Erlendum ríkisborgurum meinað að flýja Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 14:09 Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega þeir sem eru dökkir á hörund, hafa lent í vandræðum við að flýja Úkraínu. Mörgum þeirra hefur verið meinað að fara um borð í lestar og rútur og segjast margir hafa orðið fyrir barsmíðum landamæravarða. Getty/Murat Saka Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega af afrískum uppruna, hafa lent í miklum vandræðum við að flýja Úkraínu. Margir þeirra segja að þeim hafi verið vísað úr lestum og þeim meinaður aðgangur að almenningssamgöngum á leið úr landinu. „Afríkumenn, sem vilja flýja, eru vinir okkar og verða að hafa jöfn tækifæri til að snúa aftur til heimalanda sinna á öruggann hátt,“ skrifar Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, í tísti í dag. Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega þeir sem eru af afrískum uppruna, hafa glímt við mikla erfiðleika á landamærum Úkraínu og þegar þeir hafa reynt að flýja heimaborgir sínar. Mörgum þeirra hefur verið meinaður aðgangur að lestum og þar að auki neitað far frá landamærum Úkraínu í nágrannalöndunum. Sumir þeirra hafa þar að auki orðið fyrir barsmíðum að sögn. Russia’s invasion of Ukraine has affected Ukrainians and non-citizens in many devastating ways. Africans seeking evacuation are our friends and need to have equal opportunities to return to their home countries safely. Ukraine’s government spares no effort to solve the problem.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) March 1, 2022 Kuleba segir úkraínsk yfirvöld ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að takast á við vandamálið. Fram kemur í frétt CNN að nígerski læknaneminn Rachel Onyegbule, sem blaðamaður fréttastofunnar ræddi við, hafi verið rekinn út úr rútu, auk annarra erlendra ríkisborgara, sem ætlað var að flytja flóttamenn frá landamærum Úkraínu og Póllands. Rútan hafi skilið þau eftir og keyrt í burtu full af úkraínskum ríkisborgurum. Saakshi Ijantkar, indverskur læknanemi, segist hafa lent í svipuðum aðstæðum. Hún hafi séð landamæraverði beita erlenda stúdenta ofbeldi þegar þeir biðu þess að komast yfir landamærin við landamærastöðina Shehyni-Medyka frá Úkraínu. Human Rights Watch segir þá í yfirlýsingu að nauðsynlegt sé að úkraínsk yfirvöld gefi út skýrar leiðbeiningar til allra landamæravarða um að erlendir ríkisborgarar ættu ekki að vera skotmörk þeirra og þeim ekki meinað að komast örugglega yfir landamærin. Allir almennir borgarar ættu að komast á öruggan hátt yfir landamærin og landamæraverðir ættu að koma eins fram við þá alla. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynþáttafordómar Flóttamenn Tengdar fréttir Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. 2. mars 2022 14:00 Veruleiki Úkraínumanna á sjöunda degi stríðs Fátt grípur veruleikann betur en ljósmyndir enda segja þær meira en þúsund orð. Það getur reynst okkur á Íslandi erfitt að gera okkur grein fyrir veruleika Úkraínumanna þessa dagana. 2. mars 2022 13:24 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu. 2. mars 2022 12:16 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
„Afríkumenn, sem vilja flýja, eru vinir okkar og verða að hafa jöfn tækifæri til að snúa aftur til heimalanda sinna á öruggann hátt,“ skrifar Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, í tísti í dag. Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega þeir sem eru af afrískum uppruna, hafa glímt við mikla erfiðleika á landamærum Úkraínu og þegar þeir hafa reynt að flýja heimaborgir sínar. Mörgum þeirra hefur verið meinaður aðgangur að lestum og þar að auki neitað far frá landamærum Úkraínu í nágrannalöndunum. Sumir þeirra hafa þar að auki orðið fyrir barsmíðum að sögn. Russia’s invasion of Ukraine has affected Ukrainians and non-citizens in many devastating ways. Africans seeking evacuation are our friends and need to have equal opportunities to return to their home countries safely. Ukraine’s government spares no effort to solve the problem.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) March 1, 2022 Kuleba segir úkraínsk yfirvöld ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að takast á við vandamálið. Fram kemur í frétt CNN að nígerski læknaneminn Rachel Onyegbule, sem blaðamaður fréttastofunnar ræddi við, hafi verið rekinn út úr rútu, auk annarra erlendra ríkisborgara, sem ætlað var að flytja flóttamenn frá landamærum Úkraínu og Póllands. Rútan hafi skilið þau eftir og keyrt í burtu full af úkraínskum ríkisborgurum. Saakshi Ijantkar, indverskur læknanemi, segist hafa lent í svipuðum aðstæðum. Hún hafi séð landamæraverði beita erlenda stúdenta ofbeldi þegar þeir biðu þess að komast yfir landamærin við landamærastöðina Shehyni-Medyka frá Úkraínu. Human Rights Watch segir þá í yfirlýsingu að nauðsynlegt sé að úkraínsk yfirvöld gefi út skýrar leiðbeiningar til allra landamæravarða um að erlendir ríkisborgarar ættu ekki að vera skotmörk þeirra og þeim ekki meinað að komast örugglega yfir landamærin. Allir almennir borgarar ættu að komast á öruggan hátt yfir landamærin og landamæraverðir ættu að koma eins fram við þá alla.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynþáttafordómar Flóttamenn Tengdar fréttir Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. 2. mars 2022 14:00 Veruleiki Úkraínumanna á sjöunda degi stríðs Fátt grípur veruleikann betur en ljósmyndir enda segja þær meira en þúsund orð. Það getur reynst okkur á Íslandi erfitt að gera okkur grein fyrir veruleika Úkraínumanna þessa dagana. 2. mars 2022 13:24 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu. 2. mars 2022 12:16 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. 2. mars 2022 14:00
Veruleiki Úkraínumanna á sjöunda degi stríðs Fátt grípur veruleikann betur en ljósmyndir enda segja þær meira en þúsund orð. Það getur reynst okkur á Íslandi erfitt að gera okkur grein fyrir veruleika Úkraínumanna þessa dagana. 2. mars 2022 13:24
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu. 2. mars 2022 12:16