Magdeburg tryggði sér sigur í C-riðli | Kristján skoraði níu í grátlegu tapi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 19:32 Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg tryggðu sér í kvöld sigur í C-riðli Evrópudeildarinnar. Swen Pförtner/picture alliance via Getty Images Íslenskir handboltamenn höfðu í nógu að snúast í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, en Íslendingar voru í edlínunni í fjórum leikjum sem nú var að ljúka. Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg unnu góðan sex marka sigur gegn Savehof í toppslag C-riðils. Lokatölur urðu 31-25 eftir að heimamenn í Magdeburg höfðu leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Magdeburg, en liðið er nú með 17 stig á toppi riðilsins, fimm stigum meira en Savehof sem situr í öðru sæti. Aðeins ein umferð er eftir í riðlinum og sigur kvöldsins þýðir það að Magdeburg er búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Unser GRUPPENSIEG in der EHF European League ist sicher!🔥Wir gewinnen 31:25 gegen IK Sävehof.Spielbericht 👉 https://t.co/9aBkr8CPjZTickets für Sonntag 👉 https://t.co/oXFtoyFOte#scmhuja #ehfel📸 Eroll Popova pic.twitter.com/2tPR6j1pvL— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) March 1, 2022 Þá þurftu Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix að sætta sig við grátlegt eins marks tap er liðið heimsótti Gorenje Velenje í C-riðli, 33-32. Kristján og félagar leiddu með einu marki þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka, en heimamenn í Gorenje skoruðu þrjú af seinustu fjórum mörkum leiksins og tryggðu sér þar með sigurinn. Kristján var markahæsti maður vallarins með níu mörk fyrir Aix, en liðið situr enn á botni riðilsins með aðeins eitt stig. Í B-riðli gerðu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo óvænt jafntefli gegn Cocks sem situr á botni riðilsins. Lokatölur urðu 29-29, en þetta var fyrsta stig Cocks í riðlinum. Bjarki og félagar sitja í fjórða sæti með tíu stig, en liðið er án sigurs í Evrópudeildinni í seinustu fjórum leikjum. Að lokum unnu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG nauman eins marks sigur gegn Benfica í toppslag B-riðils, 39-38. Viktor varði sex af þeim 22 skotum sem hann fékk á sig í marki GOG, en liðið situr nú eitt á toppi riðilsins með 15 stig, tveimur stigum meira en Benfica sem situr í öðru sæti. Handbolti Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg unnu góðan sex marka sigur gegn Savehof í toppslag C-riðils. Lokatölur urðu 31-25 eftir að heimamenn í Magdeburg höfðu leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Magdeburg, en liðið er nú með 17 stig á toppi riðilsins, fimm stigum meira en Savehof sem situr í öðru sæti. Aðeins ein umferð er eftir í riðlinum og sigur kvöldsins þýðir það að Magdeburg er búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Unser GRUPPENSIEG in der EHF European League ist sicher!🔥Wir gewinnen 31:25 gegen IK Sävehof.Spielbericht 👉 https://t.co/9aBkr8CPjZTickets für Sonntag 👉 https://t.co/oXFtoyFOte#scmhuja #ehfel📸 Eroll Popova pic.twitter.com/2tPR6j1pvL— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) March 1, 2022 Þá þurftu Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix að sætta sig við grátlegt eins marks tap er liðið heimsótti Gorenje Velenje í C-riðli, 33-32. Kristján og félagar leiddu með einu marki þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka, en heimamenn í Gorenje skoruðu þrjú af seinustu fjórum mörkum leiksins og tryggðu sér þar með sigurinn. Kristján var markahæsti maður vallarins með níu mörk fyrir Aix, en liðið situr enn á botni riðilsins með aðeins eitt stig. Í B-riðli gerðu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo óvænt jafntefli gegn Cocks sem situr á botni riðilsins. Lokatölur urðu 29-29, en þetta var fyrsta stig Cocks í riðlinum. Bjarki og félagar sitja í fjórða sæti með tíu stig, en liðið er án sigurs í Evrópudeildinni í seinustu fjórum leikjum. Að lokum unnu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG nauman eins marks sigur gegn Benfica í toppslag B-riðils, 39-38. Viktor varði sex af þeim 22 skotum sem hann fékk á sig í marki GOG, en liðið situr nú eitt á toppi riðilsins með 15 stig, tveimur stigum meira en Benfica sem situr í öðru sæti.
Handbolti Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira