Stækkum Viðreisn Þórdís Sigurðardóttir skrifar 2. mars 2022 15:01 Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólk eins og þeim er ætlað. Þættirnir Verbúðin eru okkur flestum hugleiknir um þessar mundir. Galdur Verbúðarinnar tel ég að miklu leyti falinn í því að hver einasti rammi og hljóðmynd ber vott um aðkomu fjölda fólks en ekki eins snillings. Fókusinn er ekki aðeins á að það sem er mest áberandi eða á frægasta leikarann heldur sýnir heildarmyndin mikla vinnu fjölda ólíkra einstaklinga sem vinna að sama markmiði – það er að búa til innihaldsríkt og áhrifamikið verk sem þau trúa á. Við eigum mörg fleiri dæmi um slíkt verk í kringum okkur þótt stundum skorti okkur næmni til að koma auga á þau. Dæmin geta verið leikskóli sem skilar hamingjusömum og forvitnum börnum út í grunnskólana, íþrótta- og tómstundastarf sem byggir upp sjálfstraust og lífsgleði þeirra sem það stunda nú eða fyrirtæki sem skiptir hverfið sem það starfar í miklu máli og skapar þannig góðan brag og umtal. Hver einstaklingur og verk hans skiptir máli og samvinna og gagnkvæm virðing getur skilað samfélaginu einhverju stórkostlegu. Almannahagsmunir alltaf alls staðar Við í Viðreisn viljum að almannahagur sé alls staðar hafður að leiðarljósi en ekki sérhagsmunir. Við viljum samtal og samvinnu við önnur sveitarfélög um mál eins og almenningssamgöngur og uppbyggingu félagslegs húsnæðis því þannig er verkefnum er best tryggt brautargengi. Við viljum styðja við framtak einstaklinga og sjá til þess að hverri manneskju séu tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína – því við vitum að það er í þágu samfélagsins alls og framtíðarinnar. Við viljum að stjórnsýslan hafi skýra og gegnsæja umgjörð um starfsemi í borgarinnar þannig kraftar starfsfólks borgarinnar nýtist sem best. Við viljum samfélag þar sem ungt fólk hefur aðgang að öruggu húsnæði. Við viljum skóla sem setja velferð barna í öndvegi og leggja áherslu á að athygli og verkefni kennarans snúist fyrst og fremst um þau, við viljum að gætt sé að því að byggja upp innviði í hverfum þannig að fólk þurfi ekki að fara um langan veg eftir þjónustu, að við getum öll nýtt sér almenningssamgöngur og gætt sé að því að fær leið sé að stoppistöðvum. Við viljum samfélag þar sem börn geta vaxið áhyggjulaus úr grasi og jafnvægi ríkir milli vinnu og heimilis. Við viljum starfsfólk sem er treyst til að leysa verkefni sín í þágu borgarbúa á sem bestan hátt en taki ekki við stöðugum stefnum að ofan frá fólki sem er mun fjarlægara verkefnunum. Við vitum að þannig sýnum við öllum störfum þá virðingu sem þau eiga skilið, færum þeim sem þiggur þjónustuna frekari áhrif, drögum úr sóun en aukum skilvirkni og starfsgleði. Sé virðing borin fyrir hverju starfi og sá sem það vinnur fái að hafa eitthvað um það að segja, þá fæst besta útkoman. Við í Viðreisn vitum að frelsi fylgir ábyrgð og um leið að við vinnum að því að tryggja fólki tækifæri verður það til að auka tækifæri annarra. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess hef ég reynslu, þor og pólitíska sýn. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Þórdís Sigurðardóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólk eins og þeim er ætlað. Þættirnir Verbúðin eru okkur flestum hugleiknir um þessar mundir. Galdur Verbúðarinnar tel ég að miklu leyti falinn í því að hver einasti rammi og hljóðmynd ber vott um aðkomu fjölda fólks en ekki eins snillings. Fókusinn er ekki aðeins á að það sem er mest áberandi eða á frægasta leikarann heldur sýnir heildarmyndin mikla vinnu fjölda ólíkra einstaklinga sem vinna að sama markmiði – það er að búa til innihaldsríkt og áhrifamikið verk sem þau trúa á. Við eigum mörg fleiri dæmi um slíkt verk í kringum okkur þótt stundum skorti okkur næmni til að koma auga á þau. Dæmin geta verið leikskóli sem skilar hamingjusömum og forvitnum börnum út í grunnskólana, íþrótta- og tómstundastarf sem byggir upp sjálfstraust og lífsgleði þeirra sem það stunda nú eða fyrirtæki sem skiptir hverfið sem það starfar í miklu máli og skapar þannig góðan brag og umtal. Hver einstaklingur og verk hans skiptir máli og samvinna og gagnkvæm virðing getur skilað samfélaginu einhverju stórkostlegu. Almannahagsmunir alltaf alls staðar Við í Viðreisn viljum að almannahagur sé alls staðar hafður að leiðarljósi en ekki sérhagsmunir. Við viljum samtal og samvinnu við önnur sveitarfélög um mál eins og almenningssamgöngur og uppbyggingu félagslegs húsnæðis því þannig er verkefnum er best tryggt brautargengi. Við viljum styðja við framtak einstaklinga og sjá til þess að hverri manneskju séu tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína – því við vitum að það er í þágu samfélagsins alls og framtíðarinnar. Við viljum að stjórnsýslan hafi skýra og gegnsæja umgjörð um starfsemi í borgarinnar þannig kraftar starfsfólks borgarinnar nýtist sem best. Við viljum samfélag þar sem ungt fólk hefur aðgang að öruggu húsnæði. Við viljum skóla sem setja velferð barna í öndvegi og leggja áherslu á að athygli og verkefni kennarans snúist fyrst og fremst um þau, við viljum að gætt sé að því að byggja upp innviði í hverfum þannig að fólk þurfi ekki að fara um langan veg eftir þjónustu, að við getum öll nýtt sér almenningssamgöngur og gætt sé að því að fær leið sé að stoppistöðvum. Við viljum samfélag þar sem börn geta vaxið áhyggjulaus úr grasi og jafnvægi ríkir milli vinnu og heimilis. Við viljum starfsfólk sem er treyst til að leysa verkefni sín í þágu borgarbúa á sem bestan hátt en taki ekki við stöðugum stefnum að ofan frá fólki sem er mun fjarlægara verkefnunum. Við vitum að þannig sýnum við öllum störfum þá virðingu sem þau eiga skilið, færum þeim sem þiggur þjónustuna frekari áhrif, drögum úr sóun en aukum skilvirkni og starfsgleði. Sé virðing borin fyrir hverju starfi og sá sem það vinnur fái að hafa eitthvað um það að segja, þá fæst besta útkoman. Við í Viðreisn vitum að frelsi fylgir ábyrgð og um leið að við vinnum að því að tryggja fólki tækifæri verður það til að auka tækifæri annarra. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess hef ég reynslu, þor og pólitíska sýn. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun