„Allt of margir hlutir ekki gengið upp“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 12:00 Arnór Sigurðsson í leik gegn Roma í vetur. Hann hefur aðeins komið við sögu í sjö deildarleikjum á leiktíðinni. Getty/Maurizio Lagana „Þetta tímabil hefur tekið mikið á,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, vonsvikinn yfir því hvernig ræst hefur úr dvöl hans í Feneyjum í vetur. Meiðsli eiga sinn þátt í því. Arnór leikur í vetur í fyrsta sinn í einni af fimm bestu deildum Evrópu, þeirri ítölsku, en leikirnir hafa ekki orðið eins margir og hann hefði kosið. Arnór er að láni hjá Venezia frá CSKA Moskvu, þar sem þessi 22 ára Skagamaður hafði leikið í þrjú ár, en hefur ekki enn byrjað einn einasta deildarleik með Venezia og aðeins komið inn á í sjö deildarleikjum. „Ég kom með miklar væntingar inn en síðan hafa sumir hlutir gengið og aðrir ekki, og allt of margir hlutir ekki gengið upp. Þetta er svekkjandi en tímabilið er ekki búið,“ segir Arnór. Hann hefur verið frá keppni síðasta mánuðinn vegna hnémeiðsla, eftir að hafa áður glímt við hnémeiðsli í vetur, en hefur fengið leyfi til að hefja æfingar af fullum krafti: „Ég fór til Íslands til að fá annað mat á meiðslin. Þetta er í lagi þannig að ég get byrjað æfingar núna í vikunni,“ segir Arnór sem þar með gæti mögulega verið með íslenska landsliðinu síðar í þessum mánuði, í vináttulandsleikjum gegn Spáni og Finnlandi á Spáni. Erfitt en lærdómsríkt Venezia á eftir tólf leiki á tímabilinu í ítölsku A-deildinni og er í fallsæti með 22 stig, þremur stigum frá næsta örugga sæti. Arnór gæti því enn átt eftir að koma mikið við sögu hjá liðinu og mögulega hjálpa því að bjarga sæti sínu í deildinni. „Maður þarf að klára þetta vel og hlaða svo batteríin,“ segir Arnór. „Þetta tímabil hefur tekið mikið á. Ég hef glímt við óvenju mikið af meiðslum, eftir að hafa verið frekar heppinn með meiðsli á ferlinum hingað til. Maður hefur því aldrei náð þessu skriði sem maður vill ná. Á sama tíma hefur þetta verið þvílíkt lærdómsríkt og ég held að maður verði að horfa í það.“ Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Arnór leikur í vetur í fyrsta sinn í einni af fimm bestu deildum Evrópu, þeirri ítölsku, en leikirnir hafa ekki orðið eins margir og hann hefði kosið. Arnór er að láni hjá Venezia frá CSKA Moskvu, þar sem þessi 22 ára Skagamaður hafði leikið í þrjú ár, en hefur ekki enn byrjað einn einasta deildarleik með Venezia og aðeins komið inn á í sjö deildarleikjum. „Ég kom með miklar væntingar inn en síðan hafa sumir hlutir gengið og aðrir ekki, og allt of margir hlutir ekki gengið upp. Þetta er svekkjandi en tímabilið er ekki búið,“ segir Arnór. Hann hefur verið frá keppni síðasta mánuðinn vegna hnémeiðsla, eftir að hafa áður glímt við hnémeiðsli í vetur, en hefur fengið leyfi til að hefja æfingar af fullum krafti: „Ég fór til Íslands til að fá annað mat á meiðslin. Þetta er í lagi þannig að ég get byrjað æfingar núna í vikunni,“ segir Arnór sem þar með gæti mögulega verið með íslenska landsliðinu síðar í þessum mánuði, í vináttulandsleikjum gegn Spáni og Finnlandi á Spáni. Erfitt en lærdómsríkt Venezia á eftir tólf leiki á tímabilinu í ítölsku A-deildinni og er í fallsæti með 22 stig, þremur stigum frá næsta örugga sæti. Arnór gæti því enn átt eftir að koma mikið við sögu hjá liðinu og mögulega hjálpa því að bjarga sæti sínu í deildinni. „Maður þarf að klára þetta vel og hlaða svo batteríin,“ segir Arnór. „Þetta tímabil hefur tekið mikið á. Ég hef glímt við óvenju mikið af meiðslum, eftir að hafa verið frekar heppinn með meiðsli á ferlinum hingað til. Maður hefur því aldrei náð þessu skriði sem maður vill ná. Á sama tíma hefur þetta verið þvílíkt lærdómsríkt og ég held að maður verði að horfa í það.“
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira