Meirihluti diplómata á Mannréttindaráðstefnu SÞ gekk út af fundinum þegar hann tók til máls og sömu sögu var að segja af afvopnunarráðstefnu SÞ í morgun.
#UPDATE Ukraine's ambassador and diplomats from a wide number of countries staged a walkout Tuesday as Russia's foreign minister addressed the Conference on Disarmament in Geneva pic.twitter.com/dn3kCloRrR
— AFP News Agency (@AFP) March 1, 2022
Lavrov sagði á afvopnunarráðstefnunni í Genf í morgun að tími sé kominn til að bandarísk kjarnorkuvopn verði fjarlægð úr Evrópu. HAnn sagði veru þeirra óásættanlega fyrir Rússa, sem hafa þó ítrekað hótað kjarnorkuárásum á undanförnum vikum og dögum og segjast hafa sett kjarnorkusveitir sínar í viðbragðsstöðu.
Sendinefnd Úkraínu á ráðstefnunni gekk út úr salnum á meðan Lavrov hélt ávarp sitt og erindrekar fjölda annarra ríkja gerðu slíkt hið sama. Þar á meðal voru erindrekar Evrópusambandsríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands.
„Til að sýna samstöðu gengu erindrekar ESB og aðrir út af fundinum með erindreka Úkraínu þegar Lavrov ávarpaði fundinn. Það er ekki hægt að ætlast þess af okkur að sitja hjá þegar Rússland dreifir falsupplýsingum og lygum um árásir þeirra gegn Úkraínu,“ skrifaði sendinefnd ESB á Twitter.
As a sign of solidarity EU Ambassadors & others decided to leave w Ukraine the room when FM Lavrov addressed @UN_HRC & Conference on Disarmament. We cannot be expected to sit by while Russia is actively spreading disinformation & falsehoods regarding its aggression against 🇺🇦 pic.twitter.com/X5Vb7CTE3c
— EU at the UN - Geneva #MultilateralismMatters (@EU_UNGeneva) March 1, 2022
Erindrekar á afvopnunarráðstefnunni voru ekki einir um það. Meirihluti erindreka, sem staddir voru á Mannréttindaráðstefnu SÞ í morgun, gengu út þegar Lavrov tók til máls. Hann var staddur á fundinum í gegn um fjarfundarbúnað og þegar fundarstjórar buðu hann velkominn stóðu tugir erindreka upp og gengu út.
HRC members walk out once Lavrov’s video began to play in the session of the Council. Enough of exposure to the deranged lunacy of war criminals. We will listen to you at International Tribunal for War Crimes of Putin’s Regime pic.twitter.com/neDqBYccxk
— Sergiy Kyslytsya (@SergiyKyslytsya) March 1, 2022