Nýjar áherslur í fræðslumálum Ólína Laxdal skrifar 3. mars 2022 10:30 Fyrirtæki og stofnanir hafa að miklu leyti undanfarna áratugi nálgast og boðið upp á fræðslu í gegnum mannauðsteymi og deildir þar sem Fræðslu- og starfsþróunarstjóri heyrir undir Mannauðsstjóra. Völd til ákvarðanatöku og fjármagn til framkvæmdar fer fyrir vikið oft í gegnum tvö til þrjú stjórnunarlög áður er ákvarðanir eru endanlegar teknar. Fræðslu- og starfsþróunarstjórar hafa þurft að leggja mikið á sig til þess að fá áheyrn annarra stjórnenda og samhliða því að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem eldri menning hefur skapað og staðið hefur jafnvel í vegi fyrir uppbyggingu á lærdómsmenningu. Hægt er að sjá greinileg merki um að fjöldi fyrirtækja og stofnanna leggi nú meiri og meiri áherslu á lærdómsmenningu og skýrt dæmi um það er rannsókn sem birt var á LinkedIn survey found (LinkedIn Learning´s 5th Annual - Workplace Learning Report) þar sem kannað var hvort Fræðslu-og starfsþróunarstjórar fái áheyrn hjá framkvæmdastjórum og forstjórum. Fyrir COVID svöruð 24% því að þeir væri með áheyrn, en nýjustu tölur frá 2021 sína að þessar tölur eru komnar upp í 63%. Það er því ljóst að hraðar og miklar breytingar eiga sér stað í atvinnulífinu þegar kemur að fræðslumálum. Búast má við að stjórnendur framtíðarinnar munu sleppa miðstýringu og færa sig meira yfir í hlutverk leiðtoga við að virkja og hvetja starfsfólk í að taka ábyrgð á eigin starfsþróun og afla sér bæði aukinnar og nýrrar þekkingar. Samhliða slíkri breytingu er mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir þekki sitt þekkingargat og hvaða hæfnisþætti fyrirtæki þurfi að búa yfir til þess að mæta kröfum framtíðarinnar. Að taka frá tíma fyrir fræðslu, setja fjármagn í málaflokkinn og hafa áhrif, auk þess veita starfsfólki svigrúm til þess að sækja hana er lykilatriði í breyttri lærdómsmenningu þar viðskiptavinir, notendur og starfsmenn fara sjálfkrafa að hvetja alla til framþróunar. Að afla sér aukinnar og nýrrar þekkingar sem er aðgengileg fyrir alla með tilkomu fyrirtækja sem bjóða upp á stafræn námskeið gerir það að verkum að einfalt er að sækja slíka þekkingu. World Economic Forum hefur skilgreint þrjá flokka sem dæmi um hæfniþætti starfa til framtíðar sem starfsmenn munu þurfa að sækja sér og hafa þeir skilgreint tímann sem tekur að tileinka sér nýja þekkingu, sjá mynd með samantekt. Við hjá Fræðslu hvetjum alla stjórnendur að taka fræðslu- og starfsþróunarmál alvarlega út frá annars vegar þróun fólksins ykkar og hins vegar út frá viðskipta- og þjónustulegum þáttum. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir hafa að miklu leyti undanfarna áratugi nálgast og boðið upp á fræðslu í gegnum mannauðsteymi og deildir þar sem Fræðslu- og starfsþróunarstjóri heyrir undir Mannauðsstjóra. Völd til ákvarðanatöku og fjármagn til framkvæmdar fer fyrir vikið oft í gegnum tvö til þrjú stjórnunarlög áður er ákvarðanir eru endanlegar teknar. Fræðslu- og starfsþróunarstjórar hafa þurft að leggja mikið á sig til þess að fá áheyrn annarra stjórnenda og samhliða því að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem eldri menning hefur skapað og staðið hefur jafnvel í vegi fyrir uppbyggingu á lærdómsmenningu. Hægt er að sjá greinileg merki um að fjöldi fyrirtækja og stofnanna leggi nú meiri og meiri áherslu á lærdómsmenningu og skýrt dæmi um það er rannsókn sem birt var á LinkedIn survey found (LinkedIn Learning´s 5th Annual - Workplace Learning Report) þar sem kannað var hvort Fræðslu-og starfsþróunarstjórar fái áheyrn hjá framkvæmdastjórum og forstjórum. Fyrir COVID svöruð 24% því að þeir væri með áheyrn, en nýjustu tölur frá 2021 sína að þessar tölur eru komnar upp í 63%. Það er því ljóst að hraðar og miklar breytingar eiga sér stað í atvinnulífinu þegar kemur að fræðslumálum. Búast má við að stjórnendur framtíðarinnar munu sleppa miðstýringu og færa sig meira yfir í hlutverk leiðtoga við að virkja og hvetja starfsfólk í að taka ábyrgð á eigin starfsþróun og afla sér bæði aukinnar og nýrrar þekkingar. Samhliða slíkri breytingu er mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir þekki sitt þekkingargat og hvaða hæfnisþætti fyrirtæki þurfi að búa yfir til þess að mæta kröfum framtíðarinnar. Að taka frá tíma fyrir fræðslu, setja fjármagn í málaflokkinn og hafa áhrif, auk þess veita starfsfólki svigrúm til þess að sækja hana er lykilatriði í breyttri lærdómsmenningu þar viðskiptavinir, notendur og starfsmenn fara sjálfkrafa að hvetja alla til framþróunar. Að afla sér aukinnar og nýrrar þekkingar sem er aðgengileg fyrir alla með tilkomu fyrirtækja sem bjóða upp á stafræn námskeið gerir það að verkum að einfalt er að sækja slíka þekkingu. World Economic Forum hefur skilgreint þrjá flokka sem dæmi um hæfniþætti starfa til framtíðar sem starfsmenn munu þurfa að sækja sér og hafa þeir skilgreint tímann sem tekur að tileinka sér nýja þekkingu, sjá mynd með samantekt. Við hjá Fræðslu hvetjum alla stjórnendur að taka fræðslu- og starfsþróunarmál alvarlega út frá annars vegar þróun fólksins ykkar og hins vegar út frá viðskipta- og þjónustulegum þáttum. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar