Biden segir Pútín hafa hitt ofjarl sinni í úkraínsku þjóðinni Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2022 19:21 Íbúar Kænugarðs og fleiri borga í Úkraínu hafa þurfti að halda til í kjallurum og loftvarnabyrgjum tímunum saman á hverjum degi undanfarna viku vegna loftársa Rússa. AP/Vadim Ghirda Rússar hafa hert mjög loftárásir sínar á borgir víðs vegar um Úkraínu í dag og fullyrða að þeir hafi náð einni þeirra alfarið á sitt vald. Forseti Bandaríkjanna segir Rússa eiga eftir að finna fyrir afleiðingum innrásarinnar á stöðu sína um langa framtíð. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Harðir bardagar standa yfir við og í borginni Kharkiv skammt frá landamærunum í norðaustur Úkraínu. Rússar skutu flugskeytum að Frelsistorginu í miðborginni í gær þar sem fjöldi óbreyttra borgara féll og miklar skemmdir urðu á stjórnarbyggingum og fleiri byggingum eins og óperuhúsinu. Grafík/Ragnar Visage Hart er einnig barist við hafnarborgina Mariupol norðaustur af Krímsskaga við Svartahaf þar sem Rússar segjast hafa náð höfninni og lestarstöðinni á sitt valda en heimamenn verjast af hörku. Þá hefur fjöldi manns fallið í borginni Khankiv þar sem rússneskir fallhlífarhermenn lentu í nótt eftir stöðugar loftárásir á borgina. Volodymyr Zelenskyy forseti segir Rússa hafa farmið stríðsglæpi víðs vegar í Úkraínu með árásum sínum. Þá fordæmir hann misheppnaða eldflaugaárás á sjónvarps- og fjarskiptaturn Kænugarðs í gær en flugskeyti lentu á minnismerki um þá hundruð þúsunda úkraínskra gyðinga sem myrtir voru af nasistum í helförinni. Forseti Úkraínu segir Rússa seka um stríðsglæpi.AP/forsetaembætti Úkraínu „Þetta er án allrar mannúðar. Slíkar eldflaugaárásir sýna að fyrir marga Rússa er Kíev algerlega framandi. Þeir vita ekkert um höfuðborgina okkar, um sögu hennar. Þeir hafa fyrirskipanir um að þurrka út sögu okkar, landið okkar og okkur öll," sagði Zelensky í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Sá fáheyrði atburður átti sér stað á breska þinginu í dag að allir þingmenn sem einn fögnuðu sendiherra Úkraínu sem fylgdist með þingfundi innilega. Boris Johnson forsætisráðherra tekur undir áskanir Úkraínuforseta um að Rússar hafi framið stríðsglæpi með árásum sínum. Breskir þingmenn risu allir sem einn úr sætum og klöppuðu fyrir Vadym Prystaiko sendiherra Úkraínu þegar hann fylgdist með þingfundi í dag. En alla jafna er ekki klappað í breska þinginu.AP/Jessica Taylor breska þinginu „Það sem við höfum nú þegar séð frá stjórn Vladimírs Pútíns, hvað varðar notkun hergagna gegn saklausum borgurum, telst nú þegar stríðslæpur. Ég veit að saksóknari alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins hefur þegar hafið rannsókn. Ég er viss um að allt þingið styður það,“ sagði Johnson við góðar undirtektir þingmanna. Rússneskar árásarþyrlur sjást víða á flugi til stuðnings herflutningabílum, skriðdrekum og flugskeytaskotpöllum Rússa á jörðu niðri. Gríðarlega löng lest hernaðartækja hefur færst nær höfuðborginni Kænugarði en hermenn hafa enn ekki ráðist þar inn. Stórskotum og eldflaugum er þó skotið að borginni. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagði í fyrstu stefnuræðu sinni (State of the Union) á bandaríska þinginu í gærkvöldi að Putin og Rússar ættu eftir að finna lengi fyrir afleiðingum innrásar sinnar í Úkraínu. Hann greindi frá því að Bandaríkin hefðu eins og mörg Evrópuríki bannað rússnesk loftför í lofthelgi sinni.AP/Shawn Thew Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni, State of the Union, á Bandaríkjaþingi í gærkvöldi, að Putin væri ekki búinn að bíta úr nálinni með afleiðingar innrásarinnar. „Hann hélt að hann gæti vaðið inn í Úkraínu og að heimurinn myndi leggjast flatur. Í staðinn mætti honum sterkur múr sem hann sá ekki fyrir eða gat ímyndað sér. Hann mætti úkraínsku þjóðinni," sagði Biden við mikinn fögnuð þingmanna og annarra gesta við athöfnuna. Bandaríkjaforseti greindi jafnframt frá því að Bandaríkjamenn hefðu fylgt bandamönnum í Evrópu og lokað fluglögsögu sinni fyrir Rússneskum loftförum. Hann sagði Putin og Rússa almennt eiga eftir að finna fyrir afleiðingum aðgerða vestrænna ríkja um langa framtíð. Klippa: Biden segir Pútín hafa hitt ofjarl sinni í úkraínsku þjóðinni Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Joe Biden Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. 2. mars 2022 16:57 Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Erlendum ríkisborgurum meinað að flýja Úkraínu Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega af afrískum uppruna, hafa lent í miklum vandræðum við að flýja Úkraínu. Margir þeirra segja að þeim hafi verið vísað úr lestum og þeim meinaður aðgangur að almenningssamgöngum á leið úr landinu. 2. mars 2022 14:09 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Harðir bardagar standa yfir við og í borginni Kharkiv skammt frá landamærunum í norðaustur Úkraínu. Rússar skutu flugskeytum að Frelsistorginu í miðborginni í gær þar sem fjöldi óbreyttra borgara féll og miklar skemmdir urðu á stjórnarbyggingum og fleiri byggingum eins og óperuhúsinu. Grafík/Ragnar Visage Hart er einnig barist við hafnarborgina Mariupol norðaustur af Krímsskaga við Svartahaf þar sem Rússar segjast hafa náð höfninni og lestarstöðinni á sitt valda en heimamenn verjast af hörku. Þá hefur fjöldi manns fallið í borginni Khankiv þar sem rússneskir fallhlífarhermenn lentu í nótt eftir stöðugar loftárásir á borgina. Volodymyr Zelenskyy forseti segir Rússa hafa farmið stríðsglæpi víðs vegar í Úkraínu með árásum sínum. Þá fordæmir hann misheppnaða eldflaugaárás á sjónvarps- og fjarskiptaturn Kænugarðs í gær en flugskeyti lentu á minnismerki um þá hundruð þúsunda úkraínskra gyðinga sem myrtir voru af nasistum í helförinni. Forseti Úkraínu segir Rússa seka um stríðsglæpi.AP/forsetaembætti Úkraínu „Þetta er án allrar mannúðar. Slíkar eldflaugaárásir sýna að fyrir marga Rússa er Kíev algerlega framandi. Þeir vita ekkert um höfuðborgina okkar, um sögu hennar. Þeir hafa fyrirskipanir um að þurrka út sögu okkar, landið okkar og okkur öll," sagði Zelensky í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Sá fáheyrði atburður átti sér stað á breska þinginu í dag að allir þingmenn sem einn fögnuðu sendiherra Úkraínu sem fylgdist með þingfundi innilega. Boris Johnson forsætisráðherra tekur undir áskanir Úkraínuforseta um að Rússar hafi framið stríðsglæpi með árásum sínum. Breskir þingmenn risu allir sem einn úr sætum og klöppuðu fyrir Vadym Prystaiko sendiherra Úkraínu þegar hann fylgdist með þingfundi í dag. En alla jafna er ekki klappað í breska þinginu.AP/Jessica Taylor breska þinginu „Það sem við höfum nú þegar séð frá stjórn Vladimírs Pútíns, hvað varðar notkun hergagna gegn saklausum borgurum, telst nú þegar stríðslæpur. Ég veit að saksóknari alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins hefur þegar hafið rannsókn. Ég er viss um að allt þingið styður það,“ sagði Johnson við góðar undirtektir þingmanna. Rússneskar árásarþyrlur sjást víða á flugi til stuðnings herflutningabílum, skriðdrekum og flugskeytaskotpöllum Rússa á jörðu niðri. Gríðarlega löng lest hernaðartækja hefur færst nær höfuðborginni Kænugarði en hermenn hafa enn ekki ráðist þar inn. Stórskotum og eldflaugum er þó skotið að borginni. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagði í fyrstu stefnuræðu sinni (State of the Union) á bandaríska þinginu í gærkvöldi að Putin og Rússar ættu eftir að finna lengi fyrir afleiðingum innrásar sinnar í Úkraínu. Hann greindi frá því að Bandaríkin hefðu eins og mörg Evrópuríki bannað rússnesk loftför í lofthelgi sinni.AP/Shawn Thew Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni, State of the Union, á Bandaríkjaþingi í gærkvöldi, að Putin væri ekki búinn að bíta úr nálinni með afleiðingar innrásarinnar. „Hann hélt að hann gæti vaðið inn í Úkraínu og að heimurinn myndi leggjast flatur. Í staðinn mætti honum sterkur múr sem hann sá ekki fyrir eða gat ímyndað sér. Hann mætti úkraínsku þjóðinni," sagði Biden við mikinn fögnuð þingmanna og annarra gesta við athöfnuna. Bandaríkjaforseti greindi jafnframt frá því að Bandaríkjamenn hefðu fylgt bandamönnum í Evrópu og lokað fluglögsögu sinni fyrir Rússneskum loftförum. Hann sagði Putin og Rússa almennt eiga eftir að finna fyrir afleiðingum aðgerða vestrænna ríkja um langa framtíð. Klippa: Biden segir Pútín hafa hitt ofjarl sinni í úkraínsku þjóðinni
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Joe Biden Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. 2. mars 2022 16:57 Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31 Erlendum ríkisborgurum meinað að flýja Úkraínu Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega af afrískum uppruna, hafa lent í miklum vandræðum við að flýja Úkraínu. Margir þeirra segja að þeim hafi verið vísað úr lestum og þeim meinaður aðgangur að almenningssamgöngum á leið úr landinu. 2. mars 2022 14:09 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. 2. mars 2022 16:57
Versti dagur stríðsins hingað til Harðir bardagar hafa staðið yfir í allan dag í Kharkív, Mariupol og Kherson. Eldflaugum hefur rignt yfir borgirnar og stórskotalið herjað á þær. Rússar hafa bætt verulega í árásir á skotmörk í borgum sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi. 2. mars 2022 16:31
Erlendum ríkisborgurum meinað að flýja Úkraínu Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega af afrískum uppruna, hafa lent í miklum vandræðum við að flýja Úkraínu. Margir þeirra segja að þeim hafi verið vísað úr lestum og þeim meinaður aðgangur að almenningssamgöngum á leið úr landinu. 2. mars 2022 14:09
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna