Úkraínski herinn segir Rússa vinna að því að mynda „landgang“ frá Krím og inn í Úkraínu og að herþotur hafi gert árás á Kænugar og Zhytomyr sem komu frá flugvöllum í Hvíta Rússlandi.
Í nýjustu stöðuskýrslu Úkraínumanna segir að varnaraðgerðir séu yfirstandandi í austurhluta Donetsk en höfuðáhersla sé lögð á að standa vörð um Maríupól. Þá er barist um borgina Chernihiv en Úkraínuher segist hafa tekist að hindra sókn Rússa frá Balaklia til Dnipropetrovsk.
Herinn segist hafa mátt þola mikið mannfall og eyðileggingu ýmissa hergagna en að Rússar hafi sömuleiðis tapað 88 flugvélum og þyrlum.
Í skýrslunni segir að þeir rússnesku hermenn sem hafi verið fangaðir hafi fengið aðhlynningu en ljóst sé að mórallinn sé afar lélegur meðal þeirra, meðal annars vegna harðrar mótspyrnu úkraínsku þjóðarinnar.
Þetta rímar nokkuð vel við daglega skýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, þar sem segir að styrkur andspyrnu Úkraínumanna hafi komið Rússum verulega á óvart. Þeir hafi brugðist við með því að beina árásum sínum gegn íbúðahverfum til að brjóta niður baráttuanda þjóðarinnar.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 06 March 2022
— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 6, 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/xXx8qpSqRp
#StandWithUkraine pic.twitter.com/nJjcTJTDtX