„Markmið hryðjuverkanna er að brjóta okkur á bak aftur,“ segir Selenskí í ávarpinu sem hann birti á Telegram. Þar segir hann jafnframt að Kænugarður og Karkív séu helstu skotmörk Rússa.
„Eldflaugaárás á Karkív. Á stærsta torgið í Evrópu. Frelsistorgið. Tugir fórnarlamba. Þetta er kostnaður frelsis,“ segir Selenskí í ávarpinu.
🇺🇦Kharkiv central square now.
— Illia Ponomarenko (@IAPonomarenko) March 1, 2022
“Whoever rallied for the Russian World on this square - is this what you wanted? We warned you, it’s a bad idea” pic.twitter.com/qJQlBFTNPy
Hann segir að eftir eldflaugaárásina á Karkív, sem skotið var frá rússnesku borginni Belgorod hafi allt breyst. Áður hafi borgirnar verið systurborgir, fólkið þar litið á hvort annað sem frændur og landamærin aðeins verið á korti, ekki í hugum fólks.
Footage shows reported shelling in Kharkiv, Ukraine’s second-largest city.
— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) March 1, 2022
A missile struck in front of a government building, and Ukraine says Russian forces bombed residential areas https://t.co/O5feUwlsi9 pic.twitter.com/JShvZ4q76L
„Þetta er hryðjuverkaárás á borgina, það var ekkert hernaðarlegt skotmark á torginu, alveg eins og í íbúahverfunum í Karkív sem hafa orðið fyrir eldflaugum Rússa. Eldflaugin, sem beint var að torginu er ekkert nema hryðjuverk. Enginn mun fyrirgefa, enginn mun gleyma.“
Hann segir árásina stríðsglæp.
„Rússland stendur að baki þessari hryðjuverkaárás, eftir allt saman er Rússland hryðjuverkaríki. Greinilega. Við köllum eftir því að ríki heims lýsi því yfir að Rússland hafi framið hryðjuverk. Við köllum eftir því að hryðjuverkamennirnir verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir Selenskí.