Eyþór segir það enga ögrun við Rússa að leggja til Kænugarðsstræti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2022 11:57 Eyþór vill feta í fótspor Dana sem lögðu nýverið til Úkraínugötu í stað Kristianiugötu. Meirihlutinn ákvað hins vegar að fresta afgreiðslu tillögunnar. Vísir/Vilhelm Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það á engan hátt ögrun við Rússa að leggja til að nafni Garðastrætis verði breytt í Kænugarðsstræti, þrátt fyrir að sendiráð þeirra standi við Garðastræti 33. Fyrst og fremst sé um stuðning við Úkraínu að ræða. „Nafnið Garðastræti er ansi nátengt nafninu Kænugarður þannig að það eru kannski þau hugrenningatengsl og þetta er miðsvæðis. En ef önnur gata hentar betur þá er það alveg opið,“ segir Eyþór. Eyþór bar upp tillögu sína fyrir skipulagsráð Reykjavíkurborgar í morgun, þar sem henni var raunar frestað. Fleiri þjóðir hafa lagt fram sambærilegar tillögur en nýverið lagði formaður Venstre í Danmörku til að Kristianiugade verði breytt í Úkraínugade. „Önnur lönd hafa skoðað sambærilegt varðandi Úkraínu en svo er það nú þekkt víða í Evrópu að nefna götur og torg eftir öðrum stöðum. Ef við tökum París sem dæmi, þar eru mörg torg sem hafa mjög sterk tengsl við atburði, og þetta er bara í anda þess,“ segir hann. „Þetta er engin ögrun enda ber ég mikla virðingu fyrir rússneskri þjóð. Þetta er líka mikill harmleikur fyrir hana að vera komin í þessi átök og ég skil vel að það sé erfitt þar líka.“ Hann segir að margt smátt geri eitt stórt og að mikilvægt sé að sýna samstöðu. „Ég hef heyrt frá tveimur íbúum við Garðastræti sem höfðu samband við mig og báðir voru mjög ánægðir með þetta. Annar þeirra er kona sem er fædd í Úkraínu og býr við Garðastræti og hún lýsti mikilli ánægju með þessa tillögu. Hinn hefur búið þarna lengur og ég hef bara heyrt jákvætt frá íbúum við götuna. Kænugarðsstræti sé bara fallegt nafn.“ Aðspurður hvers vegna tillögunni hafi verið frestað segir hann að meirihlutinn vilji skoða hana nánar. Erfitt sé að segja til um hvort hún verði samþykkt eða ekki. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Nafnið Garðastræti er ansi nátengt nafninu Kænugarður þannig að það eru kannski þau hugrenningatengsl og þetta er miðsvæðis. En ef önnur gata hentar betur þá er það alveg opið,“ segir Eyþór. Eyþór bar upp tillögu sína fyrir skipulagsráð Reykjavíkurborgar í morgun, þar sem henni var raunar frestað. Fleiri þjóðir hafa lagt fram sambærilegar tillögur en nýverið lagði formaður Venstre í Danmörku til að Kristianiugade verði breytt í Úkraínugade. „Önnur lönd hafa skoðað sambærilegt varðandi Úkraínu en svo er það nú þekkt víða í Evrópu að nefna götur og torg eftir öðrum stöðum. Ef við tökum París sem dæmi, þar eru mörg torg sem hafa mjög sterk tengsl við atburði, og þetta er bara í anda þess,“ segir hann. „Þetta er engin ögrun enda ber ég mikla virðingu fyrir rússneskri þjóð. Þetta er líka mikill harmleikur fyrir hana að vera komin í þessi átök og ég skil vel að það sé erfitt þar líka.“ Hann segir að margt smátt geri eitt stórt og að mikilvægt sé að sýna samstöðu. „Ég hef heyrt frá tveimur íbúum við Garðastræti sem höfðu samband við mig og báðir voru mjög ánægðir með þetta. Annar þeirra er kona sem er fædd í Úkraínu og býr við Garðastræti og hún lýsti mikilli ánægju með þessa tillögu. Hinn hefur búið þarna lengur og ég hef bara heyrt jákvætt frá íbúum við götuna. Kænugarðsstræti sé bara fallegt nafn.“ Aðspurður hvers vegna tillögunni hafi verið frestað segir hann að meirihlutinn vilji skoða hana nánar. Erfitt sé að segja til um hvort hún verði samþykkt eða ekki.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. 2. mars 2022 08:39