá Afganistan vegna þess að okkur fannst mikilvægt að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna. Og tókum þá hlutfallslega í raun og veru á móti fleirum en Norðurlöndin við það tækifæri. Þannig að þegar við lítum til þess sem gert hefur verið þá höfum við ekki skorast undan ábyrgð í þessu,“ sagði Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira